Gerði ekki kröfu um oddvitasæti og fær annað sætið Árni Sæberg skrifar 25. október 2024 14:46 Dagur B. Eggertsson lét nýverið af störfum sem borgarstjóri eftir áratug í brúnni. Stöð 2/Arnar Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, gaf kost á sér í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi kosningum. Hann taldi rétt að sækjast eftir því í stað oddvitasætis í ljósi þess að hann er að hefja nýjan kafla í stjórnmálaþátttöku sinni. Frá þessu greinir Dagur í færslu á Facebook en fyrr í dag greindi Vísir frá því að hann yrði ekki oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Flokkurinn í dauðafæri Dagur segist oft hafa verið hvattur til að fara í landsmálin en hingað til ekki gefið kost á því. Nú sé það breytt. „Í fyrsta lagi hef ég stigið úr stóli borgarstjóra eftir tíu ára feril. Í öðru lagi stendur Samfylkingin gríðarlega sterkt í Reykjavík. Flokkurinn mælist stærstur í borginni í öllum nýjum könnunum. Fylgið mælist nú 26% og flokkurinn hefur bætt við sig yfir 5% frá síðustu borgastjórnarkosningum. Ég man ekki eftir jafnmiklu fylgi á miðju kjörtímabili. Í þriðja lagi eru öflugir félagar mínir í borgarstjórnarflokknum og samhentum meirihluta borgarstjórnar sem ég treysti vel til að vinna áfram að verkefnum Reykjavíkur.“ Á landsvísu sé Samfylkingin í dauðafæri á að verða kjölfestuflokkur og forystuafl til framtíðar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur formanns. Gerði ekki kröfu um oddvitasæti Í komandi þingkosningum hafi Samfylkingin sett heilbrigðismál og umönnun eldra fólks í forgang. „Það eru mér hjartans mál. Þjóðareign á auðlindum og að þær nýtist í almannaþágu er það sömuleiðis. Samgöngumál, menntamál, húsnæðismál, loftslagsmál og svo margt fleira þarf skýrari forystu á þingi. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér til að leggjast á árarnar með Kristrúnu Frostadóttur formanni flokksins, öflugum hópi frambjóðenda og stuðningsfólki og bjóða mig fram til Alþings.“ Á fyrsta fundi uppstillingarnefndar fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík í síðustu viku hafi hann boðið fram krafta sína í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður á eftir Kristrúnu. „Mér er ljóst að margir höfðu hvatt mig til að sækjast eftir oddvitasæti. Ég met það hins vegar svo að annað sætið undirstriki að ég er að hefja nýjan kafla í stjórnmálaþátttöku minni. Og ætla þar að taka eitt skref í einu um leið og ég lofa að leggja mig allan fram um að vinna að framgangi jafnaðarstefnunnar á nýjum vettvangi.“ Hefur myndað fjóra meirihluta og treystir engum betur en Kristrúnu Dagur segir að hann komi með drjúga reynslu að borðinu, meðal annars af því að mynda fjóra meirihluta í Reykjavík, sem hafi unnið vel saman og setið út kjörtímabilið. „Í mínum huga er það eitt af brýnustu verkefnum landsmálanna, að mynduð verði frjálslynd félagshyggjustjórn og komið á festu við stjórn landsins. Engri manneskju treysti ég betur til þess en Kristrúnu Frostadóttur til að leiða slíka stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn þarf frí. Það er víða verk að vinna og mikilvægt að áherslur og stefnumál Samfylkingarinnar sem hafa verið mótuð í samtali við þjóðina nái fram að ganga. Því mun ég leggja allt það lið sem ég get.“ Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Frá þessu greinir Dagur í færslu á Facebook en fyrr í dag greindi Vísir frá því að hann yrði ekki oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Flokkurinn í dauðafæri Dagur segist oft hafa verið hvattur til að fara í landsmálin en hingað til ekki gefið kost á því. Nú sé það breytt. „Í fyrsta lagi hef ég stigið úr stóli borgarstjóra eftir tíu ára feril. Í öðru lagi stendur Samfylkingin gríðarlega sterkt í Reykjavík. Flokkurinn mælist stærstur í borginni í öllum nýjum könnunum. Fylgið mælist nú 26% og flokkurinn hefur bætt við sig yfir 5% frá síðustu borgastjórnarkosningum. Ég man ekki eftir jafnmiklu fylgi á miðju kjörtímabili. Í þriðja lagi eru öflugir félagar mínir í borgarstjórnarflokknum og samhentum meirihluta borgarstjórnar sem ég treysti vel til að vinna áfram að verkefnum Reykjavíkur.“ Á landsvísu sé Samfylkingin í dauðafæri á að verða kjölfestuflokkur og forystuafl til framtíðar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur formanns. Gerði ekki kröfu um oddvitasæti Í komandi þingkosningum hafi Samfylkingin sett heilbrigðismál og umönnun eldra fólks í forgang. „Það eru mér hjartans mál. Þjóðareign á auðlindum og að þær nýtist í almannaþágu er það sömuleiðis. Samgöngumál, menntamál, húsnæðismál, loftslagsmál og svo margt fleira þarf skýrari forystu á þingi. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér til að leggjast á árarnar með Kristrúnu Frostadóttur formanni flokksins, öflugum hópi frambjóðenda og stuðningsfólki og bjóða mig fram til Alþings.“ Á fyrsta fundi uppstillingarnefndar fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík í síðustu viku hafi hann boðið fram krafta sína í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður á eftir Kristrúnu. „Mér er ljóst að margir höfðu hvatt mig til að sækjast eftir oddvitasæti. Ég met það hins vegar svo að annað sætið undirstriki að ég er að hefja nýjan kafla í stjórnmálaþátttöku minni. Og ætla þar að taka eitt skref í einu um leið og ég lofa að leggja mig allan fram um að vinna að framgangi jafnaðarstefnunnar á nýjum vettvangi.“ Hefur myndað fjóra meirihluta og treystir engum betur en Kristrúnu Dagur segir að hann komi með drjúga reynslu að borðinu, meðal annars af því að mynda fjóra meirihluta í Reykjavík, sem hafi unnið vel saman og setið út kjörtímabilið. „Í mínum huga er það eitt af brýnustu verkefnum landsmálanna, að mynduð verði frjálslynd félagshyggjustjórn og komið á festu við stjórn landsins. Engri manneskju treysti ég betur til þess en Kristrúnu Frostadóttur til að leiða slíka stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn þarf frí. Það er víða verk að vinna og mikilvægt að áherslur og stefnumál Samfylkingarinnar sem hafa verið mótuð í samtali við þjóðina nái fram að ganga. Því mun ég leggja allt það lið sem ég get.“
Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira