Flokkar sem sitji hjá séu ekki í stöðu til að setja skilyrði Rafn Ágúst Ragnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 22. október 2024 19:38 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir ríkisstjórnina hafa fengið óskýr skilaboð frá flokkum á þingi varðandi stuðning þeirra við fjárlagafrumvarpið. Stöð 2 Leiðtogar ríkisstjórnarinnar eru bjartsýnir á að þingið nái að afgreiða fjárlög fyrir miðjan næsta mánuð. Forsætisráðherra segir að þeir flokkar sem ætli sér að sitja hjá við afgreiðslu málsins séu ekki í neinni stöðu til að setja skilyrði. Ríkisstjórnin fundaði í gærkvöldi með formönnum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Fjármálaráðherra sagði að aðstæður í stjórnmálunum kalli á gjörbreytta hugsun allra þingmanna. „Það var tilgangur fundarins í gær að fara yfir hvaða mál ég teldi að væru fjárlagatengd mál og skapa þá andrúmsloft fyrir því að hægt sé að afgreiða þau og skilning á að það er mikilvægt til þess að öll okkar kerfi gangi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. „Við erum með þá sýn að það sé eðlilegt og ábyrgt að klára fjárlagafrumvarpið á grundvelli þess frumvarps sem liggur fyrir á þinginu. Það þýðir að það þarf að taka málið til afgreiðslu í nefndum þingsins og fjárlagatengt mál þurfa að komast til þingsins,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Óskýr skilaboð Fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi fengið óskýr skilaboð um hvort flokkarnir muni styðja við málið. „Mér sýnist að sumir flokkanna boði það að þeir vilji sitja hjá við afgreiðslu málsins og þannig ekki taka ábyrgð á því og auðvitað er það þannig að ef flokkar vilja ekki tengjast málinu þá eru einhver mörk á því hversu miklum skilyrðum við erum tilbúin til þess að sæta varðandi afgreiðslu málsins. Þeir sem ekki ætla taka ábyrgð á geta ekki á sama tíma haft allt um það að segja hvernig það lítur út, er það?“ segir Bjarni. Bjartsýnn á að hægt sé að ljúka því í tæka tíð Fjármálaráðherra er bjartsýnn á það að málið klárist á tilsettum tíma. „Við erum á fullu að reyna að klára undirbúning að annarri umræðu fjárlaga sem ég vonast til að gæti verið á ríkisstjórnarfundi í næstu viku. Þannig að við getum komið öllum þessum gögnum til þingsins í tæka tíð svo hægt sé að ljúka þessu með sómasamlegum hætti 15. nóvember,“ segir Sigurður Ingi. Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Ríkisstjórnin fundaði í gærkvöldi með formönnum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi. Fjármálaráðherra sagði að aðstæður í stjórnmálunum kalli á gjörbreytta hugsun allra þingmanna. „Það var tilgangur fundarins í gær að fara yfir hvaða mál ég teldi að væru fjárlagatengd mál og skapa þá andrúmsloft fyrir því að hægt sé að afgreiða þau og skilning á að það er mikilvægt til þess að öll okkar kerfi gangi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra. „Við erum með þá sýn að það sé eðlilegt og ábyrgt að klára fjárlagafrumvarpið á grundvelli þess frumvarps sem liggur fyrir á þinginu. Það þýðir að það þarf að taka málið til afgreiðslu í nefndum þingsins og fjárlagatengt mál þurfa að komast til þingsins,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Óskýr skilaboð Fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin hafi fengið óskýr skilaboð um hvort flokkarnir muni styðja við málið. „Mér sýnist að sumir flokkanna boði það að þeir vilji sitja hjá við afgreiðslu málsins og þannig ekki taka ábyrgð á því og auðvitað er það þannig að ef flokkar vilja ekki tengjast málinu þá eru einhver mörk á því hversu miklum skilyrðum við erum tilbúin til þess að sæta varðandi afgreiðslu málsins. Þeir sem ekki ætla taka ábyrgð á geta ekki á sama tíma haft allt um það að segja hvernig það lítur út, er það?“ segir Bjarni. Bjartsýnn á að hægt sé að ljúka því í tæka tíð Fjármálaráðherra er bjartsýnn á það að málið klárist á tilsettum tíma. „Við erum á fullu að reyna að klára undirbúning að annarri umræðu fjárlaga sem ég vonast til að gæti verið á ríkisstjórnarfundi í næstu viku. Þannig að við getum komið öllum þessum gögnum til þingsins í tæka tíð svo hægt sé að ljúka þessu með sómasamlegum hætti 15. nóvember,“ segir Sigurður Ingi.
Fjárlagafrumvarp 2025 Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira