„Hefði kannski verið heppilegra að allt væri komið“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. október 2024 16:21 Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndar, segir að ugglaust hefði kannski verið heppilegra ef það væru komin skilti fyrir utan Grindavík en ekki bara inni í bænum. Vísir/Vilhelm Formaður Grindavíkurnefndar segir nefndina hafa lagt áherslu á að setja upp aðvörunarskilti inni í bænum. Hann tekur ekki nema að litlu leyti undir gagnrýni lögreglustjóra um skort á upplýsingagjöf en ugglaust hefði verið heppilegra að komin væru skilti fyrir utan bæinn. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði í morgun að upplýsingagjöf til ferðamanna sem hyggist fara til Grindavíkur eftir opnun bæjarins sé lítil sem engin. Gagnrýndi hann þar störf Grindavíkurnefndar og vonaði að bætt yrði úr málinu hratt og örugglega. Fréttastofa ræddi við Árna Þór Sigurðsson, formann Grindavíkurnefndar, um gagnrýni lögreglustjórans og stöðuna á skiltum í og við bæinn. Töldu mikilvægast að byrja á skiltum inni í bænum Hverju svarar þú gagnrýni lögreglustjóra um upplýsingagjöf sem vanti að hans mati? „Nú er það þannig að við höfum átt í mjög góðu og samfelldu samtali við lögreglustjórann á Suðurnesjum og hans fólk um þessa opnun Grindavíkur og hvaða ráðstafanir þarf að gera í því sambandi. Við höfum forgangsraðað skiltagerðinni eða uppsetningu skilta þannig að við töldum mikilvægast að byrja á því að setja upp viðvörunar- aðvörunarskilti og leiðbeiningarskilti inni í bænum sem benda á þau svæði sem eru lokuð og hættuleg og benda á flóttaleiðir. Við höfum verið að einbeita okkur að því. Síðan eru skilti sem Vegagerðin er að vinna í því að setja upp og verða vonandi komin upp á morgun, hinn eða í þessari viku við innakstur í bæinn þar sem er bent á að Grindavík sé hættusvæði. Skilti sem verða bæði á íslensku og ensku. Við höfum allan tímann sagt að við viljum gjarnan fá ábendingar frá viðbragðsaðilum, þar með talið lögreglunni, um atriði sem má betrumbæta. Þannig að við tökum að sjálfsögðu við þessum ábendingum lögregustjórans og reynum að gera þetta eins vel og við getum. Síðan eru fleiri upplýsingaskilti í framleiðslu sem munu koma upp á næstunni,“ sagði Árni Þór. Hafi komið sjónarmiðum lögreglu á framfæri En geturðu að einhverju leyti tekið undir með lögreglustjóranum að það hefði verið heppilegra að það væru komin upp aðvörunarskilti við bæinn? Hefði ekki verið heppilegra að skiltin sem koma í vikunni hefðu verið komin áður en bærinn opnaði? „Nú er það reyndar þannig að á samráðsfundi með lögreglustjóra var hann með ábendingu sérstaklega um að það þyrfti að vara ferðamenn við því að vera að fara inn í bæinn yfirleitt. Það voru ábendingar sem við tókum alvarlega og settum inn í okkar fréttatillkynningu sem fór út í gær. Það væru tveir hópar sem við teldum að væri mikil áhætta gagnvart og það voru börn og ferðafólk. Þannig við komum sjónarmiðum lögreglustjórans skýrt á framfæri í okkar málflutningi. Eins og ég segi ákváðum við að forgangsraða skiltagerðinni með þessum hætti. Við töldum mikilvægast að koma þessum skiltum inn í bæinn og það er góður gangur í hinu. Ugglaust má segja að það hefði kannski verið heppilegra að allt væri komið fyrirfram en við vissum alveg að við myndum þurfa að þróa þessi mál áfram, betrumbæta hluti og taka við ábendingum.“ Orðalag blaðamanna óheppilegt Þú tekur ekkert undir þessa gagnrýni? „Ég veit ekki hvort ég á að hafa einhver orð um það. Ég sá í fyrirsögn hjá ykkur að lögreglustjórinn væri að skjóta á Grindavíkurnefnd. Mér finnst það aðeins óheppilegt orðalag þegar lögreglan á í hlut. Eins og ég segi held ég að þetta sé í góðum farvegi. Það hefur vissulega verið aukning á fólki sem er að koma til bæjarins en það hefur ekkert komið upp á sem við þurfum að hafa áhyggjur af í þessu sambandi, að minnsta kosti ekki enn sem komið er.