Neitar ekki liðsstyrk frá Norður-Kóreu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. október 2024 06:53 Vladimir Pútín og Xi Jinping, forseti Kína, bergja á drykk í móttöku í tengslum við BRICS-ráðstefnuna. AP/Alexander Zemlianichenko Vladimir Pútín Rússlandsforseti neitaði því ekki á blaðamannafundi í gær að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu sent um 3.000 hermenn til Rússlands. Boðað var til blaðamannafundarins við lok ráðstefnu BRICS-ríkjanna í Kazan en Pútín notaði tækifærið til að saka Vesturlönd um stigmögnun í Úkraínu og sagði þau lifa í blekkingum ef þau teldu að þau gætu komið því í kring að Rússland tapaði stríðinu. Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast hafa undir höndum sannanir fyrir því að Norður-Kórea hafi sent hermennina til Rússlands, mögulega til að taka þátt í átökunum í Úkraínu. Þegar Pútín var spurður út í gervihnattamyndi sem eru sagðar sýna flutning herliðsins neitaði hann ekki fregnunum. „Myndir eru alvarlegur hlutur. Ef það eru myndir, þá sýna þær eitthvað,“ sagði hann. Hann ítrekaði ásökun sína um að Vesturlönd hefðu staðið fyrir stigmögnun í Úkraínu og sagði herforingja og leiðbeinendur á vegum Atlantshafsbandalagsins hafa tekið beinan þátt í átökunum. Samkvæmt yfirvöldum vestanhafs og í Suður-Kóreu eru hermenn Norður-Kóreu þegar komnir til Úkraínu en ef þeir taka þátt í bardögum þar er um að ræða dýrmætan liðsauka fyrir Rússa og slæmar fréttir fyrir Úkraínumenn. Pútín sagði einnig á fundinum að öfl sem væru vön því að stjórna öllu og öllum væru að hindra framgang réttlætari skipan heimsmála og sakaði bandamenn Úkraínu um grímulausar tilraunir til að knésetja Rússland. Rússland Úkraína Norður-Kórea Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Boðað var til blaðamannafundarins við lok ráðstefnu BRICS-ríkjanna í Kazan en Pútín notaði tækifærið til að saka Vesturlönd um stigmögnun í Úkraínu og sagði þau lifa í blekkingum ef þau teldu að þau gætu komið því í kring að Rússland tapaði stríðinu. Yfirvöld í Bandaríkjunum segjast hafa undir höndum sannanir fyrir því að Norður-Kórea hafi sent hermennina til Rússlands, mögulega til að taka þátt í átökunum í Úkraínu. Þegar Pútín var spurður út í gervihnattamyndi sem eru sagðar sýna flutning herliðsins neitaði hann ekki fregnunum. „Myndir eru alvarlegur hlutur. Ef það eru myndir, þá sýna þær eitthvað,“ sagði hann. Hann ítrekaði ásökun sína um að Vesturlönd hefðu staðið fyrir stigmögnun í Úkraínu og sagði herforingja og leiðbeinendur á vegum Atlantshafsbandalagsins hafa tekið beinan þátt í átökunum. Samkvæmt yfirvöldum vestanhafs og í Suður-Kóreu eru hermenn Norður-Kóreu þegar komnir til Úkraínu en ef þeir taka þátt í bardögum þar er um að ræða dýrmætan liðsauka fyrir Rússa og slæmar fréttir fyrir Úkraínumenn. Pútín sagði einnig á fundinum að öfl sem væru vön því að stjórna öllu og öllum væru að hindra framgang réttlætari skipan heimsmála og sakaði bandamenn Úkraínu um grímulausar tilraunir til að knésetja Rússland.
Rússland Úkraína Norður-Kórea Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira