Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2024 08:32 Þriggja manna liðin „Arsenal“ og „Real“ takast á í beinu streymi á 1xBet. Hægt er að veðja á úrslitin. Hollningin á leikmönnum bendir ekki til þess að hörð keppni eigi sér stað. 1xBet Samstarfsaðili knattspyrnurisanna Barcelona og PSG býður upp á veðmál um úrslit þúsunda áhugamannaleikja sem hann streymir frá og þar sem keppendur eru allt niður í fjórtán ára gamlir. Starfsemi fyrirtækisins er ólögleg víða en hægt er að veðja á síðunni á Íslandi, meðal annars á úrslit íslenskra leikja. Veðmálafyrirtækið 1xBet er frægt að endemum. Þrír rússneskir stofnendur þess flúðu heimaland sitt þegar þarlend yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hendur þeim og sökuðu þá um ólöglega veðmálastarfsemi sem velti hundruðum milljóna dollara. Þeir létu ekki deigan síga og blésu nýju lífi í vörumerkið á Kýpur þótt félagið sé í raun og veru skráð í hollensku Karíbahafsnýlendunni Curaçao. 1xBet er nú eitt þekktasta og ábatasamasta veðmálafyrirtæki í heimi með samstarfssamninga við stórlaxa í knattspyrnuiðnaðinum eins og FB Barcelona, PSG og ítölsku úrvalsdeildina og Knattspyrnusamband Afríku. Starfsemi 1xBet er bönnuð í Rússlandi, fyrirtækið var svipt starfsleyfi í Bretlandi og sætir refsiaðgerðum í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Ensku knattspyrnuliðin Chelsea, Liverpool og Tottenham slitu samstarfi við 1xBet eftir að afhjúpað var að fyrirtækið leyfði veðmál um úrslit kappleikja barna og hanaslaga og tengdist ólöglegum vefsíðum árið 2019. Ný og umfangsmikil úttekt á starfsemi 1xBet varpar ljósi á hvernig fyrirtækið streymir frá hundruðum þúsunda kappleikja á ári frá ónefndum stöðum og þar sem lítil raunveruleg keppni virðist eiga sér stað. Í sumum tilfellum eru keppendur unglingar og óvíst hvort að forráðamenn þeirra viti að sýnt sé frá kappleikjum þeirra á veðmálasíðu. Segist hafa fengið beinharða peninga fyrir að spila Rannsóknarblaðamennskusamtökin Bellingcat og knattspyrnuvefurinn Josimar unnu sameiginlega að rannsókninni á 1xBet. Hún leiddi meðal annars í ljós að fyrirtækið sendi beint út frá 1.297 stuttum fótboltaleikjum áhugamanna á einum sólarhring í síðasta mánuði. Miðað við þann fjölda gæti 1xBet sent út frá allt að hálfri milljón áhugamannaleikja á ári. Leikirnir geta verið allt frá fimm á fimm á stuttum völlum niður í einn á einn í einhverju sem er kallað „bekkjarbolti“. Þar sitja tveir keppendur á bekk hvor á móti öðrum og reyna að skora í „mark“ sem er undir bekk andstæðingsins. Framleiðslugæðin eru lítil, aðeins ein myndavél og útsendingin líkist mest upptöku úr öryggismyndavél. Klippa: „Arsenal“ gegn „Real“ á ólöglegri veðmálasíðu Liðin keppa stundum undir nöfnum þekktra liða eins og Barcelona eða Arsenal, eða jafnvel landsliða. Enginn dómari er sjáanlegur og engir áhorfendur heldur. Eftir leik skipta leikmenn um búninga og keppa jafnvel fyrir önnur lið í næsta leik. Sumir leikirnir fara fram á hraða snigilsins og fátt sem bendir til þess að raunveruleg keppni eigi sér stað. Einn ungur viðmælandi Josimar sagðist hafa fengið greitt í reiðufé fyrir að spila fótbolta frá níu að morgni til klukkan tvö í beinu streymi á 1xBet. Leikirnir fara fram á ónefndum stöðum en Bellingcat tókst að staðsetja íþróttahús eða rými í þremur löndum með því að leggjast yfir hundruð upptaka á vef 1xBet; Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi. Í kvennaleik í Zvezdotsjka í Rússlandi reyndust fjórtán og fimmtán ára stúlkur á meðal keppenda. Streymt er frá alls kyns öðrum íþróttum eins og körfubolta, krikketi og rafíþróttum á 1xBet þar fer jafnlítið fyrir keppnisanda og í knattspyrnuleikjunum. FC Barcelona tilkynnti um endurnýjun samstarfs við 1xBet í sumar þrátt fyrir vafasama fortíð og nútíð fyrirtækisins.Skjáskot af vefsíðu Barcelona Mynd af talsmanni 1xBet reyndist af fréttamanni CNN Þrátt fyrir allt saman endurnýjaði Barcelona samstarfssamning sinn við 1xBet í sumar. Fyrirtækið verður „opinber veðmálasamstarfsaðili“ spænska stórveldisins til 2029. Barcelona, sem hefur átt í miklum fjárhagskröggum undanfarin ár, neitaði að svara spurningum Bellingcat um samstarfið. 1xBet svaraði heldur ekki spurningum Bellingcat, þar á meðal um hvers vegna mynd fyrirtækisins af Alex Sommers, sem var sagður talsmaður 1xBet í tilkynningu Barcelona um endurnýjun samstarfsins, reyndist í raun og veru af fréttamanni CNN-sjónvarpsstöðvarinnar. Hvorki fréttamaðurinn né CNN vissi af því að myndin af honum hefði verið notuð á þennan hátt. Ekki er ljóst hvort að „Alex Sommers“ sé raunveruleg til. Veiða fólk inn til að selja því feitari bita 1xBet tekur við veðmálum um alla kappleikina sem það streymir frá á vefsíðu sinni. Sú umferð er þó ákaflega takmörkuð að sögn sérfræðings í netfjárhættuspili sem Bellingcat ræddi við. Tilgangurinn með því væri að veiða fólk inn á vefsíðunni með öllum ráðum til þess að reyna að selja þeim ábatasamari vörur fyrir fyrirtækið eins og netspilavíti þess og veðmál um alvöru kappleiki. „Það er ekki mikil umferð um þessar síður af fólki sem ílengist þar og tekur þátt, það er enginn í úkraínskum barnakörfubolta í 35 mínútur og leggja háar fjárhæðir undir reglulega,“ segir Ismail Vali frá fyrirtækinu Yield Sec sem fylgir með netveðmálum og streymisveitum. Klippa: Veðjað á „bekkjabolta“ á ólöglegri veðmálasíðu Þá notar 1xBet ólöglegar streymisveitur þar sem höfundarréttarlögum og reglum er kastað á glæ til þess að ná til nýrra viðskiptavina með auglýsingum. 1xBet er þannig einn stærsti auglýsandinn á vefsíðum sem streyma ólöglega bíómyndum, sjónvarpsþáttum og íþróttaviðburðum. Það var að hluta til ástæða þess að fyrirtækið var svipt starfsleyfi í Bretlandi á sínum tíma. Hægt að veðja á íslenska leiki Til þess að komast í kringum takmarkanir á starfsemi 1xBet í einstökum löndum notast fyrirtækið við svonefndar speglasíður sem vísa notendum á þjónustu þess. Greiðlega er hægt að komast inn á vefsíðu 1xBet frá Íslandi sem býður meira að segja upp á íslenska þýðingu á henni þrátt fyrir að starfsemin sé að nafninu til bönnuð hér á landi. Meðal annars er hægt að veðja á úrslit leikja í efstu deildum karla í knattspyrnu og efstu deild kvenna í körfubolta á vefsíðunni. Fjárhættuspil Rússland Fótbolti Tengdar fréttir Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Íslendingar veðjuðu næst mest allra Evrópuríkja árið 2023 en aðeins Írar vörðu meiri fjármunum í veðmál. 12. september 2024 07:40 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Veðmálafyrirtækið 1xBet er frægt að endemum. Þrír rússneskir stofnendur þess flúðu heimaland sitt þegar þarlend yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hendur þeim og sökuðu þá um ólöglega veðmálastarfsemi sem velti hundruðum milljóna dollara. Þeir létu ekki deigan síga og blésu nýju lífi í vörumerkið á Kýpur þótt félagið sé í raun og veru skráð í hollensku Karíbahafsnýlendunni Curaçao. 1xBet er nú eitt þekktasta og ábatasamasta veðmálafyrirtæki í heimi með samstarfssamninga við stórlaxa í knattspyrnuiðnaðinum eins og FB Barcelona, PSG og ítölsku úrvalsdeildina og Knattspyrnusamband Afríku. Starfsemi 1xBet er bönnuð í Rússlandi, fyrirtækið var svipt starfsleyfi í Bretlandi og sætir refsiaðgerðum í Úkraínu vegna innrásar Rússa. Ensku knattspyrnuliðin Chelsea, Liverpool og Tottenham slitu samstarfi við 1xBet eftir að afhjúpað var að fyrirtækið leyfði veðmál um úrslit kappleikja barna og hanaslaga og tengdist ólöglegum vefsíðum árið 2019. Ný og umfangsmikil úttekt á starfsemi 1xBet varpar ljósi á hvernig fyrirtækið streymir frá hundruðum þúsunda kappleikja á ári frá ónefndum stöðum og þar sem lítil raunveruleg keppni virðist eiga sér stað. Í sumum tilfellum eru keppendur unglingar og óvíst hvort að forráðamenn þeirra viti að sýnt sé frá kappleikjum þeirra á veðmálasíðu. Segist hafa fengið beinharða peninga fyrir að spila Rannsóknarblaðamennskusamtökin Bellingcat og knattspyrnuvefurinn Josimar unnu sameiginlega að rannsókninni á 1xBet. Hún leiddi meðal annars í ljós að fyrirtækið sendi beint út frá 1.297 stuttum fótboltaleikjum áhugamanna á einum sólarhring í síðasta mánuði. Miðað við þann fjölda gæti 1xBet sent út frá allt að hálfri milljón áhugamannaleikja á ári. Leikirnir geta verið allt frá fimm á fimm á stuttum völlum niður í einn á einn í einhverju sem er kallað „bekkjarbolti“. Þar sitja tveir keppendur á bekk hvor á móti öðrum og reyna að skora í „mark“ sem er undir bekk andstæðingsins. Framleiðslugæðin eru lítil, aðeins ein myndavél og útsendingin líkist mest upptöku úr öryggismyndavél. Klippa: „Arsenal“ gegn „Real“ á ólöglegri veðmálasíðu Liðin keppa stundum undir nöfnum þekktra liða eins og Barcelona eða Arsenal, eða jafnvel landsliða. Enginn dómari er sjáanlegur og engir áhorfendur heldur. Eftir leik skipta leikmenn um búninga og keppa jafnvel fyrir önnur lið í næsta leik. Sumir leikirnir fara fram á hraða snigilsins og fátt sem bendir til þess að raunveruleg keppni eigi sér stað. Einn ungur viðmælandi Josimar sagðist hafa fengið greitt í reiðufé fyrir að spila fótbolta frá níu að morgni til klukkan tvö í beinu streymi á 1xBet. Leikirnir fara fram á ónefndum stöðum en Bellingcat tókst að staðsetja íþróttahús eða rými í þremur löndum með því að leggjast yfir hundruð upptaka á vef 1xBet; Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi. Í kvennaleik í Zvezdotsjka í Rússlandi reyndust fjórtán og fimmtán ára stúlkur á meðal keppenda. Streymt er frá alls kyns öðrum íþróttum eins og körfubolta, krikketi og rafíþróttum á 1xBet þar fer jafnlítið fyrir keppnisanda og í knattspyrnuleikjunum. FC Barcelona tilkynnti um endurnýjun samstarfs við 1xBet í sumar þrátt fyrir vafasama fortíð og nútíð fyrirtækisins.Skjáskot af vefsíðu Barcelona Mynd af talsmanni 1xBet reyndist af fréttamanni CNN Þrátt fyrir allt saman endurnýjaði Barcelona samstarfssamning sinn við 1xBet í sumar. Fyrirtækið verður „opinber veðmálasamstarfsaðili“ spænska stórveldisins til 2029. Barcelona, sem hefur átt í miklum fjárhagskröggum undanfarin ár, neitaði að svara spurningum Bellingcat um samstarfið. 1xBet svaraði heldur ekki spurningum Bellingcat, þar á meðal um hvers vegna mynd fyrirtækisins af Alex Sommers, sem var sagður talsmaður 1xBet í tilkynningu Barcelona um endurnýjun samstarfsins, reyndist í raun og veru af fréttamanni CNN-sjónvarpsstöðvarinnar. Hvorki fréttamaðurinn né CNN vissi af því að myndin af honum hefði verið notuð á þennan hátt. Ekki er ljóst hvort að „Alex Sommers“ sé raunveruleg til. Veiða fólk inn til að selja því feitari bita 1xBet tekur við veðmálum um alla kappleikina sem það streymir frá á vefsíðu sinni. Sú umferð er þó ákaflega takmörkuð að sögn sérfræðings í netfjárhættuspili sem Bellingcat ræddi við. Tilgangurinn með því væri að veiða fólk inn á vefsíðunni með öllum ráðum til þess að reyna að selja þeim ábatasamari vörur fyrir fyrirtækið eins og netspilavíti þess og veðmál um alvöru kappleiki. „Það er ekki mikil umferð um þessar síður af fólki sem ílengist þar og tekur þátt, það er enginn í úkraínskum barnakörfubolta í 35 mínútur og leggja háar fjárhæðir undir reglulega,“ segir Ismail Vali frá fyrirtækinu Yield Sec sem fylgir með netveðmálum og streymisveitum. Klippa: Veðjað á „bekkjabolta“ á ólöglegri veðmálasíðu Þá notar 1xBet ólöglegar streymisveitur þar sem höfundarréttarlögum og reglum er kastað á glæ til þess að ná til nýrra viðskiptavina með auglýsingum. 1xBet er þannig einn stærsti auglýsandinn á vefsíðum sem streyma ólöglega bíómyndum, sjónvarpsþáttum og íþróttaviðburðum. Það var að hluta til ástæða þess að fyrirtækið var svipt starfsleyfi í Bretlandi á sínum tíma. Hægt að veðja á íslenska leiki Til þess að komast í kringum takmarkanir á starfsemi 1xBet í einstökum löndum notast fyrirtækið við svonefndar speglasíður sem vísa notendum á þjónustu þess. Greiðlega er hægt að komast inn á vefsíðu 1xBet frá Íslandi sem býður meira að segja upp á íslenska þýðingu á henni þrátt fyrir að starfsemin sé að nafninu til bönnuð hér á landi. Meðal annars er hægt að veðja á úrslit leikja í efstu deildum karla í knattspyrnu og efstu deild kvenna í körfubolta á vefsíðunni.
Fjárhættuspil Rússland Fótbolti Tengdar fréttir Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Íslendingar veðjuðu næst mest allra Evrópuríkja árið 2023 en aðeins Írar vörðu meiri fjármunum í veðmál. 12. september 2024 07:40 Mest lesið Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Strætómiðinn dýrari Neytendur Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Veðjuðu næst mest allra Evrópuþjóða Íslendingar veðjuðu næst mest allra Evrópuríkja árið 2023 en aðeins Írar vörðu meiri fjármunum í veðmál. 12. september 2024 07:40