“ Er mikill kostnaður sem fylgir þessu? „Það er nú ekki stórvægilegur kostnaður sem fylgir nákvæmlega þessu en auðvitað kostar framleiðsla á skiltum eitthvað. Það eru ekki stórvægilegar upphæðir í heildarsamhenginu þegar við horfum á kostnað samfélagsins vegna hamfaranna í Grindavík.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði í morgun að upplýsingagjöf til ferðamanna sem hyggist fara til Grindavíkur eftir opnun bæjarins sé lítil sem engin. Gagnrýndi hann þar störf Grindavíkurnefndar og vonaði að bætt yrði úr málinu hratt og örugglega. Fréttastofa ræddi við Árna Þór Sigurðsson, formann Grindavíkurnefndar, um gagnrýni lögreglustjórans og stöðuna á skiltum í og við bæinn. Töldu mikilvægast að byrja á skiltum inni í bænum Hverju svarar þú gagnrýni lögreglustjóra um upplýsingagjöf sem vanti að hans mati? „Nú er það þannig að við höfum átt í mjög góðu og samfelldu samtali við lögreglustjórann á Suðurnesjum og hans fólk um þessa opnun Grindavíkur og hvaða ráðstafanir þarf að gera í því sambandi. Við höfum forgangsraðað skiltagerðinni eða uppsetningu skilta þannig að við töldum mikilvægast að byrja á því að setja upp viðvörunar- aðvörunarskilti og leiðbeiningarskilti inni í bænum sem benda á þau svæði sem eru lokuð og hættuleg og benda á flóttaleiðir. Við höfum verið að einbeita okkur að því. Síðan eru skilti sem Vegagerðin er að vinna í því að setja upp og verða vonandi komin upp á morgun, hinn eða í þessari viku við innakstur í bæinn þar sem er bent á að Grindavík sé hættusvæði. Skilti sem verða bæði á íslensku og ensku. Við höfum allan tímann sagt að við viljum gjarnan fá ábendingar frá viðbragðsaðilum, þar með talið lögreglunni, um atriði sem má betrumbæta. Þannig að við tökum að sjálfsögðu við þessum ábendingum lögregustjórans og reynum að gera þetta eins vel og við getum. Síðan eru fleiri upplýsingaskilti í framleiðslu sem munu koma upp á næstunni,“ sagði Árni Þór. Hafi komið sjónarmiðum lögreglu á framfæri En geturðu að einhverju leyti tekið undir með lögreglustjóranum að það hefði verið heppilegra að það væru komin upp aðvörunarskilti við bæinn? Hefði ekki verið heppilegra að skiltin sem koma í vikunni hefðu verið komin áður en bærinn opnaði? „Nú er það reyndar þannig að á samráðsfundi með lögreglustjóra var hann með ábendingu sérstaklega um að það þyrfti að vara ferðamenn við því að vera að fara inn í bæinn yfirleitt. Það voru ábendingar sem við tókum alvarlega og settum inn í okkar fréttatillkynningu sem fór út í gær. Það væru tveir hópar sem við teldum að væri mikil áhætta gagnvart og það voru börn og ferðafólk. Þannig við komum sjónarmiðum lögreglustjórans skýrt á framfæri í okkar málflutningi. Eins og ég segi ákváðum við að forgangsraða skiltagerðinni með þessum hætti. Við töldum mikilvægast að koma þessum skiltum inn í bæinn og það er góður gangur í hinu. Ugglaust má segja að það hefði kannski verið heppilegra að allt væri komið fyrirfram en við vissum alveg að við myndum þurfa að þróa þessi mál áfram, betrumbæta hluti og taka við ábendingum.“ Orðalag blaðamanna óheppilegt Þú tekur ekkert undir þessa gagnrýni? „Ég veit ekki hvort ég á að hafa einhver orð um það. Ég sá í fyrirsögn hjá ykkur að lögreglustjórinn væri að skjóta á Grindavíkurnefnd. Mér finnst það aðeins óheppilegt orðalag þegar lögreglan á í hlut. Eins og ég segi held ég að þetta sé í góðum farvegi. Það hefur vissulega verið aukning á fólki sem er að koma til bæjarins en það hefur ekkert komið upp á sem við þurfum að hafa áhyggjur af í þessu sambandi, að minnsta kosti ekki enn sem komið er.“ Er mikill kostnaður sem fylgir þessu? „Það er nú ekki stórvægilegur kostnaður sem fylgir nákvæmlega þessu en auðvitað kostar framleiðsla á skiltum eitthvað. Það eru ekki stórvægilegar upphæðir í heildarsamhenginu þegar við horfum á kostnað samfélagsins vegna hamfaranna í Grindavík.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira