Innlent

Tvö börn til við­bótar lögð inn á spítala vegna E.coli

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Mánagarður er við Eggertsgötu í Reykjavík.
Mánagarður er við Eggertsgötu í Reykjavík. vísir/einar

Tvö börn til viðbótar hafa verið lögð inn á Landspítala vegna E.coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja sex börn inni á spítala og þar af eru tvö enn á gjörgæslu.

Þetta staðfestir Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans í samtali við fréttastofu. Þrjátíu og sjö börn eru í eftirliti á spítalanum.

Í fyrradag var greint frá því að tveimur deildum leikskólans Óskalands hafi verið lokað eftir að barn á leikskólanum greindist með sýkinguna en það hafði áður verið í Mánagarði.

Rannsókn á uppruna sýkingarinnar stendur yfir og er von á niðurstöðum úr matvælarannsókn í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×