„Alls ekki bjartsýn“ á að verkföllum verði afstýrt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. október 2024 19:01 Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Ívar Fannar Formaður samninganefndar sveitarfélaga í kjaraviðræðum við Kennarasamband Íslands er ekki bjartsýnn á að samningar náist fyrir þriðjudag, þegar fyrirhugað er að fyrstu verkföll skelli á. Hún segir mikilvægt að hafa í huga muninn á kjörum og réttindum opinberra starfsmanna og þeirra sem starfi á almennum markaði. Kennarar hafa nefnt rúma milljón á mánuði sem eðlileg grunnlaun. Fundarhöldum milli aðila að kjaradeilunni var haldið áfram í dag eftir hlé sem gert var á meðan beðið var niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsaðgerða kennara. Niðurstaðan var kennurum í hag. „Það gekk vel. Við áttum hreinskiptin samskipti og það verður fundað aftur í fyrramálið, og allan daginn á morgun,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, um samningaviðræður sambandsins við Kennarasamband Íslands. Horfa þurfi á fleira en launin Formaður Félags grunnskólakennara, Mjöll Matthíasdóttir, sagði í dag að sanngjarnt væri að miða við að kennarar hafi rúma milljón króna í grunnlaun. Í dag séu kennarar með um 700 þúsund krónur að meðaltali í laun. „Við höfum haft það sameiginlega markmið síðustu átta ár að jafna laun á milli markaða. En þegar þú talar um meðallaun sérfræðinga á almennum markaði og berð saman við meðallaun kennara, sem eru opinberir starfsmenn, þá snýst þetta ekki bara um launin,“ segir Inga Rún. Gríðarlegur munur sé á kjörum og réttindum opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði. Það þurfi að taka með í reikninginn þegar launakjör eru borin saman milli hins almenna markaðar og þess opinbera. Sitja við og gera sitt besta Að óbreyttu hefjast verkföll í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla hefjast á þriðjudag, 29. október. á þriðjudaginn. Inga segist ekki bjartsýn á að samningar náist fyrir þann tíma. „Ég er ekki bjartsýn, alls ekki. Því miður. En við gerum okkar besta og sitjum við. Ef það er einhver möguleiki og einhver þráður til að halda viðræðum gangandi, þá erum við þar.“ Hvað eruð þið að gera til að liðka fyrir? „Við erum að gera ýmislegt. Við erum með alls konar hugmyndir og tillögur að því að bæta kjör kennara, því við sjáum vísbendingar um að það þurfi að gera það.“ Hún nefni engar tölur, þar sem greiningarvinnan sem liggi að baki sé flókin og erfið, og illa hafi gengið að finna aðferðafræði sem virkar. „Hins vegar erum við með ýmsar hugmyndir sem, ef kennarar vilja ræða þær við okkur, geta bætt laun kennara og bætt þeirra stöðu. Við erum mjög, mjög áfram um það að bæta kjör kennara.“ Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Dómsmál Framhaldsskólar Leikskólar Tengdar fréttir Taldi kennara hafa komið kröfum sínum ítrekað á framfæri Félagsdómur taldi að Kennarasamband Íslands hefði ítrekað komið kröfum sínum á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en það boðaði til verkfallsaðgerða. Kennarasambandið var sýknað af kröfu sveitarfélaganna um að verkfallsboðunin væri lýst ólögmæt. 23. október 2024 13:35 Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Fundarhöldum milli aðila að kjaradeilunni var haldið áfram í dag eftir hlé sem gert var á meðan beðið var niðurstöðu félagsdóms um lögmæti verkfallsaðgerða kennara. Niðurstaðan var kennurum í hag. „Það gekk vel. Við áttum hreinskiptin samskipti og það verður fundað aftur í fyrramálið, og allan daginn á morgun,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, um samningaviðræður sambandsins við Kennarasamband Íslands. Horfa þurfi á fleira en launin Formaður Félags grunnskólakennara, Mjöll Matthíasdóttir, sagði í dag að sanngjarnt væri að miða við að kennarar hafi rúma milljón króna í grunnlaun. Í dag séu kennarar með um 700 þúsund krónur að meðaltali í laun. „Við höfum haft það sameiginlega markmið síðustu átta ár að jafna laun á milli markaða. En þegar þú talar um meðallaun sérfræðinga á almennum markaði og berð saman við meðallaun kennara, sem eru opinberir starfsmenn, þá snýst þetta ekki bara um launin,“ segir Inga Rún. Gríðarlegur munur sé á kjörum og réttindum opinberra starfsmanna og starfsmanna á almennum markaði. Það þurfi að taka með í reikninginn þegar launakjör eru borin saman milli hins almenna markaðar og þess opinbera. Sitja við og gera sitt besta Að óbreyttu hefjast verkföll í fjórum leikskólum, fjórum grunnskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla hefjast á þriðjudag, 29. október. á þriðjudaginn. Inga segist ekki bjartsýn á að samningar náist fyrir þann tíma. „Ég er ekki bjartsýn, alls ekki. Því miður. En við gerum okkar besta og sitjum við. Ef það er einhver möguleiki og einhver þráður til að halda viðræðum gangandi, þá erum við þar.“ Hvað eruð þið að gera til að liðka fyrir? „Við erum að gera ýmislegt. Við erum með alls konar hugmyndir og tillögur að því að bæta kjör kennara, því við sjáum vísbendingar um að það þurfi að gera það.“ Hún nefni engar tölur, þar sem greiningarvinnan sem liggi að baki sé flókin og erfið, og illa hafi gengið að finna aðferðafræði sem virkar. „Hins vegar erum við með ýmsar hugmyndir sem, ef kennarar vilja ræða þær við okkur, geta bætt laun kennara og bætt þeirra stöðu. Við erum mjög, mjög áfram um það að bæta kjör kennara.“
Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Dómsmál Framhaldsskólar Leikskólar Tengdar fréttir Taldi kennara hafa komið kröfum sínum ítrekað á framfæri Félagsdómur taldi að Kennarasamband Íslands hefði ítrekað komið kröfum sínum á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en það boðaði til verkfallsaðgerða. Kennarasambandið var sýknað af kröfu sveitarfélaganna um að verkfallsboðunin væri lýst ólögmæt. 23. október 2024 13:35 Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Taldi kennara hafa komið kröfum sínum ítrekað á framfæri Félagsdómur taldi að Kennarasamband Íslands hefði ítrekað komið kröfum sínum á framfæri við Samband íslenskra sveitarfélaga áður en það boðaði til verkfallsaðgerða. Kennarasambandið var sýknað af kröfu sveitarfélaganna um að verkfallsboðunin væri lýst ólögmæt. 23. október 2024 13:35
Verkfallsboðun kennara dæmd lögleg Félagsdómur sýknaði Kennarasamband Íslands af kröfu Sambands íslenskra sveitarfélaga sem taldi verkfallsboðun kennara ólöglega í morgun. 23. október 2024 09:32