Húsnæði verði „fyrst og fremst heimili en ekki fjárfestingarvara“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. október 2024 18:05 Kristrún kynnti framkvæmdaplan á Egilsstöðum í dag. samfylkingin „Við verðum að taka á þessu braski sem er á húsnæðismarkaði,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sem kynnti svokallað útspil flokksins í húsnæðis- og kjaramálum á Egilsstöðum síðdegis í dag. Í tilkynningu segir að um sé að ræða áætlun um að ná niður vöxtum á Íslandi með ábyrgri hagstjórn, aukinni festu í ríkisfjármálum og kerfisbreytingum til að skapa jafnvægi á húsnæðismarkaði. „Þetta er þriðja og síðasta útspilið í raun, núna í húsnæðis- og kjaramálum. Við höfum verið í sex mánuði núna í þessari vinnu og búin að funda með fólki um allt land. Hér leggjum við áherslu á þrjú lykilverkefni í nýrri ríkisstjórn,“ segir Kristrún í samtali við Vísi og bætir við: „Ef við náum að lækka vexti og draga úr spennu á húsnæðismarkaði, þá skapar það auðvitað líka svigrúm til að fara í aðgerðir sem snúa að barnafjölskyldum og fólki sem reiðir sig á greiðslur úr almannatryggingakerfi og þess háttar.“ Mikilvægt að ná stjórn á Airbnb Varðandi bráðaaðgerðirnar segir Kristrún þær snúa að því að tryggja að fleiri íbúðir nýtist sem heimili fólks. „Af því við vitum að það hefur gengið hægt að byggja. Við erum með aðgerðir til að fa íbúðir strax inn á markaðinn. Það snýr að því að taka stjórn á Airbnb og og skammtímaleigu til ferðamanna. Tryggja það að húsnæði verði fyrst og fremst heimili frekar en fjárfestingarvara.“ Frá fundinum fyrir utan Bónus á Egilsstöðum í dag.samfylkingin Ábyrgð á þróun markaðarins „Svo erum við líka að leggja fram tillögur til að breyta vannýttu atvinnuhúsnæði í íbúðir. Það er auðvitað þekkt fyrirbrigði að fólk er að búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði, í oft mjög lélegum aðstæðum. Við viljum skapa hvata til þess umbreyta þessu húsnæði í almennilegar íbúðir þar sem enginn afsláttur er gefinn á brunavörnum og öryggiskröfum.“ Kristrún segir flokkinn jafnframt tala fyrir kerfisbreytingum til lengri tíma á húsnæðismarkaði. „Þar sem ríkið kemur inn og hjálpar sveitarfélögum að standa straum af miklum innviðakostnaði sem fylgir því að brjóta nýtt land. Og draga þannig úr heildarkostnaði við uppbyggingu húsnæðis. Síðan snýst þetta um að að einfalda skipulagsferlið og draga úr byggingarkostnaði. Þarna verður ríkisstjórn að leika lykilhlutverk og taka ábyrgð á þróun húsnæðismarkaðarins í heild.“ Lokun ehf-gats og hækkun fjármagnstekjuskatts Varðandi kjaramálin segir í tilkynningu að flokkurinn hyggist ná aftur stjórn á fjármálum ríkisins með ýmsum aðgerðum. Þar á meðal er að taka upp svokallaða stöðugleikareglu um jafnvægi tekna og rekstrarútgjala. Þá er lagt til að ehf-gatinu svokallaða verði lokað með aðferðum sem tíðskist á hinum Norðurlöndum til að koma í veg fyrir að launatekjur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur. „Hækkum fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25% en uppfærum frítekjumark vaxtatekna með hliðsjón af verðbólguþróun svo skattbyrði millitekjuhópa haldist óbreytt,“ segir í framkvæmdaplaninu. Samfylkingin Húsnæðismál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira
Í tilkynningu segir að um sé að ræða áætlun um að ná niður vöxtum á Íslandi með ábyrgri hagstjórn, aukinni festu í ríkisfjármálum og kerfisbreytingum til að skapa jafnvægi á húsnæðismarkaði. „Þetta er þriðja og síðasta útspilið í raun, núna í húsnæðis- og kjaramálum. Við höfum verið í sex mánuði núna í þessari vinnu og búin að funda með fólki um allt land. Hér leggjum við áherslu á þrjú lykilverkefni í nýrri ríkisstjórn,“ segir Kristrún í samtali við Vísi og bætir við: „Ef við náum að lækka vexti og draga úr spennu á húsnæðismarkaði, þá skapar það auðvitað líka svigrúm til að fara í aðgerðir sem snúa að barnafjölskyldum og fólki sem reiðir sig á greiðslur úr almannatryggingakerfi og þess háttar.“ Mikilvægt að ná stjórn á Airbnb Varðandi bráðaaðgerðirnar segir Kristrún þær snúa að því að tryggja að fleiri íbúðir nýtist sem heimili fólks. „Af því við vitum að það hefur gengið hægt að byggja. Við erum með aðgerðir til að fa íbúðir strax inn á markaðinn. Það snýr að því að taka stjórn á Airbnb og og skammtímaleigu til ferðamanna. Tryggja það að húsnæði verði fyrst og fremst heimili frekar en fjárfestingarvara.“ Frá fundinum fyrir utan Bónus á Egilsstöðum í dag.samfylkingin Ábyrgð á þróun markaðarins „Svo erum við líka að leggja fram tillögur til að breyta vannýttu atvinnuhúsnæði í íbúðir. Það er auðvitað þekkt fyrirbrigði að fólk er að búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði, í oft mjög lélegum aðstæðum. Við viljum skapa hvata til þess umbreyta þessu húsnæði í almennilegar íbúðir þar sem enginn afsláttur er gefinn á brunavörnum og öryggiskröfum.“ Kristrún segir flokkinn jafnframt tala fyrir kerfisbreytingum til lengri tíma á húsnæðismarkaði. „Þar sem ríkið kemur inn og hjálpar sveitarfélögum að standa straum af miklum innviðakostnaði sem fylgir því að brjóta nýtt land. Og draga þannig úr heildarkostnaði við uppbyggingu húsnæðis. Síðan snýst þetta um að að einfalda skipulagsferlið og draga úr byggingarkostnaði. Þarna verður ríkisstjórn að leika lykilhlutverk og taka ábyrgð á þróun húsnæðismarkaðarins í heild.“ Lokun ehf-gats og hækkun fjármagnstekjuskatts Varðandi kjaramálin segir í tilkynningu að flokkurinn hyggist ná aftur stjórn á fjármálum ríkisins með ýmsum aðgerðum. Þar á meðal er að taka upp svokallaða stöðugleikareglu um jafnvægi tekna og rekstrarútgjala. Þá er lagt til að ehf-gatinu svokallaða verði lokað með aðferðum sem tíðskist á hinum Norðurlöndum til að koma í veg fyrir að launatekjur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur. „Hækkum fjármagnstekjuskatt úr 22% í 25% en uppfærum frítekjumark vaxtatekna með hliðsjón af verðbólguþróun svo skattbyrði millitekjuhópa haldist óbreytt,“ segir í framkvæmdaplaninu.
Samfylkingin Húsnæðismál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Sjá meira