Jón Gnarr sáttur með annað sætið Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2024 11:28 Uppstillingarnefnd mun hafa ákveðið, eftir nokkra yfirlegu, að ekki væri vert að troða öðrum hvorum þingmanninum, þeim Hönnu Katrínu og Þorbjörgu Sigríði um tær og verður Jóni boðið annað sætið á lista í öðru hvort Reykjavíkurkjördæmanna. vísir/samsett Samkvæmt heimildum Vísis bendir flest til þess að Jón Gnarr verði settur í annað sæti Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Uppstillingarnefnd Viðreisnar er enn að störfum en annað kvöld verður fundur þar sem tillaga þessa efnis verður lögð fyrir. Eins og fram hefur komið vakti það talsverða athygli þegar Jón Gnarr tilkynnti að hann hafi gengið til liðs við Viðreisn og að hann myndi sækjast eftir því að leiða lista flokksins í öðru hvoru R-kjördæmanna. Jón var þá heitur eftir forsetaframboð og greinilega til í slaginn. Oddvitum leist ekki á blikuna Olli fyrirferð hans nokkrum óróa því fyrir lá að þingmenn flokksins, þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sem leiðir flokkinn í Reykjavík norður og Hanna Katrín Friðriksson sem er á toppnum í suður höfðu engan hug á því að víkja. Og þær tóku yfirlýsingum hans í hlaðvarpinu Spursmálum Stefáns Einars Stefánssonar heldur óstinnt upp. Jón Gnarr staðfestir þetta með sætið í samtali við Vísi, svo langt sem það nær. „Já, ég hef heyrt það. Ég hef heyrt því fleygt. Og ég er bara brattur með það. Ég lít svo á að það sé mjúk og góð innkoma. Ég er að stíga mín fyrstu skref í þessu,“ segir Jón. Hann segir mest um vert að fá raunveruleg tækifæri til að starfa að þeim málaflokkum sem eru honum hjartans mál. „Ég vil einbeita mér að málefnum barna-; skóla- og þá sérstaklega málefnum utangarðsbarna. Þar sem ríkir neyðarástand. Mig langar að komast í þá stöðu að geta gert eitthvað í því.“ Sáttur við sinn hlut Jón segist fullviss um að hann hafi til þess stuðning, sama hvar hann skipast á lista. „En þetta kemur allt í ljós á morgun, þá verður tilkynnt annað kvöld eða ég geng út frá því að það verði tilkynnt þar, ekki alltaf allt rétt sem ég geng út frá.“ Jón ítrekar að hann sé sáttur við sitt hlutskipti og að hann treysti uppstillingarnefndinni í hvívetna, þar fari fólk sem þekki til og hafi verið í þessu áður. „Ég er sáttur við mitt hlutskipti.“ Jón Gnarr milli þeirra Höllu Tómasdóttur forseta og Katrínar Jakobsdóttur fyrrverandi forsætisráðherra. Hann mætir til leiks reynslunni ríkari.vísir/vilhelm Uppstillingarnefndinni hefur þannig verið nokkur vandi á höndum en eftir því sem Vísir kemst næst munu tillögur hennar ekki ganga út á að sitjandi oddvitum verði ýtt úr sæti fyrir Jóni. Út á það ganga ábendingar sem Vísi hafa borist; að Jóni hafi verið tilkynnt þetta og að hann uni því. Uppstillingarnefnd leggur tillögur sínar fyrir fund félagsmanna Viðreisnar í Reykjavík annað kvöld, til samþykktar eða synjunar og verða þá listarnir lagðir fram í heild. Svo þarf stjórn flokksins einnig að samþykkja en það verður gera á fundi sem haldinn verður strax eftir félagsfundinn. Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Uppstillingarnefnd Viðreisnar er enn að störfum en annað kvöld verður fundur þar sem tillaga þessa efnis verður lögð fyrir. Eins og fram hefur komið vakti það talsverða athygli þegar Jón Gnarr tilkynnti að hann hafi gengið til liðs við Viðreisn og að hann myndi sækjast eftir því að leiða lista flokksins í öðru hvoru R-kjördæmanna. Jón var þá heitur eftir forsetaframboð og greinilega til í slaginn. Oddvitum leist ekki á blikuna Olli fyrirferð hans nokkrum óróa því fyrir lá að þingmenn flokksins, þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sem leiðir flokkinn í Reykjavík norður og Hanna Katrín Friðriksson sem er á toppnum í suður höfðu engan hug á því að víkja. Og þær tóku yfirlýsingum hans í hlaðvarpinu Spursmálum Stefáns Einars Stefánssonar heldur óstinnt upp. Jón Gnarr staðfestir þetta með sætið í samtali við Vísi, svo langt sem það nær. „Já, ég hef heyrt það. Ég hef heyrt því fleygt. Og ég er bara brattur með það. Ég lít svo á að það sé mjúk og góð innkoma. Ég er að stíga mín fyrstu skref í þessu,“ segir Jón. Hann segir mest um vert að fá raunveruleg tækifæri til að starfa að þeim málaflokkum sem eru honum hjartans mál. „Ég vil einbeita mér að málefnum barna-; skóla- og þá sérstaklega málefnum utangarðsbarna. Þar sem ríkir neyðarástand. Mig langar að komast í þá stöðu að geta gert eitthvað í því.“ Sáttur við sinn hlut Jón segist fullviss um að hann hafi til þess stuðning, sama hvar hann skipast á lista. „En þetta kemur allt í ljós á morgun, þá verður tilkynnt annað kvöld eða ég geng út frá því að það verði tilkynnt þar, ekki alltaf allt rétt sem ég geng út frá.“ Jón ítrekar að hann sé sáttur við sitt hlutskipti og að hann treysti uppstillingarnefndinni í hvívetna, þar fari fólk sem þekki til og hafi verið í þessu áður. „Ég er sáttur við mitt hlutskipti.“ Jón Gnarr milli þeirra Höllu Tómasdóttur forseta og Katrínar Jakobsdóttur fyrrverandi forsætisráðherra. Hann mætir til leiks reynslunni ríkari.vísir/vilhelm Uppstillingarnefndinni hefur þannig verið nokkur vandi á höndum en eftir því sem Vísir kemst næst munu tillögur hennar ekki ganga út á að sitjandi oddvitum verði ýtt úr sæti fyrir Jóni. Út á það ganga ábendingar sem Vísi hafa borist; að Jóni hafi verið tilkynnt þetta og að hann uni því. Uppstillingarnefnd leggur tillögur sínar fyrir fund félagsmanna Viðreisnar í Reykjavík annað kvöld, til samþykktar eða synjunar og verða þá listarnir lagðir fram í heild. Svo þarf stjórn flokksins einnig að samþykkja en það verður gera á fundi sem haldinn verður strax eftir félagsfundinn.
Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira