Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Aron Guðmundsson skrifar 29. október 2024 09:31 Arnór Sveinn hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna eftir farsælan feril og gert það sem öllum knattspyrnumönnum dreymir um að fá að gera. Að hætta á eigin forsendum, sáttur í eigin skinni með ferilinn. Nú taka við nýjir og spennandi tímar í þjálfarateymi Íslandsmeistaraliðs Breiðabliks Mynd: Breiðablik „Ég hef náð öllu því sem ég vildi úr ferlinum," segir nýkrýndi Íslandsmeistarinn með Breiðabliki, Arnór Sveinn Aðalsteinsson sem hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og taka við starfi aðstoðarþjálfara hjá Íslandsmeistaraliðinu. Arnór er sáttur í eigin skinni með ákvörðunina og reiðubúinn til þess að gefa allt sem hann á í nýja starfið. Eins og alþjóð veit varð Breiðablik Íslandsmeistari á mánudagskvöldið síðastliðið eftir 3-0 sigur á Víkingi Reykjavík í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á Víkingsvelli og þar fylgdist einn af dyggustu þjónum liðsins, Arnór Sveinn, með samherjum sínum og væntanlegum leikmönnum, stoltur sökum frábærrar frammistöðu Breiðabliks. „Það er hægt að vinna leiki, svo er hægt að vinna leiki eins og við gerðum það í gegn Víkingum. Við stóðum svo þétt saman í leikplaninu ef svo má segja. Vorum tilbúnir að deyja fyrir hvorn annan. Það var gríðarlega fallegt að sjá það. Þetta gerði líka mikið fyrir félagið og fólkið sem að því stendur. Frábær dagur.“ Ég held ég geti orðað þetta á þann veg að ég sé búinn að ná öllu út úr ferlinum sem mig langar að ná út úr honum. Ég er ekki að tala um leiki, titla eða eitthvað slíkt. Ég er að tala um einhvers konar þroska sem mér finnst ég hafa náð úr ferlinum. Arnór Sveinn Ákváðu að gera þetta á sínum forsendum Frábær endir á tímabilinu fyrir lið Breiðabliks sem hafði verið nær óstöðvandi hér heima fyrir frá því undir lok júnímánaðar en það var á þeim tímapunkti sem greina mátti breytingu hjá liðinu í kjölfar ósigurs gegn FH í Kaplakrika í tólftu umferð Bestu deildarinnar. Blikar lentu undir í baráttunni við FH í Bestu deildinni undir lok júnímánaðar. Það reyndist síðasta tap liðsins í Bestu deildinni.Vísir/Diego „Í raun tók við breytt þessa nálgun eftir tapið gegn FH í Kaplakrika. Leik þar sem að við hættum að vera við og töpum leiknum. Eftir þannig leik ertu með óbragð í munninum og við eiginlega lofuðum sjálfum okkur því frá þeirri stundu að núna skyldum við gera þetta á okkar eigin forsendum. Vera hugrakkir á boltanum, spila í gegnum liðin og pressa í gegnum þau. Stíga hátt á þau. Vera bara við og falla þá á eigin sverði ef svo ber undir. Svo gengur þetta náttúrulega upp hjá okkur og þegar að þetta gengur upp þá ertu miklu stoltari af árangrinum sem kemur í kjölfarið.“ Einkenni sem sýndu sig svo sannarlega í úrslitaleiknum gegn Víkingum þar sem að Blikar voru fastir fyrir, harðir í horn að taka og pressuðu Víkinga hátt. Stundin þegar að dómarinn flautaði til leiksloka og Íslandsmeistaratitillinn varð Blika eftirminnileg í meira lagi fyrir Arnór og liðsfélaga hans. Sannur maður sem trúir á það sem hann leggur á borðið Um var að ræða fyrsta tímabil Breiðabliks undir stjórn Halldórs Árnasonar sem að tók við sem þjálfari liðsins eftir brotthvarf Óskars Hrafns en Halldór hafði verið aðstoðarþjálfari í hans þjálfarateymi. Íslandsmeistaratitill á fyrsta ári í starfi aðalþjálfara er frábær árangur og ber Arnór honum Halldóri vel söguna. Halldór Árnason, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Breiðabliks.vísir / PAWEL „Það kannski breyttist ekkert endilega mikið eftir að hann tók við. Það eru svipaðar áherslur en Halldór er náttúrulega bara fyrst og fremst algjör fagmaður. Útsjónarsamur, duglegur og búinn að pæla í öllu. Svo er hann bara sannur. Menn kaupa hann og Halldór er ekki að segja neitt nema það sem að hann trúir á sjálfur. Hann er rosalega stöðugur í sinni vinnu og þessi vika í aðdraganda úrslitaleiksins gegn Víkingum bar þess merki. Við vorum bara að gera nákvæmlega það sama og áður. Hann í rauninni heldur áfram þessari velgengni sem hefur verið byggt á. Gerir það gríðarlega vel.“ Orðinn sáttur Og nú er komið að tímamótum hjá hinum 38 ára gamla Arnóri sem eftir farsælan feril hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Feril sem meðal annars inniheldur þrjá Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratitil og 255 leiki í efstu deild fyrir bæði Breiðablik og KR þá varði Arnór einnig tíma í Noregi sem atvinnumaður hjá liði Hønefoss BK. Framundan nýtt starf sem aðstoðarþjálfari í þjálfarateymi Breiðabliks þar sem að Arnór tekur við stöðu fráfarandi aðstoðarþjálfarans Eyjólfs Héðinssonar sem hverfur til annarra starfa hjá Breiðabliki. Ákvörðun Arnórs, sem snýr að því að leggja skóna á hilluna, á sér aðdraganda. Arnór með fyrirliðabandið í leik með Breiðabliki á sínum tíma.vísir/andri marinó „Í rauninni fer ég að leiða hugann að þessu eftir síðasta tímabil. Að lokum ákvað ég að taka slaginn á nýafstöðnu tímabili en þó í aðeins minna hlutverki en áður hafði verið raunin fyrir mig. Ég vissi það en ákvað tiltölulega fljótlega á þessu ári að þetta yrði mitt síðasta tímabil. Finn að ég er orðinn einhvern veginn sáttur. Sáttur með ferilinn. Finn að það er komið að þessum tímamótum innra með mér. Ég er bara tilbúinn í að taka skrefið. Það að ég skuli að vera detta inn í þjálfarateymið var ekkert inn í myndinni þá. En það eru þó algjörlega forréttindi að fá að halda áfram inn í fótboltanum. Inn í þessum klefa og í þessu félagi mínu. Það kemur ofan á þetta.“ Búinn að ná öllu út úr ferlinum Stór ákvörðun að taka eftir líf helgað fótboltanum sem leikmaður en þó ákvörðun sem Arnór Sveinn tekur á eigin forsendum, eitthvað sem hlýtur að vera draumastaða fyrir leikmann að taka. Arnór er sáttur í eigin skinni með ferilinn. „Það er komin sátt. g held ég geti orðað þetta á þann veg að ég sé búinn að ná öllu út úr ferlinum sem mig langar að ná út úr honum. Ég er ekki að tala um leiki, titla eða eitthvað slíkt. Ég er að tala um einhvers konar þroska sem mér finnst ég hafa náð úr ferlinum. Ég fer inn í fótboltaferilinn sem ungur drengur með mikla ákefð. Með barnalegar tilfinningar eins og flestir. Ég finn það núna að ég er orðinn að fullorðnari manni eftir þennan feril. Nú ætla ég bara að stíga inn í nýtt hlutverk og reyna að þroskast áfram þar.“ Arnór Sveinn Aðalsteinsson á léttu nótunum eftir úrslitaleik í bikarnum með sjálfan bikarinnMynd/Daníel „Ég hef verið að kenna undanfarin ár og hef í því starfi fundið fyrir gríðarlegri ástríðu í því starfi og sé kennara- og þjálfara starfið mjög svipuðum augum. Ég held því að ómeðvitað hafi ég stefnt á þjálfun. Bjóst kannski ekki við því að það yrði alveg strax, hvað þá á þessu gæðastigi, en ómeðvitað var ég alveg klárlega að stíga inn í þjálfun út frá þessari ástríðu sem ég hef fyrir því að lóðsa og gefa af mér út frá þeirri þekkingu sem ég hef öðlast sjálfur.“ Vill koma með allt að borðinu sem hann hefur fram að færa Áskorunin í komandi starfi er stór og mun hún felast í því að halda áfram þeirri velgengni sem unnið hefur verið að hjá Breiðabliki „Sennilega ekki síður erfitt verkefni sem nú tekur við. Það hefur verið unnið gríðarlega gott starf í Breiðabliki yfir lengri tíma núna. Mig langar að koma inn í það. Koma með allt að borðinu sem ég hef fram að færa. Vonandi höldum við áfram að taka næstu skref sem félag.“ Arnór Sveinn með Halldóri Árnasyni aðalþjálfara Breiðabliks. Arnór verður honum til halds og trausts sem aðstoðarþjálfari á næsta tímabiliMynd: Breiðablik Aðspurður hvort að hann hafi hug á því að gerast aðalþjálfari einn daginn hafði Arnór Sveinn þetta að segja: „Ég hef eiginlega alltaf nálgast hlutina þannig að ég er ekki að setja mér langtíma markmið. Ég legg bara allt í sölurnar. Geri mitt allra besta og sé svo hvað gerist. Núna er ég bara að fara stíga inn í þetta hlutverk og ætla að gefa allt sem ég á og sjá svo hvað setur. Besta deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Sjá meira
