Innlent

Segist ekki geta tjáð sig um inn­lagnir vegna E. coli sýkingar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Mánagarður er rekinn af Félagsstofnun Stúdenta.
Mánagarður er rekinn af Félagsstofnun Stúdenta. Vísir/Vilhelm

„Við erum rétt mætt og að fara yfir stöðuna,“ segir Soffía Emelía Bragadóttir, leikskólastjóri Mánagarðs, sem var lokað í gær vegna alvarlegrar E. coli sýkingar.

Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að börn hafi verið lögð inn á sjúkrahús vegna sýkingarinnar en Soffía segist ekki geta tjáð sig um það að svo stöddu. 

Hún og starfsmenn leikskólans bíði nú eftir upplýsingum frá sóttvarnayfirvöldum um næstu skref.

Soffía segist gera ráð fyrir því að leikskólinn opni aftur á morgun.

mbl.is segist hafa heimildir fyrir því að níu börn hafi leitað á bráðamóttöku með einkenni síðustu tvo daga. 

Fjögur börn hafi greinst með E. coli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×