Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. október 2024 16:32 Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Hann vonast til þess að fjárlög hans verði samþykkt 18-.19. nóvember næstkomandi með aðhaldi. það muni auka líkur á stýrivaxtalækkun. vísir/vilhelm Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur hjöðnun verbólgu, umfram það sem Seðlabankinn spáði í ágúst, auka líkur á því að bankinn lækki vexti við ákvörðun í nóvember. Hjöðnunin var drifin áfram af minni hækkun húsnæðis og segir ráðuneytið segir að spenna á húsnæðismarkaði virðist loks fara minnkandi. Í morgun var greint frá því að verðbólga hefði hjaðnað um 0,3 prósentustig og mælist nú 5,1 prósent. Vísitala neysluverðs hækkar um 0,28 prósent frá fyrri mánuði, svipað og vísitala neysluverðs án húsnæðis sem hækkar um 0,29 prósent frá október 2024. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að hraðari hjöðnun verðbólgu hafi stutt við þá ákvörðun peningastefnunefndar að lækka vexti í október, þegar stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta og eru nú 9 prósent. „Næsta ákvörðun peningastefnunefndar verður kynnt 20. nóvember næstkomandi. Það að verðbólga minnki nú áfram, og sé umtalsvert lægri en Seðlabankinn spáði í ágúst að hún yrði að meðaltali á 4. ársfjórðungi (5,8%), eykur líkurnar á því að vextir verði aftur lækkaðir í nóvember.“ Á móti vegi óvissa um aðhaldsstig ríkisfjármála. „Verði fjárlög afgreidd með því aðhaldi sem boðað er í fjárlagafrumvarpi áður en peningastefnunefnd kemur saman 18.-19. nóvember er sú óvissa minni.“ Tekið er fram að húsnæðisliðurinn hafi vegið þyngst til lækkunar á árstakti verðbólgu. „Húsnæði í vísitölu neysluverðs hækkaði um 0,19% á milli mánaða; reiknuð húsaleiga hefur ekki hækkað minna í um eitt ár. Spenna á húsnæðismarkaði virðist hafa minnkað undanfarið eftir því sem áhrif vegna Grindavíkur fjara út og uppsöfnuð áhrif vaxtahækkana og almennrar kólnunar hagkerfisins bíta í meiri mæli.“ „Enn er mikið framboð íbúða til sölu og fjöldi nýbyggðra íbúða er svipaður það sem af er ári eins og í fyrra á sama tíma og dregið hefur úr aðflutningi fólks til landsins. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað tvo mánuði í röð, að vísu í kjölfar mikilla hækkana á fyrri helmingi ársins. Áhrifa þess í húsnæðislið VNV gætir með töf.“ Fjármál heimilisins Seðlabankinn Verðlag Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Í morgun var greint frá því að verðbólga hefði hjaðnað um 0,3 prósentustig og mælist nú 5,1 prósent. Vísitala neysluverðs hækkar um 0,28 prósent frá fyrri mánuði, svipað og vísitala neysluverðs án húsnæðis sem hækkar um 0,29 prósent frá október 2024. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að hraðari hjöðnun verðbólgu hafi stutt við þá ákvörðun peningastefnunefndar að lækka vexti í október, þegar stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta og eru nú 9 prósent. „Næsta ákvörðun peningastefnunefndar verður kynnt 20. nóvember næstkomandi. Það að verðbólga minnki nú áfram, og sé umtalsvert lægri en Seðlabankinn spáði í ágúst að hún yrði að meðaltali á 4. ársfjórðungi (5,8%), eykur líkurnar á því að vextir verði aftur lækkaðir í nóvember.“ Á móti vegi óvissa um aðhaldsstig ríkisfjármála. „Verði fjárlög afgreidd með því aðhaldi sem boðað er í fjárlagafrumvarpi áður en peningastefnunefnd kemur saman 18.-19. nóvember er sú óvissa minni.“ Tekið er fram að húsnæðisliðurinn hafi vegið þyngst til lækkunar á árstakti verðbólgu. „Húsnæði í vísitölu neysluverðs hækkaði um 0,19% á milli mánaða; reiknuð húsaleiga hefur ekki hækkað minna í um eitt ár. Spenna á húsnæðismarkaði virðist hafa minnkað undanfarið eftir því sem áhrif vegna Grindavíkur fjara út og uppsöfnuð áhrif vaxtahækkana og almennrar kólnunar hagkerfisins bíta í meiri mæli.“ „Enn er mikið framboð íbúða til sölu og fjöldi nýbyggðra íbúða er svipaður það sem af er ári eins og í fyrra á sama tíma og dregið hefur úr aðflutningi fólks til landsins. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað tvo mánuði í röð, að vísu í kjölfar mikilla hækkana á fyrri helmingi ársins. Áhrifa þess í húsnæðislið VNV gætir með töf.“
Fjármál heimilisins Seðlabankinn Verðlag Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira