Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. október 2024 07:15 Það er ekki hægt að segja annað en að mætingin hafi verið góð enda flestir helstu stuðningsmenn Trump meðal ræðumanna kvöldsins. AP/Yuki Iwamura Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. Það voru hinir ýmsu stuðningsmenn Trump sem létu ofangreind ummæli falla á fundinum, sem efnt var til jafnvel þótt Trump eigi afar litla möguleika á því að vinna kjörmenn ríkisins, þar sem Harris hefur verið að mælast með allt að 20 prósent forskot. Elon Musk, ríkasti maður heims og ötull stuðningsmaður Trump, hélt því fram að hægt væri að skera niður útgjöld ríkisins um þriðjung.AP/Evan Vucci Harrist stefnir að því að verða „fyrsti samóski-malasíski, illa greindi fyrrverandi ríkissakssóknari Kaliforníu til að verða forseti,“ sagði fjölmiðlamaðurinn Tucker Carlson á sviðinu, í tilraun til að gera grín að uppruna og starfsferli varaforsetans. Sjálfur endurtók Trump fullyrðingar sínar um að eiga í stríði við „óvininn innan kerfisins“ og lýsti deginum sem hann yrði forseti á ný sem deginum sem Bandaríkin yrðu frelsuð undan hernámi ólöglegra innflytjenda. Melania Trump tók til máls á fundinum en það hefur farið afar lítið fyrir henni í kosningabaráttunni.AP/Alex Brandon „Kamala, þú ert rekin!“ sagði Trump við mikinn fögnuð viðstaddra. „Þið megið segja það... ég ætti líklega ekki að segja það,“ sagði varaforsetaefnið J.D. Vance þegar viðstaddir hófu að kyrja „túrtappa-Tim“, um varaforsetaefni Harris. Framboð Kamölu Harris var fljótt að bregðast við og fordæma ummæli grínistans Tony Hinchcliffe um Púertó Ríkó og þá tjáðu sig ýmsar stjörnur ættaðar þaðan, til að mynda Ricky Martin, Bad Bunny og Jennifer Lopez. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Púertó Ríkó Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Það voru hinir ýmsu stuðningsmenn Trump sem létu ofangreind ummæli falla á fundinum, sem efnt var til jafnvel þótt Trump eigi afar litla möguleika á því að vinna kjörmenn ríkisins, þar sem Harris hefur verið að mælast með allt að 20 prósent forskot. Elon Musk, ríkasti maður heims og ötull stuðningsmaður Trump, hélt því fram að hægt væri að skera niður útgjöld ríkisins um þriðjung.AP/Evan Vucci Harrist stefnir að því að verða „fyrsti samóski-malasíski, illa greindi fyrrverandi ríkissakssóknari Kaliforníu til að verða forseti,“ sagði fjölmiðlamaðurinn Tucker Carlson á sviðinu, í tilraun til að gera grín að uppruna og starfsferli varaforsetans. Sjálfur endurtók Trump fullyrðingar sínar um að eiga í stríði við „óvininn innan kerfisins“ og lýsti deginum sem hann yrði forseti á ný sem deginum sem Bandaríkin yrðu frelsuð undan hernámi ólöglegra innflytjenda. Melania Trump tók til máls á fundinum en það hefur farið afar lítið fyrir henni í kosningabaráttunni.AP/Alex Brandon „Kamala, þú ert rekin!“ sagði Trump við mikinn fögnuð viðstaddra. „Þið megið segja það... ég ætti líklega ekki að segja það,“ sagði varaforsetaefnið J.D. Vance þegar viðstaddir hófu að kyrja „túrtappa-Tim“, um varaforsetaefni Harris. Framboð Kamölu Harris var fljótt að bregðast við og fordæma ummæli grínistans Tony Hinchcliffe um Púertó Ríkó og þá tjáðu sig ýmsar stjörnur ættaðar þaðan, til að mynda Ricky Martin, Bad Bunny og Jennifer Lopez.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Púertó Ríkó Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira