Bjarni fundar með forseta Úkraínu í dag Heimir Már Pétursson skrifar 28. október 2024 12:16 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fundar með Volodomyr Zelenskyy í Þingvallabænum í dag. Grafík/Heiðar Volodomyr Zelensky forseti Úkraínu fundar með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra á Þingvöllum síðdegis áður en hann á síðan sameiginlegan fund með forsætisráðherrum Norðurlandanna. Ályktun um að öryggis- og varnarmál verði formlega tekin upp í Helsinkisáttmála Norðurlandaráðs verður afgreidd á þingi þess í Reykjavík. Þing Norðurlandaráðs hefst í Reykjavík í dag undir yfirskriftinni „Friður og öryggi á norðurslóðum“ og stendur fram á fimmtudag. Í dag standa yfir fundir flokkahópa á þinginu. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu leggur mikla áherslu á að Úkraína fái sem fyrst vilyrði fyrir aðild landsins að NATO:AP/Virginia Mayo Mesta athygli vekur hins vegar koma Volodomyrs Zelenskys forseta Úkraínu til landsins í tengslum við þingið. Hann mun funda einslega með Bjarna Benediktssyni í bústað forsætisráðherraembættisins á Þingvöllum klukkan fjögur og síðan með forsætisráðherrum allra Norðurlandanna á Þingvöllum klukkan hálf sex. Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs segir ályktun liggja fyrir þinginu í Reykjavík um að öryggis- og varnarmál verði tekin með formlegum hætti upp í Helsinki sáttamálann, eða stofnsáttmála Norðurlandaráðs. Það væri hins vegar ekki nýtt á seinni árum að þau mál væru rædd á vettvangi ráðsins. Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs segir aukinn þunga hafa færst í umræður um öryggis- og varnarmál á vettvangi Norðurlandaráðs á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm „Og auðvitað sérstaklega eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þá hefur verið mikill vilji hjá norrænum þingmönnum að ræða þessi mál. Krafa um aukið samstarf á milli norrænu landanna hvað varðar öryggis- og varnarmál í víðu samhengi,“ segir Bryndís. Verði ályktunin samþykkt fari hún til ríkisstjórna landanna og síðan þurfi að leggja hana fyrir hvert og eitt þjóðþing Norðurlandanna. Bryndís segir aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu hafa umbylt umræðunni um varnar- og öryggismál á Norðurlöndum og umræðan aukist til muna. „Og þegar við erum að tala um öryggismál erum við líka að tala um breiða vídd í því. Við erum líka að tala um samfélagsöryggi. Aðstoð við hvert annað þegar eitthvað skellur á, hvort sem það kunni að vera gróðureldar eða náttúruhamfarir að öðru leyti, og eins og þegar við gengum í gegnum covid og þess háttar. Það er alveg ljóst að norrænir þingmenn vilja öflugt norrænt samstarf þegar kemur að þessum málum,“ segir Bryndís. Vopnaðir lögreglumenn á Austurvelli í morgunsárið.Vísir/vilhelm Zelensky mun einnig ávarpa Norðurlandaráðsþingið. „Já, við erum ofboðslega stolt af því að fá hann sem gest inn á þing Norðurlandaráðs og hann mun ávarpa hér þinggesti á morgun,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs. Fjölmörg önnur mál verði rædd á þinginu eins og öryggi og friður á Norðruslóðum og búast megi við fjölda tillagna til afgreiðslu þingsins frá nefndum þess. Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Alþingi Öryggis- og varnarmál NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslandsvinir Tengdar fréttir Aukin netöryggisógn, götulokanir og vopnuð lögregla á Íslandi næstu daga Aukin netöryggisógn beinist að Íslandi í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem hefst á morgun. Viðbúnaðarstig lögreglu verður hækkað og verður mikill öryggisviðbúnaður og götulokanir á afmörkuðum svæðum. Úkraínuforseti verður meðal gesta sem kallar á aukinn viðbúnað. 27. október 2024 19:39 Selenskí kemur til Íslands á morgun Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti, er væntanlegur til Íslands á morgun. Hér mun hann meðal annars funda með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, taka þátt í leiðtogafundi með forsætisráðherrum Norðurlandanna og mun hann flytja sérstakt ávarp í tengslum við Norðurlandaráðsþing. 27. október 2024 15:00 Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár. 27. október 2024 12:40 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Þing Norðurlandaráðs hefst í Reykjavík í dag undir yfirskriftinni „Friður og öryggi á norðurslóðum“ og stendur fram á fimmtudag. Í dag standa yfir fundir flokkahópa á þinginu. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu leggur mikla áherslu á að Úkraína fái sem fyrst vilyrði fyrir aðild landsins að NATO:AP/Virginia Mayo Mesta athygli vekur hins vegar koma Volodomyrs Zelenskys forseta Úkraínu til landsins í tengslum við þingið. Hann mun funda einslega með Bjarna Benediktssyni í bústað forsætisráðherraembættisins á Þingvöllum klukkan fjögur og síðan með forsætisráðherrum allra Norðurlandanna á Þingvöllum klukkan hálf sex. Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs segir ályktun liggja fyrir þinginu í Reykjavík um að öryggis- og varnarmál verði tekin með formlegum hætti upp í Helsinki sáttamálann, eða stofnsáttmála Norðurlandaráðs. Það væri hins vegar ekki nýtt á seinni árum að þau mál væru rædd á vettvangi ráðsins. Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs segir aukinn þunga hafa færst í umræður um öryggis- og varnarmál á vettvangi Norðurlandaráðs á undanförnum árum.Vísir/Vilhelm „Og auðvitað sérstaklega eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þá hefur verið mikill vilji hjá norrænum þingmönnum að ræða þessi mál. Krafa um aukið samstarf á milli norrænu landanna hvað varðar öryggis- og varnarmál í víðu samhengi,“ segir Bryndís. Verði ályktunin samþykkt fari hún til ríkisstjórna landanna og síðan þurfi að leggja hana fyrir hvert og eitt þjóðþing Norðurlandanna. Bryndís segir aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu hafa umbylt umræðunni um varnar- og öryggismál á Norðurlöndum og umræðan aukist til muna. „Og þegar við erum að tala um öryggismál erum við líka að tala um breiða vídd í því. Við erum líka að tala um samfélagsöryggi. Aðstoð við hvert annað þegar eitthvað skellur á, hvort sem það kunni að vera gróðureldar eða náttúruhamfarir að öðru leyti, og eins og þegar við gengum í gegnum covid og þess háttar. Það er alveg ljóst að norrænir þingmenn vilja öflugt norrænt samstarf þegar kemur að þessum málum,“ segir Bryndís. Vopnaðir lögreglumenn á Austurvelli í morgunsárið.Vísir/vilhelm Zelensky mun einnig ávarpa Norðurlandaráðsþingið. „Já, við erum ofboðslega stolt af því að fá hann sem gest inn á þing Norðurlandaráðs og hann mun ávarpa hér þinggesti á morgun,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir forseti Norðurlandaráðs. Fjölmörg önnur mál verði rædd á þinginu eins og öryggi og friður á Norðruslóðum og búast megi við fjölda tillagna til afgreiðslu þingsins frá nefndum þess.
Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Alþingi Öryggis- og varnarmál NATO Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Íslandsvinir Tengdar fréttir Aukin netöryggisógn, götulokanir og vopnuð lögregla á Íslandi næstu daga Aukin netöryggisógn beinist að Íslandi í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem hefst á morgun. Viðbúnaðarstig lögreglu verður hækkað og verður mikill öryggisviðbúnaður og götulokanir á afmörkuðum svæðum. Úkraínuforseti verður meðal gesta sem kallar á aukinn viðbúnað. 27. október 2024 19:39 Selenskí kemur til Íslands á morgun Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti, er væntanlegur til Íslands á morgun. Hér mun hann meðal annars funda með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, taka þátt í leiðtogafundi með forsætisráðherrum Norðurlandanna og mun hann flytja sérstakt ávarp í tengslum við Norðurlandaráðsþing. 27. október 2024 15:00 Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár. 27. október 2024 12:40 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Aukin netöryggisógn, götulokanir og vopnuð lögregla á Íslandi næstu daga Aukin netöryggisógn beinist að Íslandi í tengslum við Norðurlandaráðsþing sem hefst á morgun. Viðbúnaðarstig lögreglu verður hækkað og verður mikill öryggisviðbúnaður og götulokanir á afmörkuðum svæðum. Úkraínuforseti verður meðal gesta sem kallar á aukinn viðbúnað. 27. október 2024 19:39
Selenskí kemur til Íslands á morgun Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti, er væntanlegur til Íslands á morgun. Hér mun hann meðal annars funda með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra, taka þátt í leiðtogafundi með forsætisráðherrum Norðurlandanna og mun hann flytja sérstakt ávarp í tengslum við Norðurlandaráðsþing. 27. október 2024 15:00
Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár. 27. október 2024 12:40