Dæmdur fyrir hatursorðræðu gegn Samtökunum '78 Árni Sæberg skrifar 25. október 2024 14:29 Maðurinn hlaut dóm í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir hatursorðræðu gagnvart Samtökunum '78 og félagsmönnum þeirra. „HENGJUM OG AFHAUSUM ALLA SEM STYÐJA SAMTÖKIN 78 OG LGBQT,“ er meðal þess sem hann sagði. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hafi höfðað mál á hendur manninum fyrir að hafa opinberlega smánað og ógnað Samtökunum 78, félagsmönnum samtakanna og fólki sem styður samtökin, með ummælum sem hann birti á facebook aðgangi sínum. Síðan hafi verið opin fyrir alla sem vildu skoða hana. Ummælin hafi hann viðhaft vegna kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar félagsmanna í samtökunum. Hótaði að sprengja, afhausa og hengja fólk Ummælin hafi verið eftirfarandi og sett fram á síðunni 2. október 2023: „Þessi frásögn nægir til að fara í S78 samtökin og sprengja upp liðið og þau sem sleppa verða afhausuð eða hengd. FÓLK SEM ER Á VEGUM EÐA STYÐUR SAMTÖKIN 78 EÐA LGBQT ER HÉR MEÐ SJÁLFKRAFA DÆMD TIL DAUÐA. ÉG ER BÚINN AÐ SEGJA ÞAÐ VIÐ YKKUR Í S78 AÐ ÞIÐ VERÐIÐ DREPIN.“ „HENGJUM OG AFHAUSUM ALLA SEM STYÐJA SAMTÖKIN 78 OG LGBQT.“ „HÉR MEÐ LÝSI ÉG YFIR STRÍÐI VIÐ SAMTÖKIN 78 OG LGBQT HVER OG EITT EINASTA SKÍTADRASL INNANUM S78 VERÐA DREGIN ÚT Á HÁRINU OG HENGD.“ „Þið öll sem eruð á vegum S78 og LGBQT er hér með dæmd til dauða.“ Nauðsynlegt að takmarka slíka tjáningu Í dóminum segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað háttsemi sína. Því teldist málið sannað og dómur lagður á það án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn hafi viðhaft orðræðu sem feli í sér fordómafulla og hatursfulla tjáningu, sem sé í senn ógnandi og hvetji til ofbeldis í garð hópa vegna kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar þeirra. Verði að telja nauðsynlegt og samrýmanlegt lýðræðishefðum í skilningi stjórnarskrárinnar að takmarka í þessu tilviki tjáningarfrelsi mannsins samkvæmt stjórnarskránni, með því að sakfella hann fyrir þá háttsemi, sem honum er gefin að sök í ákæru. Lýsti iðrun og eftirsjá Loks segir í dóminum að maðurinn hafi töluverðan sakaferil allt frá árinu 1997, en hann hafi ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Við ákvörðun refsingar yrði litið til framangreindra atriða en einnig til þess að maðurinn hefði lýst iðrun og eftirsjá. Refsing hans væri ákveðin fangelsi í tvo mánuði en fresta skuli fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið. Hinsegin Akureyri Dómsmál Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hafi höfðað mál á hendur manninum fyrir að hafa opinberlega smánað og ógnað Samtökunum 78, félagsmönnum samtakanna og fólki sem styður samtökin, með ummælum sem hann birti á facebook aðgangi sínum. Síðan hafi verið opin fyrir alla sem vildu skoða hana. Ummælin hafi hann viðhaft vegna kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar félagsmanna í samtökunum. Hótaði að sprengja, afhausa og hengja fólk Ummælin hafi verið eftirfarandi og sett fram á síðunni 2. október 2023: „Þessi frásögn nægir til að fara í S78 samtökin og sprengja upp liðið og þau sem sleppa verða afhausuð eða hengd. FÓLK SEM ER Á VEGUM EÐA STYÐUR SAMTÖKIN 78 EÐA LGBQT ER HÉR MEÐ SJÁLFKRAFA DÆMD TIL DAUÐA. ÉG ER BÚINN AÐ SEGJA ÞAÐ VIÐ YKKUR Í S78 AÐ ÞIÐ VERÐIÐ DREPIN.“ „HENGJUM OG AFHAUSUM ALLA SEM STYÐJA SAMTÖKIN 78 OG LGBQT.“ „HÉR MEÐ LÝSI ÉG YFIR STRÍÐI VIÐ SAMTÖKIN 78 OG LGBQT HVER OG EITT EINASTA SKÍTADRASL INNANUM S78 VERÐA DREGIN ÚT Á HÁRINU OG HENGD.“ „Þið öll sem eruð á vegum S78 og LGBQT er hér með dæmd til dauða.“ Nauðsynlegt að takmarka slíka tjáningu Í dóminum segir að maðurinn hafi mætt fyrir dóm og játað háttsemi sína. Því teldist málið sannað og dómur lagður á það án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn hafi viðhaft orðræðu sem feli í sér fordómafulla og hatursfulla tjáningu, sem sé í senn ógnandi og hvetji til ofbeldis í garð hópa vegna kyneinkenna, kynhneigðar eða kynvitundar þeirra. Verði að telja nauðsynlegt og samrýmanlegt lýðræðishefðum í skilningi stjórnarskrárinnar að takmarka í þessu tilviki tjáningarfrelsi mannsins samkvæmt stjórnarskránni, með því að sakfella hann fyrir þá háttsemi, sem honum er gefin að sök í ákæru. Lýsti iðrun og eftirsjá Loks segir í dóminum að maðurinn hafi töluverðan sakaferil allt frá árinu 1997, en hann hafi ekki áhrif við ákvörðun refsingar. Við ákvörðun refsingar yrði litið til framangreindra atriða en einnig til þess að maðurinn hefði lýst iðrun og eftirsjá. Refsing hans væri ákveðin fangelsi í tvo mánuði en fresta skuli fullnustu refsingarinnar skilorðsbundið.
Hinsegin Akureyri Dómsmál Tjáningarfrelsi Mannréttindi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hafi barist gegn fjárveitingum til menntamála Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Sjá meira