Skrekkur í lausu lofti vegna verkfalls: „Þetta er út í hött“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. október 2024 21:57 Marta Maier formaður nemendaráðs Laugalækjarskóla furðar sig á því að verkfall kennara muni koma í veg fyrir að nemendur fái að mæta á Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur. vísir „Það eru allir mjög svekktir yfir þessu, enda er þetta einn stærsti viðburður ársins,“ segir Marta Maier 10. bekkingur og formaður nemendaráðs Laugalækjarskóla. Kennarar skólans hófu verkfallsaðsgerðir í dag og ýmislegt er í lausu lofti í vegna þess, svo sem Skrekksviðburður nemenda. Kennarar Laugalækjarskóla eru í verkfalli næstu þrjár vikurnar og var engin kennsla þar í dag. Kennarar og foreldrar hafa áhyggjur af stöðunni, en ekki síður nemendur. „Út í hött“ „Sumir hugsa kannski að það sé gaman í fríi, en við erum í tíunda bekk og erum að missa mikið úr náminu. Þrjár vikur er slatti sem við þurfum svo að taka upp síðar allt í einu. Maður hugsar með sér hvort þetta hafi áhrif á menntaskóla, hvort við verðum verr undirbúin en aðrir nemendur. En þetta snýst ekki bara um námið heldur félagslífið og núna Skrekk,“ segir Marta í samtali við Vísi. Nemendur fréttu það á mánudag að ekki væri gert ráð fyrir að þeir fengju að mæta á Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, sem haldinn verður í stóra sal Borgarleikhússins í næstu viku. Miðar sem seldir höfðu verið nemendum voru endurgreiddir í gegnum miðasölu Tix.is og sú ástæða gefin að kennarar þyrftu að vera í fylgd með hópnum. Aftur á móti megi Skrekkshópur Laugalækjarskóla, þ.e. keppendur skólans, mæta og sýna öllum nema þeirra samnemendum. „Við fréttum þetta núna, að krakkarnir fái ekki að sýna fyrir skólann sinn. Þetta er bara út í hött,“ segir Marta. „Þetta er það skemmtilegasta sem skólinn gerir á árinu.“ Stórmál fyrir krakkana Bryndís Ýr Pétursdóttir, formaður foreldrafélags Laugarlækjarskóla og móðir Mörtu segir að foreldri hafi fengið þau svör frá verkfallsstjórn Kennarasambandsins að það sem nemendur aðhafist í frítíma sínum félli ekki undir verkfallsbrot. „Foreldrar og starfsfólk félagsmiðstöðva var hvatt til að fylgja nemendum á þessa skemmtum,“ segir Bryndís. Hún hefur aftur á móti engin skýr svör fengið frá viðburðarhaldara og því málið enn í lausu lofti. „Þetta er ekkert stórmál en skiptir krakkana mjög miklu máli. Hópurinn er búinn að æfa linnulaust allt vetrarfríiið og spennt að sýna vinum sínum.“ Kennaraverkfall 2024 Skrekkur Grunnskólar Krakkar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Kennarar Laugalækjarskóla eru í verkfalli næstu þrjár vikurnar og var engin kennsla þar í dag. Kennarar og foreldrar hafa áhyggjur af stöðunni, en ekki síður nemendur. „Út í hött“ „Sumir hugsa kannski að það sé gaman í fríi, en við erum í tíunda bekk og erum að missa mikið úr náminu. Þrjár vikur er slatti sem við þurfum svo að taka upp síðar allt í einu. Maður hugsar með sér hvort þetta hafi áhrif á menntaskóla, hvort við verðum verr undirbúin en aðrir nemendur. En þetta snýst ekki bara um námið heldur félagslífið og núna Skrekk,“ segir Marta í samtali við Vísi. Nemendur fréttu það á mánudag að ekki væri gert ráð fyrir að þeir fengju að mæta á Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, sem haldinn verður í stóra sal Borgarleikhússins í næstu viku. Miðar sem seldir höfðu verið nemendum voru endurgreiddir í gegnum miðasölu Tix.is og sú ástæða gefin að kennarar þyrftu að vera í fylgd með hópnum. Aftur á móti megi Skrekkshópur Laugalækjarskóla, þ.e. keppendur skólans, mæta og sýna öllum nema þeirra samnemendum. „Við fréttum þetta núna, að krakkarnir fái ekki að sýna fyrir skólann sinn. Þetta er bara út í hött,“ segir Marta. „Þetta er það skemmtilegasta sem skólinn gerir á árinu.“ Stórmál fyrir krakkana Bryndís Ýr Pétursdóttir, formaður foreldrafélags Laugarlækjarskóla og móðir Mörtu segir að foreldri hafi fengið þau svör frá verkfallsstjórn Kennarasambandsins að það sem nemendur aðhafist í frítíma sínum félli ekki undir verkfallsbrot. „Foreldrar og starfsfólk félagsmiðstöðva var hvatt til að fylgja nemendum á þessa skemmtum,“ segir Bryndís. Hún hefur aftur á móti engin skýr svör fengið frá viðburðarhaldara og því málið enn í lausu lofti. „Þetta er ekkert stórmál en skiptir krakkana mjög miklu máli. Hópurinn er búinn að æfa linnulaust allt vetrarfríiið og spennt að sýna vinum sínum.“
Kennaraverkfall 2024 Skrekkur Grunnskólar Krakkar Reykjavík Skóla- og menntamál Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira