Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2024 19:02 Magnús Óli Magnússon í leiknum í kvöld. Vísir/Anton Brink Valur mátti þola fimm marka tap er liðið tók á móti MT Melsungen, toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, í fjórðu umferð Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld, 28-33. Óhætt er að segja að Valsmenn hafi farið hægt af stað og gestirnir í Melsungen gengu á lagið. Elvar Örn Jónsson skoraði fyrsta mark leiksins og eftir tæplega tíu mínútna leik var staðan orðin 1-7, gestunum í vil. Valsmenn vöknuðu hins vegar til lífsins og héldu í við gestina næstu mínútur. Óskar Bjarni Óskarsson tók tvö leikhlé í fyrri hálfleik og eftir það seinna fór Valsliðið í aggressíva 3:3 vörn sem skilaði nokkrum snöggum mörkum. Hægt og rólega minnkuðu Valsmenn muninn og voru búnir að minnka niður í tvö mörk þegar komið var að lokamínútu fyrri hálfleiks. Gestirnir nældu sér þá í tveggja mínútna brottvísun í seinustu sókn sinni í fyrri hálfleik fyrir að vera með of marga leikmenn inni á vellinum og Valsmenn minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hlé, staðan 15-16 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Ekki er annað hægt að segja en að Valsmenn hafi gefið þýska toppliðinu alvöru leik í seinni hálfleik. Ísak Gústafsson, sem skoraði sex mörk fyrir Val, kom heimamönnum yfir í 19-18 þegar seinni hálfleikur var rétt rúmlega fimm mínútna gamall. Liðin skiptust á að skora næstu mínútur, en gestirnir náðu yfirhöndinni á ný þegar um stundarfjórðungur var eftir. Valsliðið náði að jafna einu sinni í viðbót eftir það, en Melsungen seig fram úr á lokamínútunum og það var við hæfi að Arnar Freyr Arnarsson skildi skora síðasta mark leiksins og tryggja Melsungen fimm marka sigur, 28-33. Arnar Freyr Arnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Melsungen.Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Óhætt er að segja að útlitið hafi verið svart fyrir Valsmenn í upphafi leiks. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari liðsins, tók annað leikhlé liðsins eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og skipaði sínum mönnum að spila aggressíva 3:3 vörn. Það kom gestunum í opna skjöldu og gerði Valsmönnum kleift að koma sér aftur inn í leikinn og búa til spennu gegn þýska stórliðinu. Stjörnur og skúrkar Ísak Gústafsson átti frábæra innkomu fyrir Val í kvöld. Hann endaði með sex mörk úr níu skotum, en á þeim tímapunkti sem Valsmenn voru að snúa leiknum við kom hann inn af bekknum og skoraði fjögur mörk og dró vagninn á mikilvægum tímapunkti. Þá átti Úlfar Páll Monsi Þórðarson einnig virkilega góðan leik fyrir Val eftir erfiða byrjun hans og endaði með átta mörk, þar af fjögur af vítalínunni. Úlfar Páll Monsi Þórðarson kom sér á skrið eftir erfiða byrjun.Vísir/Anton Brink Hins vegar er erfitt að velja skúrka úr liði Vals eftir leik þar sem liðið veitti toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar harða samkeppni. Fáir áttu góðar mínútur í upphafi leiks, en snéru genginu við og fundu taktinn eftir því sem leið á. Dómararnir Pólsku dómararnir Jakub Jerlecki og Maciej Labun þurftu ekki að taka margar stórar ákvarðanir í kvöld. Það er alltaf hægt að týna til einstaka atriði, en heilt yfir komust þeir vel frá verkefninu. Stemning og umgjörð Eins og svo oft áður var allt upp á tíu þegar kemur að umgjörð Valsmanna. Fan Zone bæði fyrir börn og fullorðna og vel að öllu staðið í kringum leikinn. Stemningin var hins vegar ekki ærandi í N1-höllinni í kvöld og færri áhorfendur á pöllunum en maður hefði gert ráð fyrir. Þegar topplið þýsku úrvalsdeildarinnar, með tvo Íslendinga innanborðs, mætir á svæðið gerir maður kröfu um að það sé fullur kofi. Hvort það sé eitthvað við Valsmenn að sakast í þeim efnum er hins vegar annað mál. Maður myndi halda að handboltaáhugafólk almennt myndi fjölmenna á leik sem þennann. Evrópudeild karla í handbolta Valur
