Fjallað verður um nýjustu vendingar í pólitíkinni í hádegisfréttum Bylgjunnar. Við heyrum til dæmis í Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, sem hefur ákveðið að hætta á þingi eftir meira en tuttugu ára setu.
Á fjórða tug slasaðist þegar flutningabíl var ekið inn í hóp eldra fólks í Tel Aviv í morgun. Atvikið er skilgreint sem hryðjuverk.
Prófessor í stjórnmálafræði segir að ef gengið yrði til kosninga í Bandaríkjunum í dag myndi Donald Trump, forsetaefni Repúblikana bera sigur úr býtum.
Við heyrum svo bæði í fyrirliða Breiðabliks og þjálfara Víkings en liðin keppa í dag um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.