Eins og alþjóð veit varð Breiðablik Íslandsmeistari á mánudagskvöldið síðastliðið eftir 3-0 sigur á Víkingi Reykjavík í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á Víkingsvelli og þar fylgdist einn af dyggustu þjónum liðsins, Arnór Sveinn, með samherjum sínum og væntanlegum leikmönnum, stoltur sökum frábærrar frammistöðu Breiðabliks. „Það er hægt að vinna leiki, svo er hægt að vinna leiki eins og við gerðum það í gegn Víkingum. Við stóðum svo þétt saman í leikplaninu ef svo má segja. Vorum tilbúnir að deyja fyrir hvorn annan. Það var gríðarlega fallegt að sjá það. Þetta gerði líka mikið fyrir félagið og fólkið sem að því stendur. Frábær dagur.“ Ég held ég geti orðað þetta á þann veg að ég sé búinn að ná öllu út úr ferlinum sem mig langar að ná út úr honum. Ég er ekki að tala um leiki, titla eða eitthvað slíkt. Ég er að tala um einhvers konar þroska sem mér finnst ég hafa náð úr ferlinum. Arnór Sveinn Ákváðu að gera þetta á sínum forsendum Frábær endir á tímabilinu fyrir lið Breiðabliks sem hafði verið nær óstöðvandi hér heima fyrir frá því undir lok júnímánaðar en það var á þeim tímapunkti sem greina mátti breytingu hjá liðinu í kjölfar ósigurs gegn FH í Kaplakrika í tólftu umferð Bestu deildarinnar. Blikar lentu undir í baráttunni við FH í Bestu deildinni undir lok júnímánaðar. Það reyndist síðasta tap liðsins í Bestu deildinni.Vísir/Diego „Í raun tók við breytt þessa nálgun eftir tapið gegn FH í Kaplakrika. Leik þar sem að við hættum að vera við og töpum leiknum. Eftir þannig leik ertu með óbragð í munninum og við eiginlega lofuðum sjálfum okkur því frá þeirri stundu að núna skyldum við gera þetta á okkar eigin forsendum. Vera hugrakkir á boltanum, spila í gegnum liðin og pressa í gegnum þau. Stíga hátt á þau. Vera bara við og falla þá á eigin sverði ef svo ber undir. Svo gengur þetta náttúrulega upp hjá okkur og þegar að þetta gengur upp þá ertu miklu stoltari af árangrinum sem kemur í kjölfarið.“ Einkenni sem sýndu sig svo sannarlega í úrslitaleiknum gegn Víkingum þar sem að Blikar voru fastir fyrir, harðir í horn að taka og pressuðu Víkinga hátt. Stundin þegar að dómarinn flautaði til leiksloka og Íslandsmeistaratitillinn varð Blika eftirminnileg í meira lagi fyrir Arnór og liðsfélaga hans. Sannur maður sem trúir á það sem hann leggur á borðið Um var að ræða fyrsta tímabil Breiðabliks undir stjórn Halldórs Árnasonar sem að tók við sem þjálfari liðsins eftir brotthvarf Óskars Hrafns en Halldór hafði verið aðstoðarþjálfari í hans þjálfarateymi. Íslandsmeistaratitill á fyrsta ári í starfi aðalþjálfara er frábær árangur og ber Arnór honum Halldóri vel söguna. Halldór Árnason, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Breiðabliks.vísir / PAWEL „Það kannski breyttist ekkert endilega mikið eftir að hann tók við. Það eru svipaðar áherslur en Halldór er náttúrulega bara fyrst og fremst algjör fagmaður. Útsjónarsamur, duglegur og búinn að pæla í öllu. Svo er hann bara sannur. Menn kaupa hann og Halldór er ekki að segja neitt nema það sem að hann trúir á sjálfur. Hann er rosalega stöðugur í sinni vinnu og þessi vika í aðdraganda úrslitaleiksins gegn Víkingum bar þess merki. Við vorum bara að gera nákvæmlega það sama og áður. Hann í rauninni heldur áfram þessari velgengni sem hefur verið byggt á. Gerir það gríðarlega vel.“ Orðinn sáttur Og nú er komið að tímamótum hjá hinum 38 ára gamla Arnóri sem eftir farsælan feril hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Feril sem meðal annars inniheldur þrjá Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratitil og 255 leiki í efstu deild fyrir bæði Breiðablik og KR þá varði Arnór einnig tíma í Noregi sem atvinnumaður hjá liði Hønefoss BK. Framundan nýtt starf sem aðstoðarþjálfari í þjálfarateymi Breiðabliks þar sem að Arnór tekur við stöðu fráfarandi aðstoðarþjálfarans Eyjólfs Héðinssonar sem hverfur til annarra starfa hjá Breiðabliki. Ákvörðun Arnórs, sem snýr að því að leggja skóna á hilluna, á sér aðdraganda. Arnór með fyrirliðabandið í leik með Breiðabliki á sínum tíma.vísir/andri marinó „Í rauninni fer ég að leiða hugann að þessu eftir síðasta tímabil. Að lokum ákvað ég að taka slaginn á nýafstöðnu tímabili en þó í aðeins minna hlutverki en áður hafði verið raunin fyrir mig. Ég vissi það en ákvað tiltölulega fljótlega á þessu ári að þetta yrði mitt síðasta tímabil. Finn að ég er orðinn einhvern veginn sáttur. Sáttur með ferilinn. Finn að það er komið að þessum tímamótum innra með mér. Ég er bara tilbúinn í að taka skrefið. Það að ég skuli að vera detta inn í þjálfarateymið var ekkert inn í myndinni þá. En það eru þó algjörlega forréttindi að fá að halda áfram inn í fótboltanum. Inn í þessum klefa og í þessu félagi mínu. Það kemur ofan á þetta.“ Búinn að ná öllu út úr ferlinum Stór ákvörðun að taka eftir líf helgað fótboltanum sem leikmaður en þó ákvörðun sem Arnór Sveinn tekur á eigin forsendum, eitthvað sem hlýtur að vera draumastaða fyrir leikmann að taka. Arnór er sáttur í eigin skinni með ferilinn. „Það er komin sátt. g held ég geti orðað þetta á þann veg að ég sé búinn að ná öllu út úr ferlinum sem mig langar að ná út úr honum. Ég er ekki að tala um leiki, titla eða eitthvað slíkt. Ég er að tala um einhvers konar þroska sem mér finnst ég hafa náð úr ferlinum. Ég fer inn í fótboltaferilinn sem ungur drengur með mikla ákefð. Með barnalegar tilfinningar eins og flestir. Ég finn það núna að ég er orðinn að fullorðnari manni eftir þennan feril. Nú ætla ég bara að stíga inn í nýtt hlutverk og reyna að þroskast áfram þar.“ Arnór Sveinn Aðalsteinsson á léttu nótunum eftir úrslitaleik í bikarnum með sjálfan bikarinnMynd/Daníel „Ég hef verið að kenna undanfarin ár og hef í því starfi fundið fyrir gríðarlegri ástríðu í því starfi og sé kennara- og þjálfara starfið mjög svipuðum augum. Ég held því að ómeðvitað hafi ég stefnt á þjálfun. Bjóst kannski ekki við því að það yrði alveg strax, hvað þá á þessu gæðastigi, en ómeðvitað var ég alveg klárlega að stíga inn í þjálfun út frá þessari ástríðu sem ég hef fyrir því að lóðsa og gefa af mér út frá þeirri þekkingu sem ég hef öðlast sjálfur.“ Vill koma með allt að borðinu sem hann hefur fram að færa Áskorunin í komandi starfi er stór og mun hún felast í því að halda áfram þeirri velgengni sem unnið hefur verið að hjá Breiðabliki „Sennilega ekki síður erfitt verkefni sem nú tekur við. Það hefur verið unnið gríðarlega gott starf í Breiðabliki yfir lengri tíma núna. Mig langar að koma inn í það. Koma með allt að borðinu sem ég hef fram að færa. Vonandi höldum við áfram að taka næstu skref sem félag.“ Arnór Sveinn með Halldóri Árnasyni aðalþjálfara Breiðabliks. Arnór verður honum til halds og trausts sem aðstoðarþjálfari á næsta tímabiliMynd: Breiðablik Aðspurður hvort að hann hafi hug á því að gerast aðalþjálfari einn daginn hafði Arnór Sveinn þetta að segja: „Ég hef eiginlega alltaf nálgast hlutina þannig að ég er ekki að setja mér langtíma markmið. Ég legg bara allt í sölurnar. Geri mitt allra besta og sé svo hvað gerist. Núna er ég bara að fara stíga inn í þetta hlutverk og ætla að gefa allt sem ég á og sjá svo hvað setur.
Besta deild karla Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Fleiri fréttir Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Sjá meira