Grindavík eins og „Tsjernobyl án kommúnisma“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. október 2024 20:00 Bradley Peterson og Corey Bartlett, ferðamenn frá Minnesota-ríki í Bandaríkjunum. Vísir/Einar Grindavíkurbær var opnaður fyrir almenningi klukkan sex í morgun. Bandarískir ferðamenn líkja bænum við Tsjernobyl án kommúnisma en formaður framkvæmdanefndar um málefni Grindavíkur viðurkennir að mistök hafi verið gerð við vinnslu bæklings með mikilvægum upplýsingum um öryggisatriði. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagðist í samtali við fréttastofu fyrr í dag ekki gera stórar athugasemdir við opnun Grindavíkurbæjar en tók þó fram að upplýsingagjöf til ferðamanna sem hyggist fara í bæinn sé lítil sem engin. „Upplýsingagjöf til ferðamanna er engin þegar menn nálgast bæinn. Það er auðvitað eitt af verkefnum Grindavíkurnefndar að hafa tök á þeim hlutum. Þetta er vonandi eitthvað sem þau laga hratt og örugglega en þegar við erum að opna inn á svona svæði þá er það í mínum huga algjört grundvallaratriði að upplýsingagjöf sé merkileg, marktæk og blasi við þegar fólk nálgast.“ Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Einar Skortur á skiltum kom þeim á óvart Þó nokkrir lögðu leið sína í bæinn í dag en bandarískir ferðamenn sögðu að þeir hafi verið hvattir til að heimsækja Grindavík af starfsmönnum Bláa lónsins og fararstjóra í Reykjavík. Þeir Bradley Peterson og Corey Bartlett, ferðamenn frá Minnesota-ríki í Bandaríkjunum, tóku undir orð Úlfars og sögðu skort á upplýsingum koma sér á óvart. „Okkur var sagt að Grindavík væri opin í dag og að við ættum að keyra um bæinn og skoða hann,“ sagði Bartlett. „Það kom mér meira á óvart að við mættum keyra þarna í gegn án nokkurra viðvarana eða skilta um að hætta væri kannski á ferðum,“ bætti Peterson við. Sorglegt að bærinn sé orðinn að draugabæ Bartlett tók þá fram að honum finnist það sorglegt að sjá jafn flott bæjarfélag og Grindavík breytast í draugabæ. Peterson sagði það vera óhugnanlegt. „Þegar við ókum inn í bæinn ræddum við um að þetta líktist Tsjernobyl. Hræðilegir atburðir áttu sér stað og svo hurfu allir,“ sagði Bartlett. „Já, Tsjernobyl án kommúnisma“ bætti Peterson kíminn við. Skilti væntanleg Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, sagði að skilti við bæinn væru væntanleg og tók fram að skiltum við hættulegustu svæðin inn í bænum hafi verið forgangsraðað og komin upp. „Síðan er Vegagerðin að undirbúa að setja upp skilti inn í bæinn sem gefa til kynna bæði á íslensku og ensku að þetta sé hættusvæði. Þar fyrir utan erum við síðan með í vinnslu sérstök upplýsingaskilti sem við setjum upp fljótlega.“ Texti sem á ekki við rök að styðjast Nefndin gaf út bækling með öryggisatriðum á föstudaginn í tilefni þess að bærinn væri opnaður. Þar er tekið fram að líkur á gosi nærri bænum hafi minnkað umtalsvert á síðustu mánuðum. Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands sagði þessa staðhæfingu koma honum á óvart. Þá er einnig tekið fram að drónar séu bannaðir á svæðinu sem að lögreglustjórinn á Suðurnesjum staðfesti að sé ekki rétt. „Það er þarna texti sem hefur farið inn sem á ekki við rök að styðjast, það verður lagað og verður tekið út úr þessum texta.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagðist í samtali við fréttastofu fyrr í dag ekki gera stórar athugasemdir við opnun Grindavíkurbæjar en tók þó fram að upplýsingagjöf til ferðamanna sem hyggist fara í bæinn sé lítil sem engin. „Upplýsingagjöf til ferðamanna er engin þegar menn nálgast bæinn. Það er auðvitað eitt af verkefnum Grindavíkurnefndar að hafa tök á þeim hlutum. Þetta er vonandi eitthvað sem þau laga hratt og örugglega en þegar við erum að opna inn á svona svæði þá er það í mínum huga algjört grundvallaratriði að upplýsingagjöf sé merkileg, marktæk og blasi við þegar fólk nálgast.“ Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Einar Skortur á skiltum kom þeim á óvart Þó nokkrir lögðu leið sína í bæinn í dag en bandarískir ferðamenn sögðu að þeir hafi verið hvattir til að heimsækja Grindavík af starfsmönnum Bláa lónsins og fararstjóra í Reykjavík. Þeir Bradley Peterson og Corey Bartlett, ferðamenn frá Minnesota-ríki í Bandaríkjunum, tóku undir orð Úlfars og sögðu skort á upplýsingum koma sér á óvart. „Okkur var sagt að Grindavík væri opin í dag og að við ættum að keyra um bæinn og skoða hann,“ sagði Bartlett. „Það kom mér meira á óvart að við mættum keyra þarna í gegn án nokkurra viðvarana eða skilta um að hætta væri kannski á ferðum,“ bætti Peterson við. Sorglegt að bærinn sé orðinn að draugabæ Bartlett tók þá fram að honum finnist það sorglegt að sjá jafn flott bæjarfélag og Grindavík breytast í draugabæ. Peterson sagði það vera óhugnanlegt. „Þegar við ókum inn í bæinn ræddum við um að þetta líktist Tsjernobyl. Hræðilegir atburðir áttu sér stað og svo hurfu allir,“ sagði Bartlett. „Já, Tsjernobyl án kommúnisma“ bætti Peterson kíminn við. Skilti væntanleg Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, sagði að skilti við bæinn væru væntanleg og tók fram að skiltum við hættulegustu svæðin inn í bænum hafi verið forgangsraðað og komin upp. „Síðan er Vegagerðin að undirbúa að setja upp skilti inn í bæinn sem gefa til kynna bæði á íslensku og ensku að þetta sé hættusvæði. Þar fyrir utan erum við síðan með í vinnslu sérstök upplýsingaskilti sem við setjum upp fljótlega.“ Texti sem á ekki við rök að styðjast Nefndin gaf út bækling með öryggisatriðum á föstudaginn í tilefni þess að bærinn væri opnaður. Þar er tekið fram að líkur á gosi nærri bænum hafi minnkað umtalsvert á síðustu mánuðum. Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands sagði þessa staðhæfingu koma honum á óvart. Þá er einnig tekið fram að drónar séu bannaðir á svæðinu sem að lögreglustjórinn á Suðurnesjum staðfesti að sé ekki rétt. „Það er þarna texti sem hefur farið inn sem á ekki við rök að styðjast, það verður lagað og verður tekið út úr þessum texta.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Sjá meira