„Hræsnin á sér engin takmörk“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. október 2024 22:06 Elva Hrönn segir ákvörðun Ragnars Þórs um að stíga ekki til hliðar sem formaður VR á meðan hann er í framboði fyrir Flokk fólksins einkennast af hræsni og siðleysi. Vísir/Vilhelm Elva Hrönn Hjartardóttir, sem tapaði formannsslag VR í fyrra fyrir Ragnari Þór Ingólfssyni, furðar sig á ákvörðun hans að halda áfram sem formaður á meðan hann fer í framboð fyrir Flokk fólksins. Hún telur siðlaust að halda því fram að framboðið hafi ekki áhrif á stöðu hans sem formanns. Elva Hrönn skrifaði færslu á Facebook í dag um fréttir af því að Ragnar Þór muni skipa oddvitasæti fyrir Flokk fólksins í komandi kosningum. „Það kemur ekkert á óvart og sást hvílíkan stuðning hann hafði til dæmis frá þeim flokki þegar ég bauð mig fram gegn honum í formannskosningum VR 2023 og þingkona flokksins nýtti hvert tækifæri til að ata mig auri,“ skrifar hún í færslunni. Elva á vafalaust við Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmann Flokks fólksins, sem studdi Ragnar í formannsslagnum og skrifaði skoðanagreinina „VR eða VG?“ þar sem hún sakaði Elvu um aðdróttanir í garð Ragnars og sagði hana fulltrúa Vinstri grænna. Áhugavert og siðlaust Elva segir einnig í færslu sinni að það sé áhugavert og siðlaust að hennar mati að Ragnar skuli segja að framboðið komi ekki til með að hafa áhrif á stöðu hans sem formanns VR. „Ætlar maðurinn virkilega að halda áfram að starfa sem formaður VR (ekki stíga til hliðar á meðan) og vera þar á launum á meðan hann er í framboði??“ skrifar hún. Það sé sérstaklega áhugavert í ljósi þess að Ragnar hafi lýst því yfir að hún væri of pólitísk til að sinna störfum fyrir VR á sínum tíma. „Og nú fer maðurinn í framboð á launum sem formaður VR. Hræsnin á sér engin takmörk!“ skrifar hún að lokum. Stéttarfélög Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Tengdar fréttir Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56 Segir ekki satt að Elva missi starfið tapi hún kosningunum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki satt að Elvu Hrönn Hjartardóttur verði gert að segja upp hjá VR tapi hún í formannskosningum félagsins. Hún hafi sjálf tekið það skýrt fram að fyrra bragði að hún ætlaði að hætta skyldi hún tapa. 9. mars 2023 11:39 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Elva Hrönn skrifaði færslu á Facebook í dag um fréttir af því að Ragnar Þór muni skipa oddvitasæti fyrir Flokk fólksins í komandi kosningum. „Það kemur ekkert á óvart og sást hvílíkan stuðning hann hafði til dæmis frá þeim flokki þegar ég bauð mig fram gegn honum í formannskosningum VR 2023 og þingkona flokksins nýtti hvert tækifæri til að ata mig auri,“ skrifar hún í færslunni. Elva á vafalaust við Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmann Flokks fólksins, sem studdi Ragnar í formannsslagnum og skrifaði skoðanagreinina „VR eða VG?“ þar sem hún sakaði Elvu um aðdróttanir í garð Ragnars og sagði hana fulltrúa Vinstri grænna. Áhugavert og siðlaust Elva segir einnig í færslu sinni að það sé áhugavert og siðlaust að hennar mati að Ragnar skuli segja að framboðið komi ekki til með að hafa áhrif á stöðu hans sem formanns VR. „Ætlar maðurinn virkilega að halda áfram að starfa sem formaður VR (ekki stíga til hliðar á meðan) og vera þar á launum á meðan hann er í framboði??“ skrifar hún. Það sé sérstaklega áhugavert í ljósi þess að Ragnar hafi lýst því yfir að hún væri of pólitísk til að sinna störfum fyrir VR á sínum tíma. „Og nú fer maðurinn í framboð á launum sem formaður VR. Hræsnin á sér engin takmörk!“ skrifar hún að lokum.
Stéttarfélög Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Tengdar fréttir Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56 Segir ekki satt að Elva missi starfið tapi hún kosningunum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki satt að Elvu Hrönn Hjartardóttur verði gert að segja upp hjá VR tapi hún í formannskosningum félagsins. Hún hafi sjálf tekið það skýrt fram að fyrra bragði að hún ætlaði að hætta skyldi hún tapa. 9. mars 2023 11:39 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. 21. október 2024 16:56
Segir ekki satt að Elva missi starfið tapi hún kosningunum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það ekki satt að Elvu Hrönn Hjartardóttur verði gert að segja upp hjá VR tapi hún í formannskosningum félagsins. Hún hafi sjálf tekið það skýrt fram að fyrra bragði að hún ætlaði að hætta skyldi hún tapa. 9. mars 2023 11:39