Á annan milljarð í þjálfun, búnað og hergögn fyrir Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2024 06:01 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, (t.h.) með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, á Þingvöllum. Það var Bjarni sem sat leiðtogafund NATO í sumar þar sem ákveðið var að auka varnartengdan stuðning við Úkraínu. Vísir/Vilhelm Einn og hálfur milljarður króna í aukinn stuðning við Úkraínu í fjáraukalögum á að mæta kostnaði við auknar skuldbindingar Íslands sem samið var um á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í sumar. Stuðningurinn fer áfram í þjálfun, kaup á búnaði og hergögnum og framlögum í sjóði sem styðja varnir Úkraínu. Leiðtogar NATO-ríkja samþykktu að verja að lágmarki fjörutíu milljörðum evra á ári í varnartengdan stuðning við Úkraínu á fundi þeirra í Washington-borg í júlí. Hlutdeild Íslands í stuðningnum á að nema 0,66 prósentum eða að lágmarki 3,7 milljörðum króna samkvæmt svari utanríkisráðuneytisins við skriflegri fyrirspurn Vísis. Kostnaðurinn við aðstoðina skiptist niður á ríki í samræmi við hlutdeild þeirra í sameiginlegum sjóðum NATO sem tekur mið af vergri landsframleiðslu ríkjanna. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sat fundinn fyrir hönd Íslands. Til þess að mæta hluta kostnaðarins við þessar auknu skuldbindingar Íslands og þingsályktun um stefnu um stuðning Íslands við Úkraínu næstu fjögur árin sem Alþingi samþykkti í vor er lagt til að einum og hálfum milljarði króna verði varið aukalega til varnartengds stuðnings við Úkraínu í fjáraukalögunum sem voru lögð fram í síðustu viku. Þegar var gert ráð fyrir 750 milljónum króna til varnartengdra verkefna í fjárlögum ársins. Varnartengdur stuðningur Íslands við Úkraínu mun áfram beinast að þjálfunarverkefnum, kaupum á búnaði og hergögnum og framlögum í fjölþjóðlega sjóði eða verkefni til stuðnings varnarbaráttu Úkraínu í samræmi við ályktun Alþingis um stuðninginn, að því er kemur fram í svari ráðuneytisins. Frumvarpið að fjáraukalögum var sent til fjárlaganefndar eftir að fyrstu umræðu um það lauk á fimmtudaginn 24. október. Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Alþingi NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Öryggis- og varnarmál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Leiðtogar NATO-ríkja samþykktu að verja að lágmarki fjörutíu milljörðum evra á ári í varnartengdan stuðning við Úkraínu á fundi þeirra í Washington-borg í júlí. Hlutdeild Íslands í stuðningnum á að nema 0,66 prósentum eða að lágmarki 3,7 milljörðum króna samkvæmt svari utanríkisráðuneytisins við skriflegri fyrirspurn Vísis. Kostnaðurinn við aðstoðina skiptist niður á ríki í samræmi við hlutdeild þeirra í sameiginlegum sjóðum NATO sem tekur mið af vergri landsframleiðslu ríkjanna. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sat fundinn fyrir hönd Íslands. Til þess að mæta hluta kostnaðarins við þessar auknu skuldbindingar Íslands og þingsályktun um stefnu um stuðning Íslands við Úkraínu næstu fjögur árin sem Alþingi samþykkti í vor er lagt til að einum og hálfum milljarði króna verði varið aukalega til varnartengds stuðnings við Úkraínu í fjáraukalögunum sem voru lögð fram í síðustu viku. Þegar var gert ráð fyrir 750 milljónum króna til varnartengdra verkefna í fjárlögum ársins. Varnartengdur stuðningur Íslands við Úkraínu mun áfram beinast að þjálfunarverkefnum, kaupum á búnaði og hergögnum og framlögum í fjölþjóðlega sjóði eða verkefni til stuðnings varnarbaráttu Úkraínu í samræmi við ályktun Alþingis um stuðninginn, að því er kemur fram í svari ráðuneytisins. Frumvarpið að fjáraukalögum var sent til fjárlaganefndar eftir að fyrstu umræðu um það lauk á fimmtudaginn 24. október.
Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Alþingi NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjárlagafrumvarp 2025 Öryggis- og varnarmál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira