Tilkynnt var um málið í morgun en litlar upplýsingar liggja þó fyrir.
Í tímanum fjöllum við einnig um þingstörfin en þar er nú rætt um bandorminn svokallaða og fjáraukalög.
Að auki er Ecoli smitið á leikskóla í Reykjavík til umfjöllunar en sjö börn liggja nú inni og eru tvö þeirra sögð alvarlega veik.
Í íþróttunum er sögulegur leikur Víkinga í Sambandsdeild Evrópu til umfjöllunar sem fram fer í dag á Kópavogsvelli.