Á annan milljarð í þjálfun, búnað og hergögn fyrir Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2024 06:01 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, (t.h.) með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, á Þingvöllum. Það var Bjarni sem sat leiðtogafund NATO í sumar þar sem ákveðið var að auka varnartengdan stuðning við Úkraínu. Vísir/Vilhelm Einn og hálfur milljarður króna í aukinn stuðning við Úkraínu í fjáraukalögum á að mæta kostnaði við auknar skuldbindingar Íslands sem samið var um á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í sumar. Stuðningurinn fer áfram í þjálfun, kaup á búnaði og hergögnum og framlögum í sjóði sem styðja varnir Úkraínu. Leiðtogar NATO-ríkja samþykktu að verja að lágmarki fjörutíu milljörðum evra á ári í varnartengdan stuðning við Úkraínu á fundi þeirra í Washington-borg í júlí. Hlutdeild Íslands í stuðningnum á að nema 0,66 prósentum eða að lágmarki 3,7 milljörðum króna samkvæmt svari utanríkisráðuneytisins við skriflegri fyrirspurn Vísis. Kostnaðurinn við aðstoðina skiptist niður á ríki í samræmi við hlutdeild þeirra í sameiginlegum sjóðum NATO sem tekur mið af vergri landsframleiðslu ríkjanna. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sat fundinn fyrir hönd Íslands. Til þess að mæta hluta kostnaðarins við þessar auknu skuldbindingar Íslands og þingsályktun um stefnu um stuðning Íslands við Úkraínu næstu fjögur árin sem Alþingi samþykkti í vor er lagt til að einum og hálfum milljarði króna verði varið aukalega til varnartengds stuðnings við Úkraínu í fjáraukalögunum sem voru lögð fram í síðustu viku. Þegar var gert ráð fyrir 750 milljónum króna til varnartengdra verkefna í fjárlögum ársins. Varnartengdur stuðningur Íslands við Úkraínu mun áfram beinast að þjálfunarverkefnum, kaupum á búnaði og hergögnum og framlögum í fjölþjóðlega sjóði eða verkefni til stuðnings varnarbaráttu Úkraínu í samræmi við ályktun Alþingis um stuðninginn, að því er kemur fram í svari ráðuneytisins. Frumvarpið að fjáraukalögum var sent til fjárlaganefndar eftir að fyrstu umræðu um það lauk á fimmtudaginn 24. október. Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Alþingi NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Öryggis- og varnarmál Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira
Leiðtogar NATO-ríkja samþykktu að verja að lágmarki fjörutíu milljörðum evra á ári í varnartengdan stuðning við Úkraínu á fundi þeirra í Washington-borg í júlí. Hlutdeild Íslands í stuðningnum á að nema 0,66 prósentum eða að lágmarki 3,7 milljörðum króna samkvæmt svari utanríkisráðuneytisins við skriflegri fyrirspurn Vísis. Kostnaðurinn við aðstoðina skiptist niður á ríki í samræmi við hlutdeild þeirra í sameiginlegum sjóðum NATO sem tekur mið af vergri landsframleiðslu ríkjanna. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sat fundinn fyrir hönd Íslands. Til þess að mæta hluta kostnaðarins við þessar auknu skuldbindingar Íslands og þingsályktun um stefnu um stuðning Íslands við Úkraínu næstu fjögur árin sem Alþingi samþykkti í vor er lagt til að einum og hálfum milljarði króna verði varið aukalega til varnartengds stuðnings við Úkraínu í fjáraukalögunum sem voru lögð fram í síðustu viku. Þegar var gert ráð fyrir 750 milljónum króna til varnartengdra verkefna í fjárlögum ársins. Varnartengdur stuðningur Íslands við Úkraínu mun áfram beinast að þjálfunarverkefnum, kaupum á búnaði og hergögnum og framlögum í fjölþjóðlega sjóði eða verkefni til stuðnings varnarbaráttu Úkraínu í samræmi við ályktun Alþingis um stuðninginn, að því er kemur fram í svari ráðuneytisins. Frumvarpið að fjáraukalögum var sent til fjárlaganefndar eftir að fyrstu umræðu um það lauk á fimmtudaginn 24. október.
Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Alþingi NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Öryggis- og varnarmál Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira