Erlent

Springsteen studdi Harris og Trump ræðir við Joe Rogan

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Harris hélt fjöldafund á James R. Hallford vellinum í Clarkston í Georgíu í gær þar sem Springsteen, Spike Lee og Barack Obama komu einnig fram. 
Harris hélt fjöldafund á James R. Hallford vellinum í Clarkston í Georgíu í gær þar sem Springsteen, Spike Lee og Barack Obama komu einnig fram.  EPA-EFE/ERIK S. LESSER

Í Bandaríkjunum eru þau Donald Trump og Kamala Harris á fullu í sinni kosningabaráttu enda styttist óðfluga í forsetakosningarnar vestanhafs, þann fimmta nóvember næstkomandi.

Trump var á fjölmennum fundi í Nevada í gær þar sem hann talaði um hið bága efnahagsástand sem ríkið hefur strítt við allt frá kórónuveirufaralderinum og á sama tíma var Kamala Harris í Georgíuríki þar sem stórstjörnur á borð við Barack Obama og Bruce Springsteen, lögðu henni lið.

Springsteen sem sagði meðal annars að munurinn á Harris og Trump sé sá að Harris vilji verða forseti, en að Trump vilji verða einræðisherra. Þessvegna ætli hann að kjósa Harris.

Afar mjótt er á munum samkvæmt skoðannakönnunum og í dag beina frambjóðendurnir sjónum sínum að Texas. Harris ætlar að halda þar fjöldafund, en Trump er hinsvegar á leið í viðtal við hlaðvarpsstjörnuna Joe Rogan, sem heldur úti vinsælasta hlaðvarpi heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×