Innlent

Tæp­lega þrjá­tíu börn í virku eftir­liti

Árni Sæberg og Tómas Arnar Þorláksson skrifa
Mánagarður.
Mánagarður. Vísir/Einar

Tæplega þrjátíu leikskólabörn eru í virku eftirliti vegna e. coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í vikunni. Alls liggja fjögur börn inni á spítala en tvö þeirra eru enn á gjörgæslu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, samskiptastjóri Landspítalans.  

Tvær deildir leikskólans Óskalands voru lokaðar í dag eftir að barn á leikskólanum greindist en það hafði áður verið í Mánagarði.

Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir staðfestir í samtali við fréttastofu að það sé viðbúið að fleiri e. coli smit skjóti upp kollinum á allra næstu dögum en tekur fram að síðan ætti að hægja á tíðni smita.

Að sögn leikskólastjóra hafa ekki borist tilkynningar um að fleiri börn þar séu smituð. Rannsókn á uppruna sýkingarinnar stendur yfir en hana má líklega rekja til matvæla. Að sögn sóttvarnalæknis er von á niðurstöðu úr matvælarannsókn í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×