Alma og Guðmundur Ari leiða í Kraganum Árni Sæberg skrifar 21. október 2024 17:12 Alma og Guðmundur Ari leiða Samfylkinguna í Kraganum. Vísir Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, mun skipa annað sætið á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Alma Möller verður í því fyrsta og Þórunn Sveinbjarnardóttir í því þriðja. Markmið Guðmundar er að ná sama árangri á landsvísu og hann náði í sveitarstjórnarkosningunum árið 2022 á Seltjarnarnesi, fjörutíu prósent atkvæða. Þetta staðfestir Guðmundur Ari í samtali við Vísi. Hann segir að sátt hafi skapast milli þeirra sem sóttust eftir sætum ofarlega á lista Samfylkingarinnar í Kraganum en Þórunn hafði þegar tilkynnt að hún myndi eftirláta Ölmu fyrsta sætið. Þá verði Árni Rúnar Þorvaldsson, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, í fjórða sætinu. Þessi listi sé háður endanlegu samþykki kjördæmisráðs flokksins í Kraganum. Hefur unnið náið með formanninum Guðmundur Ari segist mjög spenntur fyrir verkefninu framundan í korningabaráttunni. „Ég hef verið formaður framkvæmdastjórnar síðustu tíu ár, búinn að taka þátt í þessari vegferð með Kristrúnu [Frostadóttur], þar sem við höfum verið að kjarna málflutning Samfylkingarinnar utan um þessi mál sem sameina þjóðina. Nú er kominnn tími á að fara með okkar málflutning, okkar helstu áhersluatriði fyrir þjóðina.“ Þar vísar Guðmundur Ari meðal annars til þegar kynntra útspila Samfylkingarinnar í hinum ýmsu málaflokkum. Markmiðið fjörutíu prósent og Kristrún í forystu ríkisstjórnar Guðmundur Ari segir markmiðið að sameina þjóðina um áherslumálin, efnahagsmál, heilbrigðismál og húsnæðismál og að koma Kristrúnu í forystu nýrrar ríkisstjórnar. Ætlar þú að koma Samfylkingunni í fjörutíu prósent í Kraganum eins og á Seltjarnarnesi? „Það er bara markmiðið. Ég hef alveg sagt það reglulega að ég sé mikinn samhljóm með þessu verkefni Samfylkingarinnar á landsvísu síðustu tvö ár og þess verkefnis sem ég hef verið að vinna síðustu tvö ár á Seltjarnarnesi. Það var þetta, að hætta að rífast um málin á ystu jöðrunum og sameinast um mál sem eru mikilvæg fyrir samfélagið, heillamál, hvernig við getum byggt upp grunnkerfin okkar. Fólk er orðið þreytt á því að það sé endalaust verið að tala um pólitík á pólunum en sjá engar lausnir. Ég vona að við náum svipuðum árangri í kraganum og á landsvísu, að sameina fólk um þessi kjarnamál.“ Samfylkingin Alþingi Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Þetta staðfestir Guðmundur Ari í samtali við Vísi. Hann segir að sátt hafi skapast milli þeirra sem sóttust eftir sætum ofarlega á lista Samfylkingarinnar í Kraganum en Þórunn hafði þegar tilkynnt að hún myndi eftirláta Ölmu fyrsta sætið. Þá verði Árni Rúnar Þorvaldsson, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, í fjórða sætinu. Þessi listi sé háður endanlegu samþykki kjördæmisráðs flokksins í Kraganum. Hefur unnið náið með formanninum Guðmundur Ari segist mjög spenntur fyrir verkefninu framundan í korningabaráttunni. „Ég hef verið formaður framkvæmdastjórnar síðustu tíu ár, búinn að taka þátt í þessari vegferð með Kristrúnu [Frostadóttur], þar sem við höfum verið að kjarna málflutning Samfylkingarinnar utan um þessi mál sem sameina þjóðina. Nú er kominnn tími á að fara með okkar málflutning, okkar helstu áhersluatriði fyrir þjóðina.“ Þar vísar Guðmundur Ari meðal annars til þegar kynntra útspila Samfylkingarinnar í hinum ýmsu málaflokkum. Markmiðið fjörutíu prósent og Kristrún í forystu ríkisstjórnar Guðmundur Ari segir markmiðið að sameina þjóðina um áherslumálin, efnahagsmál, heilbrigðismál og húsnæðismál og að koma Kristrúnu í forystu nýrrar ríkisstjórnar. Ætlar þú að koma Samfylkingunni í fjörutíu prósent í Kraganum eins og á Seltjarnarnesi? „Það er bara markmiðið. Ég hef alveg sagt það reglulega að ég sé mikinn samhljóm með þessu verkefni Samfylkingarinnar á landsvísu síðustu tvö ár og þess verkefnis sem ég hef verið að vinna síðustu tvö ár á Seltjarnarnesi. Það var þetta, að hætta að rífast um málin á ystu jöðrunum og sameinast um mál sem eru mikilvæg fyrir samfélagið, heillamál, hvernig við getum byggt upp grunnkerfin okkar. Fólk er orðið þreytt á því að það sé endalaust verið að tala um pólitík á pólunum en sjá engar lausnir. Ég vona að við náum svipuðum árangri í kraganum og á landsvísu, að sameina fólk um þessi kjarnamál.“
Samfylkingin Alþingi Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira