Innlent

Sam­þykkja verk­fall í Garðaskóla

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Garðaskóli í Garðabæ.
Garðaskóli í Garðabæ. Garðaskóli

Verkfall hefur verið samþykkt í Garðaskóla í Garðabæ með öllum greiddum atkvæðum. Þar með hafa verkfallsaðgerðir verið samþykktar í ellefu skólum; fjórum grunnskólum, fjórum leikskólum, tveimur framhaldsskólum og einum tónlistarskóla.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands.

„Verkfall við Garðaskóla er tímabundið og hefst 25. nóvember næstkomandi og stendur til 20. desember, hafi samningar ekki náðst. Aðgerðir í níu skólum hefjast 29. október og í tíunda skólanum 11. nóvember.“

Um 615 nemendur í 8. til 10. bekk stunda nám í Garðaskóla.

Kennarar hafa fundað með Sambandi íslenskra sveitarfélaga í húsakynnum ríkissáttasemjara. Á sama tíma rekur Sambandið mál gegn kennurum í félagsdómi vegna þess sem sambandið telur vera ólögmæt boðun verkfalls.


Tengdar fréttir

Svandís tekur upp hanskann fyrir kennara

Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna segist standa með kennurum í kjarabaráttu sinni. Hún varar við því að menntakerfið sé einkavætt og að stétt fari þannig að hafa áhrif á aðgengi að menntun. Hún segir síðustu mánuði hafi verið hart sótt að kennurum.

Einkareknir grunnskólar möguleg lausn á brotnu kerfi

Framkvæmdastjóri viðskiptaráðs segir grunnskólakerfið hérlendis brotið og einsleitt. Lausnin við því sé ekki að setja meira fjármagn inn í kerfið heldur að laga það innan frá. Hann segir einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. 

Kennarar í MR samþykkja verkfall

Niðurstaða atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls í Menntaskólanum í Reykjavík liggur fyrir. Mikill meirihluti styður boðun verkfalls. Þar með hafa verið boðaðar aðgerðir í tíu skólum í lok mánaðar og byrjun næsta mánaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kennarasambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×