Alma og Guðmundur Ari leiða í Kraganum Árni Sæberg skrifar 21. október 2024 17:12 Alma og Guðmundur Ari leiða Samfylkinguna í Kraganum. Vísir Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, mun skipa annað sætið á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Alma Möller verður í því fyrsta og Þórunn Sveinbjarnardóttir í því þriðja. Markmið Guðmundar er að ná sama árangri á landsvísu og hann náði í sveitarstjórnarkosningunum árið 2022 á Seltjarnarnesi, fjörutíu prósent atkvæða. Þetta staðfestir Guðmundur Ari í samtali við Vísi. Hann segir að sátt hafi skapast milli þeirra sem sóttust eftir sætum ofarlega á lista Samfylkingarinnar í Kraganum en Þórunn hafði þegar tilkynnt að hún myndi eftirláta Ölmu fyrsta sætið. Þá verði Árni Rúnar Þorvaldsson, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, í fjórða sætinu. Þessi listi sé háður endanlegu samþykki kjördæmisráðs flokksins í Kraganum. Hefur unnið náið með formanninum Guðmundur Ari segist mjög spenntur fyrir verkefninu framundan í korningabaráttunni. „Ég hef verið formaður framkvæmdastjórnar síðustu tíu ár, búinn að taka þátt í þessari vegferð með Kristrúnu [Frostadóttur], þar sem við höfum verið að kjarna málflutning Samfylkingarinnar utan um þessi mál sem sameina þjóðina. Nú er kominnn tími á að fara með okkar málflutning, okkar helstu áhersluatriði fyrir þjóðina.“ Þar vísar Guðmundur Ari meðal annars til þegar kynntra útspila Samfylkingarinnar í hinum ýmsu málaflokkum. Markmiðið fjörutíu prósent og Kristrún í forystu ríkisstjórnar Guðmundur Ari segir markmiðið að sameina þjóðina um áherslumálin, efnahagsmál, heilbrigðismál og húsnæðismál og að koma Kristrúnu í forystu nýrrar ríkisstjórnar. Ætlar þú að koma Samfylkingunni í fjörutíu prósent í Kraganum eins og á Seltjarnarnesi? „Það er bara markmiðið. Ég hef alveg sagt það reglulega að ég sé mikinn samhljóm með þessu verkefni Samfylkingarinnar á landsvísu síðustu tvö ár og þess verkefnis sem ég hef verið að vinna síðustu tvö ár á Seltjarnarnesi. Það var þetta, að hætta að rífast um málin á ystu jöðrunum og sameinast um mál sem eru mikilvæg fyrir samfélagið, heillamál, hvernig við getum byggt upp grunnkerfin okkar. Fólk er orðið þreytt á því að það sé endalaust verið að tala um pólitík á pólunum en sjá engar lausnir. Ég vona að við náum svipuðum árangri í kraganum og á landsvísu, að sameina fólk um þessi kjarnamál.“ Samfylkingin Alþingi Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira
Þetta staðfestir Guðmundur Ari í samtali við Vísi. Hann segir að sátt hafi skapast milli þeirra sem sóttust eftir sætum ofarlega á lista Samfylkingarinnar í Kraganum en Þórunn hafði þegar tilkynnt að hún myndi eftirláta Ölmu fyrsta sætið. Þá verði Árni Rúnar Þorvaldsson, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, í fjórða sætinu. Þessi listi sé háður endanlegu samþykki kjördæmisráðs flokksins í Kraganum. Hefur unnið náið með formanninum Guðmundur Ari segist mjög spenntur fyrir verkefninu framundan í korningabaráttunni. „Ég hef verið formaður framkvæmdastjórnar síðustu tíu ár, búinn að taka þátt í þessari vegferð með Kristrúnu [Frostadóttur], þar sem við höfum verið að kjarna málflutning Samfylkingarinnar utan um þessi mál sem sameina þjóðina. Nú er kominnn tími á að fara með okkar málflutning, okkar helstu áhersluatriði fyrir þjóðina.“ Þar vísar Guðmundur Ari meðal annars til þegar kynntra útspila Samfylkingarinnar í hinum ýmsu málaflokkum. Markmiðið fjörutíu prósent og Kristrún í forystu ríkisstjórnar Guðmundur Ari segir markmiðið að sameina þjóðina um áherslumálin, efnahagsmál, heilbrigðismál og húsnæðismál og að koma Kristrúnu í forystu nýrrar ríkisstjórnar. Ætlar þú að koma Samfylkingunni í fjörutíu prósent í Kraganum eins og á Seltjarnarnesi? „Það er bara markmiðið. Ég hef alveg sagt það reglulega að ég sé mikinn samhljóm með þessu verkefni Samfylkingarinnar á landsvísu síðustu tvö ár og þess verkefnis sem ég hef verið að vinna síðustu tvö ár á Seltjarnarnesi. Það var þetta, að hætta að rífast um málin á ystu jöðrunum og sameinast um mál sem eru mikilvæg fyrir samfélagið, heillamál, hvernig við getum byggt upp grunnkerfin okkar. Fólk er orðið þreytt á því að það sé endalaust verið að tala um pólitík á pólunum en sjá engar lausnir. Ég vona að við náum svipuðum árangri í kraganum og á landsvísu, að sameina fólk um þessi kjarnamál.“
Samfylkingin Alþingi Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Sjá meira