„Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. október 2024 13:58 Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, í Smiðju í dag. Vísir/Vilhelm Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ekki geta gert þá kröfu að fólk sem flúið hefur landið vegna innrásar Rússlands snúi aftur til þess að aðstoða í baráttunni. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Selenskí hélt í Smiðju, skrifstofubyggingu Alþingis, í dag. Selenskí er staddur á landinu vegna þings Norðurlandaráðs sem nú fer fram. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, spurði Selenskí þar hvort hann myndi vilja að hluti þeirra Úkraínumanna sem flúð hafa landið myndu snúa til baka, til þess að hjálpa til í baráttunni við innrásarher Rússlands. Sameinuðu þjóðirnar áætla að íbúum í Úkraínu hafi fækkað um tíu milljónir frá því stríðið hófst, þann 24. október 2022. Getur sent hávær skilaboð „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka,“ sagði Selenskí. „Ég get sent hávær skilaboð til Úkraínumanna utan landsteinana um að koma til að starfa í varnargeiranum, aðstoða hermenn okkar og borga skatta. Það get ég gert, og með ánægju. Auðvitað þurfum við aðstoð þeirra, en ekki allra.“ Selenskí benti á að stór hluti þeirra sem flúið hefðu væru gamalmenni eða fólk sem hefði misst heimili sín. „Ég vil ekki þrýsta á þetta fólk, því ef það kemur til baka mun það ekki hjálpa. Það getur það ekki.“ Börnin séu hetjur Selenskí sagði það sama gilda um börn og fjölskyldur þeirra. Hann sagði börn í Úkraínu nú sum ganga í skóla neðanjarðar vegna stríðsátakanna, og sagði þau hetjur. „En ég get ekki þrýst á að fjölskyldur með börn komi til baka. Stríðið gaf fólki margar ástæður til að fara, og þær voru ekki komnar til af góðu. Þess vegna get ég ekki þrýst á þau að koma til baka.“ Hann benti á að margar fjölskyldur utan Úkraínu hefðu misst fjölskyldufeður, sem hefðu orðið eftir í Úkraínu til að berjast á vígvellinum. „Það er synd, og ég sendi þeim samúðarkveðjur mínar. En það eru margar fjölskyldur þarna úti hverrar fjölskyldufeður hefur verið drepinn af Rússum. Þeir björguðu landinu okkar, það er satt. Börnin þeirra munu ekki gleyma þeim, og það gerum við ekki heldur. En sjáið til, þarna eru mismunandi aðstæður, mismunandi fjölskyldur, mismunandi ástæður.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Tengdar fréttir Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Selenskí hélt í Smiðju, skrifstofubyggingu Alþingis, í dag. Selenskí er staddur á landinu vegna þings Norðurlandaráðs sem nú fer fram. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, spurði Selenskí þar hvort hann myndi vilja að hluti þeirra Úkraínumanna sem flúð hafa landið myndu snúa til baka, til þess að hjálpa til í baráttunni við innrásarher Rússlands. Sameinuðu þjóðirnar áætla að íbúum í Úkraínu hafi fækkað um tíu milljónir frá því stríðið hófst, þann 24. október 2022. Getur sent hávær skilaboð „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka,“ sagði Selenskí. „Ég get sent hávær skilaboð til Úkraínumanna utan landsteinana um að koma til að starfa í varnargeiranum, aðstoða hermenn okkar og borga skatta. Það get ég gert, og með ánægju. Auðvitað þurfum við aðstoð þeirra, en ekki allra.“ Selenskí benti á að stór hluti þeirra sem flúið hefðu væru gamalmenni eða fólk sem hefði misst heimili sín. „Ég vil ekki þrýsta á þetta fólk, því ef það kemur til baka mun það ekki hjálpa. Það getur það ekki.“ Börnin séu hetjur Selenskí sagði það sama gilda um börn og fjölskyldur þeirra. Hann sagði börn í Úkraínu nú sum ganga í skóla neðanjarðar vegna stríðsátakanna, og sagði þau hetjur. „En ég get ekki þrýst á að fjölskyldur með börn komi til baka. Stríðið gaf fólki margar ástæður til að fara, og þær voru ekki komnar til af góðu. Þess vegna get ég ekki þrýst á þau að koma til baka.“ Hann benti á að margar fjölskyldur utan Úkraínu hefðu misst fjölskyldufeður, sem hefðu orðið eftir í Úkraínu til að berjast á vígvellinum. „Það er synd, og ég sendi þeim samúðarkveðjur mínar. En það eru margar fjölskyldur þarna úti hverrar fjölskyldufeður hefur verið drepinn af Rússum. Þeir björguðu landinu okkar, það er satt. Börnin þeirra munu ekki gleyma þeim, og það gerum við ekki heldur. En sjáið til, þarna eru mismunandi aðstæður, mismunandi fjölskyldur, mismunandi ástæður.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Tengdar fréttir Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06
Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18