Menn geti komist upp með morð með því að berjast í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. október 2024 10:58 Ólympíugullhafinn Andrey Perlov hefur neitað að berjast í Úkraínu og verið refsað fyrir. Dómsyfirvöld í Novosibirsk Einstaklingum sem eru handteknir í Rússlandi býðst nú að berjast í Úkraínu gegn því að mál þeirra séu sett á bið og líklega felld niður. Samkvæmt BBC virðist langt gengið í að þvinga menn til að ganga að samkomulaginu. Andrey Perlov er einn af þessum mönnum en hann er þekktur fyrir að hafa unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum 1992. Perlov var handtekinn í mars og ákærður fyrir að hafa stolið milljónum frá knattspyrnufélagi í Novosibirsk, þar sem hann var framkvæmdastjóri. Perlov neitar sök en að sögn fjölskyldu hans sætir hann nú þrýstingi frá yfirvöldum um að fara og berjast í Úkraínu gegn því að málið verði sett á bið og mögulega fellt niður þegar stríðinu lýkur. Samkvæmt umfjöllun BBC hafa menn neitað að ganga að ofangreindu tilboði, af ýmsum ástæðum. Sumir eru á móti stríðinu og aðrir óttast að deyja á vígvellinum, eins og Yaroslav Lipavsky, sem gekk í herinn þegar hann var 18 ára til að freista þess að komast undan því að verða dæmdur glæpamaður. Yaroslav, sem átti von á barni á þessum tíma, var sendur beint til Úkraínu og lést viku seinna. Alina Perlov, dóttir Andrey Perlov, segir að föður sínum hafi verið refsað fyrir að neita og fara með málið í fjölmiðla. Hann hafi verið færður í strangara úrræði og enn þrýst á hann að skrifa undir að berjast í Úkraínu. Þegar hann hafi enn neitað hafi honum verið meinað að ræða við fjölskyldu sína. Lögum samkvæmt er nú bæði saksóknurum og lögmönnum skylt að upplýsa menn sem hafa verið handteknir um þann möguleika að fara til Úkraínu til að berjast gegn því að fá mál sitt á bið. Rússar hafa hins vegar verið að notast við fanga á vígvellinum frá því að Wagner-málaliðasamtökin hófu að safna liði í fangelsum landsins. Samtökin eru talin hafa teflt fram um það bil 50 þúsund föngum á vígvellinum og að um 17 þúsund hafi látist í bardögum um Bakhmut á einu ári. Olga Romanova, framkvæmdastjóri Russia Behind Bars, segir þróunina mikið áhyggjuefni en lögin þýði í raun að maður getur framið morð og sloppið við gæsluvarðhald og réttarhöld með því að bjóðas til að fara til Úkraínu. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mannréttindi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Andrey Perlov er einn af þessum mönnum en hann er þekktur fyrir að hafa unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum 1992. Perlov var handtekinn í mars og ákærður fyrir að hafa stolið milljónum frá knattspyrnufélagi í Novosibirsk, þar sem hann var framkvæmdastjóri. Perlov neitar sök en að sögn fjölskyldu hans sætir hann nú þrýstingi frá yfirvöldum um að fara og berjast í Úkraínu gegn því að málið verði sett á bið og mögulega fellt niður þegar stríðinu lýkur. Samkvæmt umfjöllun BBC hafa menn neitað að ganga að ofangreindu tilboði, af ýmsum ástæðum. Sumir eru á móti stríðinu og aðrir óttast að deyja á vígvellinum, eins og Yaroslav Lipavsky, sem gekk í herinn þegar hann var 18 ára til að freista þess að komast undan því að verða dæmdur glæpamaður. Yaroslav, sem átti von á barni á þessum tíma, var sendur beint til Úkraínu og lést viku seinna. Alina Perlov, dóttir Andrey Perlov, segir að föður sínum hafi verið refsað fyrir að neita og fara með málið í fjölmiðla. Hann hafi verið færður í strangara úrræði og enn þrýst á hann að skrifa undir að berjast í Úkraínu. Þegar hann hafi enn neitað hafi honum verið meinað að ræða við fjölskyldu sína. Lögum samkvæmt er nú bæði saksóknurum og lögmönnum skylt að upplýsa menn sem hafa verið handteknir um þann möguleika að fara til Úkraínu til að berjast gegn því að fá mál sitt á bið. Rússar hafa hins vegar verið að notast við fanga á vígvellinum frá því að Wagner-málaliðasamtökin hófu að safna liði í fangelsum landsins. Samtökin eru talin hafa teflt fram um það bil 50 þúsund föngum á vígvellinum og að um 17 þúsund hafi látist í bardögum um Bakhmut á einu ári. Olga Romanova, framkvæmdastjóri Russia Behind Bars, segir þróunina mikið áhyggjuefni en lögin þýði í raun að maður getur framið morð og sloppið við gæsluvarðhald og réttarhöld með því að bjóðas til að fara til Úkraínu. Hér má finna ítarlega umfjöllun BBC.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mannréttindi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira