„Hættulegar“ hugmyndir og „aðskilnaðarstefna“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2024 10:12 Ásmundur Einar Daðason, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Jón Gnarr. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri, eru meðal þeirra sem gagnrýna hugmyndir um móttökuskóla fyrir börn af erlendum uppruna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ritaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær þar sem hún segir að „almennilegir og vel skipulagðir“ móttökuskólar gætu skipt sköpun í því að leysa úr vanda grunnskólanna. Árángur íslenskra nemenda í PISA hefði aldrei verið verri, vandinn væri margþættur og erfitt að benda á töfralausn en móttökuskólar gætu haft „mikil og jákvæð“ áhrif fyrir allt skólastarf. Þessu er Ásmundur Einar ósammála en í grein sem birtist á Vísi í dag segir hann hugmyndina hreinlega hættulega. „Í umræðum undanfarið hafa verið settar fram hugmyndir um að aðgreina eigi skóla eftir uppruna barna. Jafnframt hefur því verið fleygt fram að skynsamlegt sé að gera slíkt varðandi fleiri hópa barna. Þetta er ekki bara gamaldags hugsunarháttur, þetta eru líka hættulegar hugmyndir sem munu ekki gera neitt annað en að ýta undir ójöfnuð í okkar samfélagi,“ segir ráðherrann. „Gamaldags hugmyndafræði“ Ásmundur segir rannsóknir sýna að börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunni nái oft bestum árangri í hverfisskólum. Bestur árangur náist fyrir börnin og samfélagið í heild þegar þau fái stuðning innan hefðbundins skólakerfis. Hann bendir á að í maí hafi verið undirritað samkomulag um þróunarverkefnið MEMM, þar sem markmiðið sé að koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn á öllum skólum á landsvísu. „Leiðin fram á við er ekki að boða gamaldags hugmyndafræði aðgreiningar sem lausn á áskoruninni. Þannig stuðlum við ekki að betri samfélagsgerð. Börnin sem hingað koma eru á okkar ábyrgð og okkar verkefni er að þau sem eru með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn verði ekki sjálfkrafa jaðarsett. Að aðgreina börn enn frekar gerir ekkert annað en að ýta þeim lengra út á jaðarinn. Um þetta snúast þær breytingar sem nú er unnið að í íslensku menntakerfi; að ná betur utan um þessi börn,“ segir Ásmundur. Á að einangra börnin enn meira, spyr Jón Jón Gnarr, sem mun líklega skipa 2. sæti á öðrum hvorum Reykjavíkurlista Viðreisnar fyrir komandi þingkosningar, hefur einnig tjáð sig um hugmyndir Áslaugar Örnu og segir þær „sérlega skringilegar“. Hugmyndin sé arfaslæm. „Á með þessum hætti að einangra börn af erlendum uppruna enn meira en gert er nú þegar?“ spyr Jón á Facebook en hann hefur gefið út að eitt af hans helstu baráttumálum verði það sem hann kallar „utangarðsbörn“. Jón vísar einnig til MEMM verkefnisins, sem hafi vrið kynnt sem „liður í heildarsýn ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum og aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu“. „Mér finnst þessi nýja hugmynd Áslaugar byggja á hugmyndafræði einhvers konar aðskilnaðarstefnu. Kann að virka sem sniðug lausn en býrs samt á endanum til fleiri vandamál en hún leysir. Við eigum ekki að fjölga óþarfa opinberum stofnunum og halda áfram að þenja þannig út kerfi, með tilheyrandi kostnaði, sem er ekki að virka fyrir fólk og stendur því einungis fyrir þrifum,“ segir Jón. Nærtækara væri að auka úrræði innan skólanna og setja á fót nýnemadeildir innan þeirra og styðja nemendur til að samlagast samfélaginu og menningu með áherslu á íslenskukennsku. „Barnið tæki þátt í íþróttastarfi og félagslífi í sínum skóla. Barnið er hluti af skólastarfinu og þarf ekki að dúsa í einangruðum móttökuskóla þar sem er mjög ólíklegt að það sé í samskiptum við íslensk börn. Í stað einangrunar leggjum við áherslu á samlögun og þegar barnið er tilbúið færist það sjálfkrafa yfir í venjulegan bekk,“ segir Jón. Þetta sé bæði heilbrigðari og manneskjulegri aðferðafræði og líklega mun ódýrari og árangursríkari. Skóla- og menntamál Grunnskólar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ritaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær þar sem hún segir að „almennilegir og vel skipulagðir“ móttökuskólar gætu skipt sköpun í því að leysa úr vanda grunnskólanna. Árángur íslenskra nemenda í PISA hefði aldrei verið verri, vandinn væri margþættur og erfitt að benda á töfralausn en móttökuskólar gætu haft „mikil og jákvæð“ áhrif fyrir allt skólastarf. Þessu er Ásmundur Einar ósammála en í grein sem birtist á Vísi í dag segir hann hugmyndina hreinlega hættulega. „Í umræðum undanfarið hafa verið settar fram hugmyndir um að aðgreina eigi skóla eftir uppruna barna. Jafnframt hefur því verið fleygt fram að skynsamlegt sé að gera slíkt varðandi fleiri hópa barna. Þetta er ekki bara gamaldags hugsunarháttur, þetta eru líka hættulegar hugmyndir sem munu ekki gera neitt annað en að ýta undir ójöfnuð í okkar samfélagi,“ segir ráðherrann. „Gamaldags hugmyndafræði“ Ásmundur segir rannsóknir sýna að börn með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunni nái oft bestum árangri í hverfisskólum. Bestur árangur náist fyrir börnin og samfélagið í heild þegar þau fái stuðning innan hefðbundins skólakerfis. Hann bendir á að í maí hafi verið undirritað samkomulag um þróunarverkefnið MEMM, þar sem markmiðið sé að koma á samræmdu verklagi um móttöku og menntun barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn á öllum skólum á landsvísu. „Leiðin fram á við er ekki að boða gamaldags hugmyndafræði aðgreiningar sem lausn á áskoruninni. Þannig stuðlum við ekki að betri samfélagsgerð. Börnin sem hingað koma eru á okkar ábyrgð og okkar verkefni er að þau sem eru með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn verði ekki sjálfkrafa jaðarsett. Að aðgreina börn enn frekar gerir ekkert annað en að ýta þeim lengra út á jaðarinn. Um þetta snúast þær breytingar sem nú er unnið að í íslensku menntakerfi; að ná betur utan um þessi börn,“ segir Ásmundur. Á að einangra börnin enn meira, spyr Jón Jón Gnarr, sem mun líklega skipa 2. sæti á öðrum hvorum Reykjavíkurlista Viðreisnar fyrir komandi þingkosningar, hefur einnig tjáð sig um hugmyndir Áslaugar Örnu og segir þær „sérlega skringilegar“. Hugmyndin sé arfaslæm. „Á með þessum hætti að einangra börn af erlendum uppruna enn meira en gert er nú þegar?“ spyr Jón á Facebook en hann hefur gefið út að eitt af hans helstu baráttumálum verði það sem hann kallar „utangarðsbörn“. Jón vísar einnig til MEMM verkefnisins, sem hafi vrið kynnt sem „liður í heildarsýn ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum og aðgerðaáætlun í málefnum íslenskrar tungu“. „Mér finnst þessi nýja hugmynd Áslaugar byggja á hugmyndafræði einhvers konar aðskilnaðarstefnu. Kann að virka sem sniðug lausn en býrs samt á endanum til fleiri vandamál en hún leysir. Við eigum ekki að fjölga óþarfa opinberum stofnunum og halda áfram að þenja þannig út kerfi, með tilheyrandi kostnaði, sem er ekki að virka fyrir fólk og stendur því einungis fyrir þrifum,“ segir Jón. Nærtækara væri að auka úrræði innan skólanna og setja á fót nýnemadeildir innan þeirra og styðja nemendur til að samlagast samfélaginu og menningu með áherslu á íslenskukennsku. „Barnið tæki þátt í íþróttastarfi og félagslífi í sínum skóla. Barnið er hluti af skólastarfinu og þarf ekki að dúsa í einangruðum móttökuskóla þar sem er mjög ólíklegt að það sé í samskiptum við íslensk börn. Í stað einangrunar leggjum við áherslu á samlögun og þegar barnið er tilbúið færist það sjálfkrafa yfir í venjulegan bekk,“ segir Jón. Þetta sé bæði heilbrigðari og manneskjulegri aðferðafræði og líklega mun ódýrari og árangursríkari.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira