„Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. október 2024 22:00 Stofnandi Lýðræðisflokksins hafnar því að vera bendlaður við öfgahyggju, og formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn vera að færast til vinstri. Þá þykir formanni Viðreisnar fróðlegt að hlusta á málfutning flokkanna sem best megi lýsa sem „Litla- og Stóra-Miðflokki.“ Leiðtogar flokkanna fjögurra tókust á í líflegum umræðum um stjórnmálin í dag. Einstaklingsfrelsi og íhald, útlendinga- og efnahagsmál, þungunarrof og EES-samningurinn voru meðal þess sem bar á góma í umræðum formannanna sem mættust í Kosningapallborðinu á Vísi. Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar hefur ekki mátt góðu gengi fagna í skoðanakönnunum að undanförnu.Vísir/Vilhelm Formaður Lýðræðisflokksins meðal annars Sjálfstæðisflokkinn um að standa ekki vörð um fullveldi Íslands. „Það er alrangt sem Arnar kemur hér með inn að flokkurinn láti sig ekki varða fullveldi landsins. Þetta eru hins vegar öfgaskoðanir sem hann er að koma með að borðinu, er í raun og veru ekki lengur talsmaður þess lengur að við viljum vera í EES samstarfinu þegar vel er að gáð,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Við þessum ummælum brást Arnar Þór illa. „Ef að formaður Sjálfstæðisflokksins ætlar sér að hörfa ofan í þá skotgröf gagnvart mér að fara að klína því á mig að ég sé öfgamaður í einhverjum skilningi þá skora ég á formann Sjálfstæðisflokksins að rökstyðja þá fullyrðingu,“ sagði Arnar sem sagði Bjarna ekki túlka málflutning sinn rétt. Formennirnir skutu einnig hver á annan á víxl og sökuðu hina um íhaldssemi og skort á frelsi. Þorgerður sagðist ósammála mörgu því sem kollegar hennar sem einnig voru mættir í settið héldu á lofti.Vísir/Vilhelm „Með fullri virðingu, ég sé bara íhaldssemi hérna mér á hægri hönd og ég veit ekki, ég held að ákallið í dag sé um breytingar, að fara frá því gamla. Það er ekkert endilega ákall um meira íhald heldur en hefur verið,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Það er fróðlegt að hlusta á þá félagana í þessum flokkum, Litla eða Stóra Miðflokki eða hvernig þeir vilja skilgreina sig,“ sagði Þorgerður enn fremur og vísaði þar til Arnars og Sigmundar. „Sami breiði flokkurinn“ Sigmundur beindi spjótum sínum einnig að Bjarna. „Þessi gamla skilgreining á hægri og vinstri hún kannski dugar ekki alveg til að skilgreina stjórnmálin eins og þau eru orðin núna. Sjálfstæðisflokkur Bjarna er búinn að sigla til vinstri við okkur þrátt fyrir að við séum bara á sama stað á miðjunni,“ sagði Sigmundur. Sigmundur klórar sér í kollinum á meðan Bjarni fer yfir málin.Vísir/Vilhelm Sjálfur vill Bjarni meina að málflutningur hinna formannanna sé til marks um að Sjálfstæðisflokkurinn sé enn sú breiðfylking sem hann hafi ávallt verið. „Hérna hefurðu heyrt tvo formenn flokka segja, annar segir heyrðu þau eru ekki nógu frjálslynd og svo kemur hinn og segir þau eru ekki nógu íhaldssöm. Við erum ennþá í grundvallaratriðum sami breiði flokkurinn,“ sagði Bjarni. Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Leiðtogar flokkanna fjögurra tókust á í líflegum umræðum um stjórnmálin í dag. Einstaklingsfrelsi og íhald, útlendinga- og efnahagsmál, þungunarrof og EES-samningurinn voru meðal þess sem bar á góma í umræðum formannanna sem mættust í Kosningapallborðinu á Vísi. Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar hefur ekki mátt góðu gengi fagna í skoðanakönnunum að undanförnu.Vísir/Vilhelm Formaður Lýðræðisflokksins meðal annars Sjálfstæðisflokkinn um að standa ekki vörð um fullveldi Íslands. „Það er alrangt sem Arnar kemur hér með inn að flokkurinn láti sig ekki varða fullveldi landsins. Þetta eru hins vegar öfgaskoðanir sem hann er að koma með að borðinu, er í raun og veru ekki lengur talsmaður þess lengur að við viljum vera í EES samstarfinu þegar vel er að gáð,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Við þessum ummælum brást Arnar Þór illa. „Ef að formaður Sjálfstæðisflokksins ætlar sér að hörfa ofan í þá skotgröf gagnvart mér að fara að klína því á mig að ég sé öfgamaður í einhverjum skilningi þá skora ég á formann Sjálfstæðisflokksins að rökstyðja þá fullyrðingu,“ sagði Arnar sem sagði Bjarna ekki túlka málflutning sinn rétt. Formennirnir skutu einnig hver á annan á víxl og sökuðu hina um íhaldssemi og skort á frelsi. Þorgerður sagðist ósammála mörgu því sem kollegar hennar sem einnig voru mættir í settið héldu á lofti.Vísir/Vilhelm „Með fullri virðingu, ég sé bara íhaldssemi hérna mér á hægri hönd og ég veit ekki, ég held að ákallið í dag sé um breytingar, að fara frá því gamla. Það er ekkert endilega ákall um meira íhald heldur en hefur verið,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Það er fróðlegt að hlusta á þá félagana í þessum flokkum, Litla eða Stóra Miðflokki eða hvernig þeir vilja skilgreina sig,“ sagði Þorgerður enn fremur og vísaði þar til Arnars og Sigmundar. „Sami breiði flokkurinn“ Sigmundur beindi spjótum sínum einnig að Bjarna. „Þessi gamla skilgreining á hægri og vinstri hún kannski dugar ekki alveg til að skilgreina stjórnmálin eins og þau eru orðin núna. Sjálfstæðisflokkur Bjarna er búinn að sigla til vinstri við okkur þrátt fyrir að við séum bara á sama stað á miðjunni,“ sagði Sigmundur. Sigmundur klórar sér í kollinum á meðan Bjarni fer yfir málin.Vísir/Vilhelm Sjálfur vill Bjarni meina að málflutningur hinna formannanna sé til marks um að Sjálfstæðisflokkurinn sé enn sú breiðfylking sem hann hafi ávallt verið. „Hérna hefurðu heyrt tvo formenn flokka segja, annar segir heyrðu þau eru ekki nógu frjálslynd og svo kemur hinn og segir þau eru ekki nógu íhaldssöm. Við erum ennþá í grundvallaratriðum sami breiði flokkurinn,“ sagði Bjarni.
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira