Erlent

Weinstein greindur með krabba­mein

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Weinstein heldur því fram að hafa aldrei brotið gegn konum.
Weinstein heldur því fram að hafa aldrei brotið gegn konum. Getty/Adam Gray

Kvikmyndaframleiðandinn og kynferðisbrotamaðurinn Harvey Weinstein hefur verið greindur með krabbamein, nánart tiltekið langvinnt kyrningahvítblæði.

Þetta hafa NBC News og ABC News eftir ónafngreindum heimildarmönnum en talsmenn Weinstein neita að tjá sig um málið og hafa gagnrýnt fréttaflutning af heilsu kvikmyndaframleiðandans.

Weinstein, sem er 72 ára, dvelur í fangelsi í New York og er þar í meðferð við sjúkdómnum. Hann var dæmdur fyrir nauðgun í Kaliforníu og New York en dómurinn í síðarnefnda málinu var felldur niður af áfrýjunardómstól.

Réttað verður aftur í málinu í vetur.

Weinstein hefur þjáðst af ýmsum heilsufarskvillum frá því að hann hóf afplánun og gekkst meðal annars undir bráða hjartaaðgerð í síðasta mánuði.

Yfir 80 konur hafa sakað hann um áreitni og kynferðisofbeldi, meðal annarra leikkonurnar Angelina Jolie, Gwyneth Paltrow og Ashley Judd, en hann neitar sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×