Bæjarstjóri dembir sér í landsmálin Árni Sæberg skrifar 21. október 2024 14:20 Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/Einar Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar gefur kost á sér í oddvitasæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þetta staðfestir Arna Lára í samtali við Vísi en hún hefur undanfarna daga verið sterklega orðuð við framboð fyrir Samfylkinguna. „Jú, það er heilmikið til í því. Ég hef látið formann uppstillingarnefndar vita af því,“ segir hún spurð að því hvort hún gefi kost á sér í oddvitasætið. Hún segir að vel hafi verið tekið í þá tilkynningu hennar en nú sé það í höndum uppstillingarnefndarinnar að smíða listann. Hún hafi verið virk í starfi Samfylkingarinnar um árabil og nú langi hana að leggja sitt af mörkum í verkefnunum sem eru framundan á landsvísi. Gaman að vera bæjarstjóri Arna Lára hefur verið bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar frá sveitarstjórnarkosningum árið 2022. Þá skipaði hún fimmta sæti Í-listans en var jafnframt yfirlýst bæjarstjóraefni listans. Munt þú ekki sakna þess? „Jú, það er mjög gaman að vera bæjarstjóri í bæjarfélagi sem er í uppgangi og vexti. En það er bara eins og það er, enginn er ómissandi og allt það. Ég er með rosalega gott fólk með mér hérna, það gerir þessa ákvörðun auðveldari.“ Ríkisvaldið vilji ekki spila með Ákvörðunin hafi þó alls ekki verið auðveld, enda sé gaman í vinnunni og gott að fylgjast með Ísafjarðarbæ vaxa og dafna. „Þrátt fyrir ýmsar áskoranir, sem eru auðvitað helst á höndum ríkisvaldsins sem vill ekki vinna með okkur. Það er bara að halda áfram að vinna fyrir þessi samfélög vonandi, bara frá öðrum stað.“ Loks segir hún vonast til þess að ákvörðun uppstillingarnefndar muni liggja fyrir í lok vikunnar. Ísafjarðarbær Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Þetta staðfestir Arna Lára í samtali við Vísi en hún hefur undanfarna daga verið sterklega orðuð við framboð fyrir Samfylkinguna. „Jú, það er heilmikið til í því. Ég hef látið formann uppstillingarnefndar vita af því,“ segir hún spurð að því hvort hún gefi kost á sér í oddvitasætið. Hún segir að vel hafi verið tekið í þá tilkynningu hennar en nú sé það í höndum uppstillingarnefndarinnar að smíða listann. Hún hafi verið virk í starfi Samfylkingarinnar um árabil og nú langi hana að leggja sitt af mörkum í verkefnunum sem eru framundan á landsvísi. Gaman að vera bæjarstjóri Arna Lára hefur verið bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar frá sveitarstjórnarkosningum árið 2022. Þá skipaði hún fimmta sæti Í-listans en var jafnframt yfirlýst bæjarstjóraefni listans. Munt þú ekki sakna þess? „Jú, það er mjög gaman að vera bæjarstjóri í bæjarfélagi sem er í uppgangi og vexti. En það er bara eins og það er, enginn er ómissandi og allt það. Ég er með rosalega gott fólk með mér hérna, það gerir þessa ákvörðun auðveldari.“ Ríkisvaldið vilji ekki spila með Ákvörðunin hafi þó alls ekki verið auðveld, enda sé gaman í vinnunni og gott að fylgjast með Ísafjarðarbæ vaxa og dafna. „Þrátt fyrir ýmsar áskoranir, sem eru auðvitað helst á höndum ríkisvaldsins sem vill ekki vinna með okkur. Það er bara að halda áfram að vinna fyrir þessi samfélög vonandi, bara frá öðrum stað.“ Loks segir hún vonast til þess að ákvörðun uppstillingarnefndar muni liggja fyrir í lok vikunnar.
Ísafjarðarbær Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira