Jón Gnarr sáttur með annað sætið Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2024 11:28 Uppstillingarnefnd mun hafa ákveðið, eftir nokkra yfirlegu, að ekki væri vert að troða öðrum hvorum þingmanninum, þeim Hönnu Katrínu og Þorbjörgu Sigríði um tær og verður Jóni boðið annað sætið á lista í öðru hvort Reykjavíkurkjördæmanna. vísir/samsett Samkvæmt heimildum Vísis bendir flest til þess að Jón Gnarr verði settur í annað sæti Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Uppstillingarnefnd Viðreisnar er enn að störfum en annað kvöld verður fundur þar sem tillaga þessa efnis verður lögð fyrir. Eins og fram hefur komið vakti það talsverða athygli þegar Jón Gnarr tilkynnti að hann hafi gengið til liðs við Viðreisn og að hann myndi sækjast eftir því að leiða lista flokksins í öðru hvoru R-kjördæmanna. Jón var þá heitur eftir forsetaframboð og greinilega til í slaginn. Oddvitum leist ekki á blikuna Olli fyrirferð hans nokkrum óróa því fyrir lá að þingmenn flokksins, þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sem leiðir flokkinn í Reykjavík norður og Hanna Katrín Friðriksson sem er á toppnum í suður höfðu engan hug á því að víkja. Og þær tóku yfirlýsingum hans í hlaðvarpinu Spursmálum Stefáns Einars Stefánssonar heldur óstinnt upp. Jón Gnarr staðfestir þetta með sætið í samtali við Vísi, svo langt sem það nær. „Já, ég hef heyrt það. Ég hef heyrt því fleygt. Og ég er bara brattur með það. Ég lít svo á að það sé mjúk og góð innkoma. Ég er að stíga mín fyrstu skref í þessu,“ segir Jón. Hann segir mest um vert að fá raunveruleg tækifæri til að starfa að þeim málaflokkum sem eru honum hjartans mál. „Ég vil einbeita mér að málefnum barna-; skóla- og þá sérstaklega málefnum utangarðsbarna. Þar sem ríkir neyðarástand. Mig langar að komast í þá stöðu að geta gert eitthvað í því.“ Sáttur við sinn hlut Jón segist fullviss um að hann hafi til þess stuðning, sama hvar hann skipast á lista. „En þetta kemur allt í ljós á morgun, þá verður tilkynnt annað kvöld eða ég geng út frá því að það verði tilkynnt þar, ekki alltaf allt rétt sem ég geng út frá.“ Jón ítrekar að hann sé sáttur við sitt hlutskipti og að hann treysti uppstillingarnefndinni í hvívetna, þar fari fólk sem þekki til og hafi verið í þessu áður. „Ég er sáttur við mitt hlutskipti.“ Jón Gnarr milli þeirra Höllu Tómasdóttur forseta og Katrínar Jakobsdóttur fyrrverandi forsætisráðherra. Hann mætir til leiks reynslunni ríkari.vísir/vilhelm Uppstillingarnefndinni hefur þannig verið nokkur vandi á höndum en eftir því sem Vísir kemst næst munu tillögur hennar ekki ganga út á að sitjandi oddvitum verði ýtt úr sæti fyrir Jóni. Út á það ganga ábendingar sem Vísi hafa borist; að Jóni hafi verið tilkynnt þetta og að hann uni því. Uppstillingarnefnd leggur tillögur sínar fyrir fund félagsmanna Viðreisnar í Reykjavík annað kvöld, til samþykktar eða synjunar og verða þá listarnir lagðir fram í heild. Svo þarf stjórn flokksins einnig að samþykkja en það verður gera á fundi sem haldinn verður strax eftir félagsfundinn. Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Uppstillingarnefnd Viðreisnar er enn að störfum en annað kvöld verður fundur þar sem tillaga þessa efnis verður lögð fyrir. Eins og fram hefur komið vakti það talsverða athygli þegar Jón Gnarr tilkynnti að hann hafi gengið til liðs við Viðreisn og að hann myndi sækjast eftir því að leiða lista flokksins í öðru hvoru R-kjördæmanna. Jón var þá heitur eftir forsetaframboð og greinilega til í slaginn. Oddvitum leist ekki á blikuna Olli fyrirferð hans nokkrum óróa því fyrir lá að þingmenn flokksins, þær Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir sem leiðir flokkinn í Reykjavík norður og Hanna Katrín Friðriksson sem er á toppnum í suður höfðu engan hug á því að víkja. Og þær tóku yfirlýsingum hans í hlaðvarpinu Spursmálum Stefáns Einars Stefánssonar heldur óstinnt upp. Jón Gnarr staðfestir þetta með sætið í samtali við Vísi, svo langt sem það nær. „Já, ég hef heyrt það. Ég hef heyrt því fleygt. Og ég er bara brattur með það. Ég lít svo á að það sé mjúk og góð innkoma. Ég er að stíga mín fyrstu skref í þessu,“ segir Jón. Hann segir mest um vert að fá raunveruleg tækifæri til að starfa að þeim málaflokkum sem eru honum hjartans mál. „Ég vil einbeita mér að málefnum barna-; skóla- og þá sérstaklega málefnum utangarðsbarna. Þar sem ríkir neyðarástand. Mig langar að komast í þá stöðu að geta gert eitthvað í því.“ Sáttur við sinn hlut Jón segist fullviss um að hann hafi til þess stuðning, sama hvar hann skipast á lista. „En þetta kemur allt í ljós á morgun, þá verður tilkynnt annað kvöld eða ég geng út frá því að það verði tilkynnt þar, ekki alltaf allt rétt sem ég geng út frá.“ Jón ítrekar að hann sé sáttur við sitt hlutskipti og að hann treysti uppstillingarnefndinni í hvívetna, þar fari fólk sem þekki til og hafi verið í þessu áður. „Ég er sáttur við mitt hlutskipti.“ Jón Gnarr milli þeirra Höllu Tómasdóttur forseta og Katrínar Jakobsdóttur fyrrverandi forsætisráðherra. Hann mætir til leiks reynslunni ríkari.vísir/vilhelm Uppstillingarnefndinni hefur þannig verið nokkur vandi á höndum en eftir því sem Vísir kemst næst munu tillögur hennar ekki ganga út á að sitjandi oddvitum verði ýtt úr sæti fyrir Jóni. Út á það ganga ábendingar sem Vísi hafa borist; að Jóni hafi verið tilkynnt þetta og að hann uni því. Uppstillingarnefnd leggur tillögur sínar fyrir fund félagsmanna Viðreisnar í Reykjavík annað kvöld, til samþykktar eða synjunar og verða þá listarnir lagðir fram í heild. Svo þarf stjórn flokksins einnig að samþykkja en það verður gera á fundi sem haldinn verður strax eftir félagsfundinn.
Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira