AC Milan komið á blað og Mónakó skoraði fimm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. október 2024 19:16 Leikmenn AC Milan fagna. EPA-EFE/DANIEL DAL ZENNARO Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. AC Milan vann 3-1 sigur á Club Brugge og Mónakó fór létt með Rauðu Stjörnuna. AC Milan hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni svo það var vel séð þegar Christian Pulisic kom Mílanó-liðinu yfir eftir rúman hálftíma leik. Raphael Onyedika fékk svo beint rautt spjald í liði Club Brugge áður en fyrri hálfleik lauk. Gestirnir létu það ekki á sig á fá og jöfnuðu metin eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik. Kyriani Sabbe með markið eftir undirbúning Hugo Vetlesen. Tijjani Reijnders kom AC Milan til bjargar með mörkum á 61. og 71. mínútu leiksins. Staðan orðin 3-1 og reyndust það lokatölur leiksins. AC Milan sem stendur í 18. sæti með þrjú stig á meðan Club Brugge er í 24. sæti með jafn mörg stig. Reijnders inspires Milan 🔴⚫#UCL pic.twitter.com/YNYyOizSAg— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 22, 2024 Í Mónakó var það Takumi Minamino sem kom heimaliðinu yfir en Cherif Ndiaye jafnaði metin fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu. Breel Embolo kom Mónakó 2-1 yfir á fjórðu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiksins og heimamenn því með yfirhöndina þegar síðari hálfleikur hófst. Wilfried Singo bætti við þriðja marki Mónakó á 54. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Embolo mark sem var dæmt af. Minamino var svo aftur á ferðinni þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka, eftir undirbúning Emboli, og staðan orðin 4-1. Minamino sjálfur átti svo stoðsendinguna í síðasta marki leiksins en það skoraði Maghnes Akliouche í uppbótartíma, lokatölur 5-1. What a win for Monaco 👏#UCL pic.twitter.com/QUVEF2zuaA— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 22, 2024 Mónakó fer með sigrinum á topp Meistaradeildarinnar með 7 stig að loknum þremur umferðum en fjöldi liða getur náð toppsætinu að loknum leikjum umferðarinnar. Rauða stjarnan er á botninum án stiga en liðið hefur fengið á sig 11 mörk í leikjunum þremur til þessa. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Fleiri fréttir Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Sjá meira
AC Milan hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni svo það var vel séð þegar Christian Pulisic kom Mílanó-liðinu yfir eftir rúman hálftíma leik. Raphael Onyedika fékk svo beint rautt spjald í liði Club Brugge áður en fyrri hálfleik lauk. Gestirnir létu það ekki á sig á fá og jöfnuðu metin eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik. Kyriani Sabbe með markið eftir undirbúning Hugo Vetlesen. Tijjani Reijnders kom AC Milan til bjargar með mörkum á 61. og 71. mínútu leiksins. Staðan orðin 3-1 og reyndust það lokatölur leiksins. AC Milan sem stendur í 18. sæti með þrjú stig á meðan Club Brugge er í 24. sæti með jafn mörg stig. Reijnders inspires Milan 🔴⚫#UCL pic.twitter.com/YNYyOizSAg— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 22, 2024 Í Mónakó var það Takumi Minamino sem kom heimaliðinu yfir en Cherif Ndiaye jafnaði metin fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu. Breel Embolo kom Mónakó 2-1 yfir á fjórðu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiksins og heimamenn því með yfirhöndina þegar síðari hálfleikur hófst. Wilfried Singo bætti við þriðja marki Mónakó á 54. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Embolo mark sem var dæmt af. Minamino var svo aftur á ferðinni þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka, eftir undirbúning Emboli, og staðan orðin 4-1. Minamino sjálfur átti svo stoðsendinguna í síðasta marki leiksins en það skoraði Maghnes Akliouche í uppbótartíma, lokatölur 5-1. What a win for Monaco 👏#UCL pic.twitter.com/QUVEF2zuaA— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 22, 2024 Mónakó fer með sigrinum á topp Meistaradeildarinnar með 7 stig að loknum þremur umferðum en fjöldi liða getur náð toppsætinu að loknum leikjum umferðarinnar. Rauða stjarnan er á botninum án stiga en liðið hefur fengið á sig 11 mörk í leikjunum þremur til þessa.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Fleiri fréttir Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Sjá meira