Bjarni Jónsson til liðs við Græningja Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. október 2024 11:58 Bjarni Jónsson sagði sig úr Vinstri grænum í mánuðinum. Vísir/Arnar Bjarni Jónsson alþingismaður hefur gengið til liðs við nýja stjórnmálahreyfingu Græningja. „Ég hef ákveðið að ganga til liðs við nýtt stjórnmálaafl Græningja og verð nú fulltrúi hreyfingarinnar á Alþingi. Græningjar eru vaxandi hreyfing þar sem umhverfismál og náttúruvernd eiga sér einlægan og sterkan málsvara, en slíkan flokk er ekki að finna á Alþingi í dag,“ segir Bjarni. Bjarni Jónsson sagði sig úr Vinstri grænum fyrr í mánuðinum, og sagði flokkinn hafa sveigt af leið og brugðist grunngildum sínum. Bjarni var kosinn á þing fyrir Vinstri græna árið 2021, og var varaþingmaður fyrir flokkinn kjörtímabilið 2017-2021. Brennur fyrir grunngildum náttúruverndar, jöfnuðar og byggðajafnréttis Í fréttatilkynningu frá Bjarna kveðst hann brenna fyrir grunngildum náttúruverndar, jöfnuðar og byggðajafnréttis, sem hann hafi barist fyrir. „Að við virðum og njótum en göngum ekki á auðlindir okkar og náttúru. Að öll njóti grundvallar mannréttinda óháð búsetu og hlúð sé að nærsamfélaginu.“ Þá segir hann að farsæl vegferð til framtíðar felist í verndun ósnortrar og einstakrar náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika. Hann segir í samtali við Vísi að frekari fregnir af framboðsmálum hins nýja Græningjaflokks muni berast fljótlega. „Ég er orðinn þeirra þingmaður á Alþingi, og síðan verða frekari fréttir af framboðsmálum mjög fljótlega. Hvað varðar mitt framboð og kjördæmi,“ segir Bjarni. Hann segir að hreyfingin stefni að því að bjóða fram í öllum kjördæmum. Fréttin hefur verið uppfærð Alþingiskosningar 2024 Alþingi Norðvesturkjördæmi Vinstri græn Tengdar fréttir Græningjar vilja fara fram í öllum kjördæmum Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum. 20. október 2024 16:01 Græningjar leita að þjóðþekktum einstaklingi Flokkur Græningja var stofnaður í gær. Einn stofnenda leitar nú logandi ljósi af þjóðþekktum einstaklingi sem brennur fyrir umhverfismál. Flokkurinn vonist til að ná inn að minnsta kosti einum til tveimur þingmönnum. 21. október 2024 19:01 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Erlent Fleiri fréttir Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Sjá meira
„Ég hef ákveðið að ganga til liðs við nýtt stjórnmálaafl Græningja og verð nú fulltrúi hreyfingarinnar á Alþingi. Græningjar eru vaxandi hreyfing þar sem umhverfismál og náttúruvernd eiga sér einlægan og sterkan málsvara, en slíkan flokk er ekki að finna á Alþingi í dag,“ segir Bjarni. Bjarni Jónsson sagði sig úr Vinstri grænum fyrr í mánuðinum, og sagði flokkinn hafa sveigt af leið og brugðist grunngildum sínum. Bjarni var kosinn á þing fyrir Vinstri græna árið 2021, og var varaþingmaður fyrir flokkinn kjörtímabilið 2017-2021. Brennur fyrir grunngildum náttúruverndar, jöfnuðar og byggðajafnréttis Í fréttatilkynningu frá Bjarna kveðst hann brenna fyrir grunngildum náttúruverndar, jöfnuðar og byggðajafnréttis, sem hann hafi barist fyrir. „Að við virðum og njótum en göngum ekki á auðlindir okkar og náttúru. Að öll njóti grundvallar mannréttinda óháð búsetu og hlúð sé að nærsamfélaginu.“ Þá segir hann að farsæl vegferð til framtíðar felist í verndun ósnortrar og einstakrar náttúru og líffræðilegs fjölbreytileika. Hann segir í samtali við Vísi að frekari fregnir af framboðsmálum hins nýja Græningjaflokks muni berast fljótlega. „Ég er orðinn þeirra þingmaður á Alþingi, og síðan verða frekari fréttir af framboðsmálum mjög fljótlega. Hvað varðar mitt framboð og kjördæmi,“ segir Bjarni. Hann segir að hreyfingin stefni að því að bjóða fram í öllum kjördæmum. Fréttin hefur verið uppfærð
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Norðvesturkjördæmi Vinstri græn Tengdar fréttir Græningjar vilja fara fram í öllum kjördæmum Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum. 20. október 2024 16:01 Græningjar leita að þjóðþekktum einstaklingi Flokkur Græningja var stofnaður í gær. Einn stofnenda leitar nú logandi ljósi af þjóðþekktum einstaklingi sem brennur fyrir umhverfismál. Flokkurinn vonist til að ná inn að minnsta kosti einum til tveimur þingmönnum. 21. október 2024 19:01 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Erlent Fleiri fréttir Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Sjá meira
Græningjar vilja fara fram í öllum kjördæmum Hópur fólks vinnur nú að því að stofna Græningja, ný stjórnmálasamtök. Markmið þeirra er að bjóða fram í alþingiskosningum í nóvember í öllum kjördæmum. Áður en til þess kemur þarf þó að stofna samtökin og til þess eru þau nú að safna undirskriftum. 20. október 2024 16:01
Græningjar leita að þjóðþekktum einstaklingi Flokkur Græningja var stofnaður í gær. Einn stofnenda leitar nú logandi ljósi af þjóðþekktum einstaklingi sem brennur fyrir umhverfismál. Flokkurinn vonist til að ná inn að minnsta kosti einum til tveimur þingmönnum. 21. október 2024 19:01