Bæjarstjóri dembir sér í landsmálin Árni Sæberg skrifar 21. október 2024 14:20 Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/Einar Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar gefur kost á sér í oddvitasæti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Þetta staðfestir Arna Lára í samtali við Vísi en hún hefur undanfarna daga verið sterklega orðuð við framboð fyrir Samfylkinguna. „Jú, það er heilmikið til í því. Ég hef látið formann uppstillingarnefndar vita af því,“ segir hún spurð að því hvort hún gefi kost á sér í oddvitasætið. Hún segir að vel hafi verið tekið í þá tilkynningu hennar en nú sé það í höndum uppstillingarnefndarinnar að smíða listann. Hún hafi verið virk í starfi Samfylkingarinnar um árabil og nú langi hana að leggja sitt af mörkum í verkefnunum sem eru framundan á landsvísi. Gaman að vera bæjarstjóri Arna Lára hefur verið bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar frá sveitarstjórnarkosningum árið 2022. Þá skipaði hún fimmta sæti Í-listans en var jafnframt yfirlýst bæjarstjóraefni listans. Munt þú ekki sakna þess? „Jú, það er mjög gaman að vera bæjarstjóri í bæjarfélagi sem er í uppgangi og vexti. En það er bara eins og það er, enginn er ómissandi og allt það. Ég er með rosalega gott fólk með mér hérna, það gerir þessa ákvörðun auðveldari.“ Ríkisvaldið vilji ekki spila með Ákvörðunin hafi þó alls ekki verið auðveld, enda sé gaman í vinnunni og gott að fylgjast með Ísafjarðarbæ vaxa og dafna. „Þrátt fyrir ýmsar áskoranir, sem eru auðvitað helst á höndum ríkisvaldsins sem vill ekki vinna með okkur. Það er bara að halda áfram að vinna fyrir þessi samfélög vonandi, bara frá öðrum stað.“ Loks segir hún vonast til þess að ákvörðun uppstillingarnefndar muni liggja fyrir í lok vikunnar. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Ísafjarðarbær Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira
Þetta staðfestir Arna Lára í samtali við Vísi en hún hefur undanfarna daga verið sterklega orðuð við framboð fyrir Samfylkinguna. „Jú, það er heilmikið til í því. Ég hef látið formann uppstillingarnefndar vita af því,“ segir hún spurð að því hvort hún gefi kost á sér í oddvitasætið. Hún segir að vel hafi verið tekið í þá tilkynningu hennar en nú sé það í höndum uppstillingarnefndarinnar að smíða listann. Hún hafi verið virk í starfi Samfylkingarinnar um árabil og nú langi hana að leggja sitt af mörkum í verkefnunum sem eru framundan á landsvísi. Gaman að vera bæjarstjóri Arna Lára hefur verið bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar frá sveitarstjórnarkosningum árið 2022. Þá skipaði hún fimmta sæti Í-listans en var jafnframt yfirlýst bæjarstjóraefni listans. Munt þú ekki sakna þess? „Jú, það er mjög gaman að vera bæjarstjóri í bæjarfélagi sem er í uppgangi og vexti. En það er bara eins og það er, enginn er ómissandi og allt það. Ég er með rosalega gott fólk með mér hérna, það gerir þessa ákvörðun auðveldari.“ Ríkisvaldið vilji ekki spila með Ákvörðunin hafi þó alls ekki verið auðveld, enda sé gaman í vinnunni og gott að fylgjast með Ísafjarðarbæ vaxa og dafna. „Þrátt fyrir ýmsar áskoranir, sem eru auðvitað helst á höndum ríkisvaldsins sem vill ekki vinna með okkur. Það er bara að halda áfram að vinna fyrir þessi samfélög vonandi, bara frá öðrum stað.“ Loks segir hún vonast til þess að ákvörðun uppstillingarnefndar muni liggja fyrir í lok vikunnar.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Ísafjarðarbær Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Alþingi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Sjá meira