Valur mátti þola fimm marka tap er liðið tók á móti MT Melsungen, toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, í fjórðu umferð Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld, 28-33. Óhætt er að segja að Valsmenn hafi farið hægt af stað og gestirnir í Melsungen gengu á lagið. Elvar Örn Jónsson skoraði fyrsta mark leiksins og eftir tæplega tíu mínútna leik var staðan orðin 1-7, gestunum í vil. Valsmenn vöknuðu hins vegar til lífsins og héldu í við gestina næstu mínútur. Óskar Bjarni Óskarsson tók tvö leikhlé í fyrri hálfleik og eftir það seinna fór Valsliðið í aggressíva 3:3 vörn sem skilaði nokkrum snöggum mörkum. Hægt og rólega minnkuðu Valsmenn muninn og voru búnir að minnka niður í tvö mörk þegar komið var að lokamínútu fyrri hálfleiks. Gestirnir nældu sér þá í tveggja mínútna brottvísun í seinustu sókn sinni í fyrri hálfleik fyrir að vera með of marga leikmenn inni á vellinum og Valsmenn minnkuðu muninn í eitt mark fyrir hlé, staðan 15-16 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Ekki er annað hægt að segja en að Valsmenn hafi gefið þýska toppliðinu alvöru leik í seinni hálfleik. Ísak Gústafsson, sem skoraði sex mörk fyrir Val, kom heimamönnum yfir í 19-18 þegar seinni hálfleikur var rétt rúmlega fimm mínútna gamall. Liðin skiptust á að skora næstu mínútur, en gestirnir náðu yfirhöndinni á ný þegar um stundarfjórðungur var eftir. Valsliðið náði að jafna einu sinni í viðbót eftir það, en Melsungen seig fram úr á lokamínútunum og það var við hæfi að Arnar Freyr Arnarsson skildi skora síðasta mark leiksins og tryggja Melsungen fimm marka sigur, 28-33. Arnar Freyr Arnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Melsungen.Vísir/Anton Brink Atvik leiksins Óhætt er að segja að útlitið hafi verið svart fyrir Valsmenn í upphafi leiks. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari liðsins, tók annað leikhlé liðsins eftir rúmlega tuttugu mínútna leik og skipaði sínum mönnum að spila aggressíva 3:3 vörn. Það kom gestunum í opna skjöldu og gerði Valsmönnum kleift að koma sér aftur inn í leikinn og búa til spennu gegn þýska stórliðinu. Stjörnur og skúrkar Ísak Gústafsson átti frábæra innkomu fyrir Val í kvöld. Hann endaði með sex mörk úr níu skotum, en á þeim tímapunkti sem Valsmenn voru að snúa leiknum við kom hann inn af bekknum og skoraði fjögur mörk og dró vagninn á mikilvægum tímapunkti. Þá átti Úlfar Páll Monsi Þórðarson einnig virkilega góðan leik fyrir Val eftir erfiða byrjun hans og endaði með átta mörk, þar af fjögur af vítalínunni. Úlfar Páll Monsi Þórðarson kom sér á skrið eftir erfiða byrjun.Vísir/Anton Brink Hins vegar er erfitt að velja skúrka úr liði Vals eftir leik þar sem liðið veitti toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar harða samkeppni. Fáir áttu góðar mínútur í upphafi leiks, en snéru genginu við og fundu taktinn eftir því sem leið á. Dómararnir Pólsku dómararnir Jakub Jerlecki og Maciej Labun þurftu ekki að taka margar stórar ákvarðanir í kvöld. Það er alltaf hægt að týna til einstaka atriði, en heilt yfir komust þeir vel frá verkefninu. Stemning og umgjörð Eins og svo oft áður var allt upp á tíu þegar kemur að umgjörð Valsmanna. Fan Zone bæði fyrir börn og fullorðna og vel að öllu staðið í kringum leikinn. Stemningin var hins vegar ekki ærandi í N1-höllinni í kvöld og færri áhorfendur á pöllunum en maður hefði gert ráð fyrir. Þegar topplið þýsku úrvalsdeildarinnar, með tvo Íslendinga innanborðs, mætir á svæðið gerir maður kröfu um að það sé fullur kofi. Hvort það sé eitthvað við Valsmenn að sakast í þeim efnum er hins vegar annað mál. Maður myndi halda að handboltaáhugafólk almennt myndi fjölmenna á leik sem þennann.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti