Er best að gera ekki neitt þegar börn búa ekki við jöfn tækifæri? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 24. október 2024 14:31 Grein mín um móttökuskóla vakti mikla athygli. Mestan stuðning við hugmyndina fékk ég frá kennurum og skólastjórnendum úr fjölda sveitarfélaga sem hafa með mikilli útsjónarsemi og góðum vilja reynt að styðja við fjölbreyttan hóp nemenda með mismunandi þarfir og móðurmál. Þeir telja að sérhæfðari úrræði þurfi fyrir þennan hóp þar sem stór hluti tíma þeirra í kennslustofunni fari í móttöku og stuðning við börn sem eru að taka fyrstu skrefin í íslensku samfélagi. Gagnrýnin er stóryrt, hún snýst öðru fremur um að ég tali fyrir auknum aðskilnaði hérlendis, hugmyndirnar séu hættulegar og ýti undir ójöfnuð. Ég tel að ef rétt er haldið á spilum sé lausnin þvert á móti liður í að börn fóti sig betur betur í íslensku samfélagi og eigi möguleika á jöfnum tækifærum. Ójöfnuðurinn er til staðar og helst ef við gerum ekki neitt og tryggjum ekki jöfn tækifæri. Það sjáum við skýrt þegar við skoðum árangur barna af erlendum uppruna í núverandi kerfi. Staðan er sú að grunnskólunum tekst ekki veita stórum hluta skólabarna nauðsynlega grunnmenntun og við því verður að bregðast. Við þurfum ekki að líta langt út fyrir landsteinana til að sjá afleiðingar þess þegar illa gengur fyrir innflytjendur að fóta sig í samfélaginu. Við þurfum að læra af mistökum nágrannaríkja okkar og reyna að tryggja börnum sem flytja hingað til landsins bestu mögulegu menntun sem völ er á. Þannig verður best tryggt að þau upplifi sig sem Íslendinga og nái árangri, sjálfum sér og samfélaginu til hagsbóta. Móttökuskólar mega akki vera of stórir, þurfa ekki að vera sjálfstæðir heldur geta verið til hliðar við grunnskóla eins og í Reykjanesbæ. Ávallt væru nemendur tímabundið í móttökuskóla, mislengi eftir þörfum. Á landsbyggðinni eru tækifæri til að hafa móttökudeildir til undirbúnings eins og nú þegar hefur reynst vel í ýmsum skólum. Við höfum dæmi um móttökuskóla sem hefur reynst vel. Í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ er starfræktur móttökuskóli sem ber nafnið Friðheimar. Hann hefur verið starfandi í eitt ár og þar er lögð áhersla á að hjálpa börnum við að fóta sig í íslensku skólakerfi þannig að skólaganga þeirra verði sem farsælust. Þar er meðal annars lögð sérstök áhersla á íslensku, stærðfræði, list- og verkgreinar ásamt sundi. Foreldrar nemendanna eru aðstoðaðir við að setja sig inn í og skilja íslenskt skólakerfi og menningu. Þannig að lausnin styður um leið við foreldra þessara barna. Þetta hefur gefist gríðarlega vel, börn og foreldrar upplifa öruggt umhverfi þar sem þeim er mætt betur á sama tíma og meiri sátt er og viðráðanlegra verður að taka vel á móti þeim þegar þau byrja í hefðbundnu skólastarfi með smá orðaforða og getu til að skilja eitthvað af því sem fram fer í skólastofunni. Það gera þau þegar þau eru komin með ákveðna færni í samráði við barnið sjálft og foreldra. Það er algengt að hrökkva í vörn þegar rætt er um breytingar á kerfum líkt og menntamálaráðherra og fyrrverandi borgarstjóri og frambjóðandi Viðreisnar gera sem telja kannski að þeir beri að hluta ábyrgð á núverandi stöðu. Jóhanna Pálsdóttir kennari ritar á vegg Jóns Gnarr undir færslu hans þar sem hann gagnrýnir tillögu mína um móttökuskóla. Jóhanna segist hafa sem staðið á gólfinu sem kennari í 23 ár og telur galið að ,,henda mállausum” börnum inn í almenna grunnskóla án nokkurs undirbúnings. Börnin séu óörugg, ein á báti og kennarar verkfæralausir. Staðan sé sú að börnin fái 4 kennslustundir á viku í ISAT kennslu (íslenska sem annað tungumál) - sem sé alltof lítið. Hún tekur undir mikilvægi móttökuskóla eða deildar þar sem börn fengju aðstoð og betri undirstöðu til að fara svo inn í almenna bekki og aðlagast íslensku skólakerfi - þannig myndu þau ná betri árangri og meiri vellíðan. Þessi skrif ríma við viðbrögðin sem ég hef fengið síðustu daga og samtöl sem ég hef átt síðustu vikur. Skólastjórnandi í framhaldsskóla fékk hóp nemanda til sín beint inn á námsbrautir sem þau réðu illa við og brottfallið eftir því en 70% af hópnum lauk ekki námi. Er það betra? Við verðum sem samfélag að hafa kjarkinn til að taka umræðuna. Ræða kerfi sem virka ekki og finna leiðir til að bæta þau. Þessi umræða er náskyld umræðunni um mikilvægi öflugra námsgagna og að kennarar hafi fleiri og betri gögn við kennslu. Við einfaldlega skuldum börnunum okkar að gera betur - hvort sem þau tala íslensku sem móðurmál eða eitthvað allt annað. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skóla- og menntamál Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Innflytjendamál Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Grein mín um móttökuskóla vakti mikla athygli. Mestan stuðning við hugmyndina fékk ég frá kennurum og skólastjórnendum úr fjölda sveitarfélaga sem hafa með mikilli útsjónarsemi og góðum vilja reynt að styðja við fjölbreyttan hóp nemenda með mismunandi þarfir og móðurmál. Þeir telja að sérhæfðari úrræði þurfi fyrir þennan hóp þar sem stór hluti tíma þeirra í kennslustofunni fari í móttöku og stuðning við börn sem eru að taka fyrstu skrefin í íslensku samfélagi. Gagnrýnin er stóryrt, hún snýst öðru fremur um að ég tali fyrir auknum aðskilnaði hérlendis, hugmyndirnar séu hættulegar og ýti undir ójöfnuð. Ég tel að ef rétt er haldið á spilum sé lausnin þvert á móti liður í að börn fóti sig betur betur í íslensku samfélagi og eigi möguleika á jöfnum tækifærum. Ójöfnuðurinn er til staðar og helst ef við gerum ekki neitt og tryggjum ekki jöfn tækifæri. Það sjáum við skýrt þegar við skoðum árangur barna af erlendum uppruna í núverandi kerfi. Staðan er sú að grunnskólunum tekst ekki veita stórum hluta skólabarna nauðsynlega grunnmenntun og við því verður að bregðast. Við þurfum ekki að líta langt út fyrir landsteinana til að sjá afleiðingar þess þegar illa gengur fyrir innflytjendur að fóta sig í samfélaginu. Við þurfum að læra af mistökum nágrannaríkja okkar og reyna að tryggja börnum sem flytja hingað til landsins bestu mögulegu menntun sem völ er á. Þannig verður best tryggt að þau upplifi sig sem Íslendinga og nái árangri, sjálfum sér og samfélaginu til hagsbóta. Móttökuskólar mega akki vera of stórir, þurfa ekki að vera sjálfstæðir heldur geta verið til hliðar við grunnskóla eins og í Reykjanesbæ. Ávallt væru nemendur tímabundið í móttökuskóla, mislengi eftir þörfum. Á landsbyggðinni eru tækifæri til að hafa móttökudeildir til undirbúnings eins og nú þegar hefur reynst vel í ýmsum skólum. Við höfum dæmi um móttökuskóla sem hefur reynst vel. Í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ er starfræktur móttökuskóli sem ber nafnið Friðheimar. Hann hefur verið starfandi í eitt ár og þar er lögð áhersla á að hjálpa börnum við að fóta sig í íslensku skólakerfi þannig að skólaganga þeirra verði sem farsælust. Þar er meðal annars lögð sérstök áhersla á íslensku, stærðfræði, list- og verkgreinar ásamt sundi. Foreldrar nemendanna eru aðstoðaðir við að setja sig inn í og skilja íslenskt skólakerfi og menningu. Þannig að lausnin styður um leið við foreldra þessara barna. Þetta hefur gefist gríðarlega vel, börn og foreldrar upplifa öruggt umhverfi þar sem þeim er mætt betur á sama tíma og meiri sátt er og viðráðanlegra verður að taka vel á móti þeim þegar þau byrja í hefðbundnu skólastarfi með smá orðaforða og getu til að skilja eitthvað af því sem fram fer í skólastofunni. Það gera þau þegar þau eru komin með ákveðna færni í samráði við barnið sjálft og foreldra. Það er algengt að hrökkva í vörn þegar rætt er um breytingar á kerfum líkt og menntamálaráðherra og fyrrverandi borgarstjóri og frambjóðandi Viðreisnar gera sem telja kannski að þeir beri að hluta ábyrgð á núverandi stöðu. Jóhanna Pálsdóttir kennari ritar á vegg Jóns Gnarr undir færslu hans þar sem hann gagnrýnir tillögu mína um móttökuskóla. Jóhanna segist hafa sem staðið á gólfinu sem kennari í 23 ár og telur galið að ,,henda mállausum” börnum inn í almenna grunnskóla án nokkurs undirbúnings. Börnin séu óörugg, ein á báti og kennarar verkfæralausir. Staðan sé sú að börnin fái 4 kennslustundir á viku í ISAT kennslu (íslenska sem annað tungumál) - sem sé alltof lítið. Hún tekur undir mikilvægi móttökuskóla eða deildar þar sem börn fengju aðstoð og betri undirstöðu til að fara svo inn í almenna bekki og aðlagast íslensku skólakerfi - þannig myndu þau ná betri árangri og meiri vellíðan. Þessi skrif ríma við viðbrögðin sem ég hef fengið síðustu daga og samtöl sem ég hef átt síðustu vikur. Skólastjórnandi í framhaldsskóla fékk hóp nemanda til sín beint inn á námsbrautir sem þau réðu illa við og brottfallið eftir því en 70% af hópnum lauk ekki námi. Er það betra? Við verðum sem samfélag að hafa kjarkinn til að taka umræðuna. Ræða kerfi sem virka ekki og finna leiðir til að bæta þau. Þessi umræða er náskyld umræðunni um mikilvægi öflugra námsgagna og að kennarar hafi fleiri og betri gögn við kennslu. Við einfaldlega skuldum börnunum okkar að gera betur - hvort sem þau tala íslensku sem móðurmál eða eitthvað allt annað. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun