Innlent

Beiðni um leyfi til hval­veiða liggur þegar fyrir

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður rætt við ráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi en þar bar ýmislegt á góma.

Bjarni Benediktsson upplýsti meðal annars að nú þegar liggi fyrir beiðni um leyfi til hvalveiða frá Hval hf í matvælaráðuneytinu en það heyrir nú undir Bjarna, sem hefur fengið Jón Gunnarsson til starfa þar fram að kosningum. Jón segir að þar þurfi að taka til hendinni eftir „sóðaskap“ Vinstri grænna.

Þá verður rætt við Guðrúnu Hafsteinsdóttir um aukið ofbeldi í samfélaginu en í fyrrinótt lét kona lífið við sviplegar aðstæður. Ef um manndráp var að ræða er það áttunda slíka dauðsfallið það sem af er ári.

Við tökum einnig stöðuna á sýkingu sem upp kom á leikskólanum Mánagarði um daginn.

Í íþróttafréttunum er það svo landsleikurinn sem Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta háði í nótt við Bandaríkjamenn og hitað upp fyrir einn stærsta leik íslenska boltans síðustu árin.

Klippa: Hádegisfréttir 25. október 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×