Jón Gnarr sáttur með annað sætið Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2024 11:28 Uppstillingarnefnd mun hafa ákveðið, eftir nokkra yfirlegu, að ekki væri vert að troða öðrum hvorum þingmanninum, þeim Hönnu Katrínu og Þorbjörgu Sigríði um tær og verður Jóni boðið annað sætið á lista í öðru hvort Reykjavíkurkjördæmanna. vísir/samsett Samkvæmt heimildum Vísis bendir flest til þess að Jón Gnarr verði settur í annað sæti Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Uppstillingarnefnd Viðreisnar er enn að störfum en annað kvöld verður fundur þar sem tillaga þessa efnis verður lögð fyrir. Eins og fram hefur komið vakti það talsverða athygli þegar Jón Gnarr tilkynnti að hann hafi gengið til liðs við Viðreisn og að hann myndi sækjast eftir því að leiða lista flokksins í öðru hvoru R-kjördæmanna. Jón var þá heitur eftir forsetaframboð og greinilega til í slaginn. Oddvitum leist ekki á blikuna Olli fyrirferð hans nokkrum óróa því fyrir lá að þingmenn flokksins, þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sem leiðir flokkinn í Reykjavík norður og Hanna Katrín Friðriksson sem er á toppnum í suður höfðu engan hug á því að víkja. Og þær tóku yfirlýsingum hans í hlaðvarpinu Spursmálum Stefáns Einars Stefánssonar heldur óstinnt upp. Jón Gnarr staðfestir þetta með sætið í samtali við Vísi, svo langt sem það nær. „Já, ég hef heyrt það. Ég hef heyrt því fleygt. Og ég er bara brattur með það. Ég lít svo á að það sé mjúk og góð innkoma. Ég er að stíga mín fyrstu skref í þessu,“ segir Jón. Hann segir mest um vert að fá raunveruleg tækifæri til að starfa að þeim málaflokkum sem eru honum hjartans mál. „Ég vil einbeita mér að málefnum barna-; skóla- og þá sérstaklega málefnum utangarðsbarna. Þar sem ríkir neyðarástand. Mig langar að komast í þá stöðu að geta gert eitthvað í því.“ Sáttur við sinn hlut Jón segist fullviss um að hann hafi til þess stuðning, sama hvar hann skipast á lista. „En þetta kemur allt í ljós á morgun, þá verður tilkynnt annað kvöld eða ég geng út frá því að það verði tilkynnt þar, ekki alltaf allt rétt sem ég geng út frá.“ Jón ítrekar að hann sé sáttur við sitt hlutskipti og að hann treysti uppstillingarnefndinni í hvívetna, þar fari fólk sem þekki til og hafi verið í þessu áður. „Ég er sáttur við mitt hlutskipti.“ Jón Gnarr milli þeirra Höllu Tómasdóttur forseta og Katrínar Jakobsdóttur fyrrverandi forsætisráðherra. Hann mætir til leiks reynslunni ríkari.vísir/vilhelm Uppstillingarnefndinni hefur þannig verið nokkur vandi á höndum en eftir því sem Vísir kemst næst munu tillögur hennar ekki ganga út á að sitjandi oddvitum verði ýtt úr sæti fyrir Jóni. Út á það ganga ábendingar sem Vísi hafa borist; að Jóni hafi verið tilkynnt þetta og að hann uni því. Uppstillingarnefnd leggur tillögur sínar fyrir fund félagsmanna Viðreisnar í Reykjavík annað kvöld, til samþykktar eða synjunar og verða þá listarnir lagðir fram í heild. Svo þarf stjórn flokksins einnig að samþykkja en það verður gera á fundi sem haldinn verður strax eftir félagsfundinn. Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira
Uppstillingarnefnd Viðreisnar er enn að störfum en annað kvöld verður fundur þar sem tillaga þessa efnis verður lögð fyrir. Eins og fram hefur komið vakti það talsverða athygli þegar Jón Gnarr tilkynnti að hann hafi gengið til liðs við Viðreisn og að hann myndi sækjast eftir því að leiða lista flokksins í öðru hvoru R-kjördæmanna. Jón var þá heitur eftir forsetaframboð og greinilega til í slaginn. Oddvitum leist ekki á blikuna Olli fyrirferð hans nokkrum óróa því fyrir lá að þingmenn flokksins, þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sem leiðir flokkinn í Reykjavík norður og Hanna Katrín Friðriksson sem er á toppnum í suður höfðu engan hug á því að víkja. Og þær tóku yfirlýsingum hans í hlaðvarpinu Spursmálum Stefáns Einars Stefánssonar heldur óstinnt upp. Jón Gnarr staðfestir þetta með sætið í samtali við Vísi, svo langt sem það nær. „Já, ég hef heyrt það. Ég hef heyrt því fleygt. Og ég er bara brattur með það. Ég lít svo á að það sé mjúk og góð innkoma. Ég er að stíga mín fyrstu skref í þessu,“ segir Jón. Hann segir mest um vert að fá raunveruleg tækifæri til að starfa að þeim málaflokkum sem eru honum hjartans mál. „Ég vil einbeita mér að málefnum barna-; skóla- og þá sérstaklega málefnum utangarðsbarna. Þar sem ríkir neyðarástand. Mig langar að komast í þá stöðu að geta gert eitthvað í því.“ Sáttur við sinn hlut Jón segist fullviss um að hann hafi til þess stuðning, sama hvar hann skipast á lista. „En þetta kemur allt í ljós á morgun, þá verður tilkynnt annað kvöld eða ég geng út frá því að það verði tilkynnt þar, ekki alltaf allt rétt sem ég geng út frá.“ Jón ítrekar að hann sé sáttur við sitt hlutskipti og að hann treysti uppstillingarnefndinni í hvívetna, þar fari fólk sem þekki til og hafi verið í þessu áður. „Ég er sáttur við mitt hlutskipti.“ Jón Gnarr milli þeirra Höllu Tómasdóttur forseta og Katrínar Jakobsdóttur fyrrverandi forsætisráðherra. Hann mætir til leiks reynslunni ríkari.vísir/vilhelm Uppstillingarnefndinni hefur þannig verið nokkur vandi á höndum en eftir því sem Vísir kemst næst munu tillögur hennar ekki ganga út á að sitjandi oddvitum verði ýtt úr sæti fyrir Jóni. Út á það ganga ábendingar sem Vísi hafa borist; að Jóni hafi verið tilkynnt þetta og að hann uni því. Uppstillingarnefnd leggur tillögur sínar fyrir fund félagsmanna Viðreisnar í Reykjavík annað kvöld, til samþykktar eða synjunar og verða þá listarnir lagðir fram í heild. Svo þarf stjórn flokksins einnig að samþykkja en það verður gera á fundi sem haldinn verður strax eftir félagsfundinn.
Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Sjá meira