Efast um lögmæti milljóna dala gjafa Musks til kjósenda Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2024 10:35 Elon Musk á kosningafundi í Pennsylvaníu um helgina. AP/Sean Simmers Auðjöfurinn Elon Musk hefur heitið því að gefa einum skráðum kjósenda í svokölluðum sveifluríkjum í Bandaríkjunum milljón dali á degi hverjum fram að kosningum. Sérfræðingar segja þetta mögulega ólöglegt og ríkisstjóri Pennsylvaínu hefur kallað eftir því að málið verði rannsakað. „Við viljum tryggja að allir kjósendur í sveifluríkjum viti af þessu og mig grunar að þetta muni tryggja það,“ sagði Musk á samfélagsmiðli sínum, X. Til þess að geta unnið milljón dali þurfa umræddir kjósendur þó að hafa skrifað undir undirskriftalista pólitískrar aðgerðanefndar (e. PAC) sem Musk hefur stofnað til stuðnings Donalds Trump. Undirskriftalistinn snýr að því að lýsa yfir stuðningi við ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna um málfrelsi og skotvopnaeign. Á vef aðgerðanefndarinnar segir að kjósendur í Pennsylvaníu, Georgíu, Nevada, Arizona, Michigan, Wisconsin og Norður-Karólínu eigi rétt á því að taka þátt. Þetta eru þau sjö ríki sem talið er að muni ráða úrslitum í forsetakosningunum þann 5. nóvember. Sjá einnig: Sér ekki á svörtu hjá „hinum útvalda“ Kjósendur sem skrifa undir eiga einnig rétt á 47 dölum í verðlaun fyrir hvern nýjan kjósenda sem þau fá til að skrifa einnig undir. Í Pennsylvaníu, sem þykir sérstaklega mikilvægt ríki í þessum kosningum, eiga rétt á hundrað dölum í stað 47. Musk gaf fyrstu milljón dala ávísunina á laugardaginn og aðra í gær. Sjá einnig: Bar fram samsæriskenningar á fyrsta kosningafundinum Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu og fyrrverandi ríkissaksóknari, sagði í viðtali í gær að hann hefði áhyggjur af þessu útspili Musks, sem þegar hefur varið að minnsta kosti tíu milljörðum króna til stuðnings Trumps. Shapiro, sem er Demókrati, sagði Musk hafa rétt á skoðunum sínum en óljóst væri hvort þetta væri löglegt og það þyrfti að rannsaka málið. Hann neitaði að segja berum orðum hvort hann teldi útspil Musks ólöglegt. WATCH: Every day until Election Day, Elon Musk says he’ll give $1M to a voter who has signed his super PAC’s petition “in favor of free speech and the right to bear arms.”@JoshShapiroPA: “That is deeply concerning. ... It's something that law enforcement could take a look at." pic.twitter.com/2mZY1b5YaL— Meet the Press (@MeetThePress) October 20, 2024 Fleiri hafa lýst yfir efasemdum um að happdrætti Musks sé löglegt. Einn sérfræðingur í lögum um kosningum sem Washington Post ræddi við sagði ólöglegt að gefa fólki peninga fyrir atkvæði eða fyrir það að þau skráðu sig sem kjósendur. Fleiri hafa tekið undir það að um ólöglegt athæfi sé að ræða. Annar sérfræðingur sagði í samtali við AP fréttaveituna að það að skilgreina þátttöku við skráða kjósendur væri líklega brot á lögum. Það væri ekki beint verið að greiða fólki peninga fyrir að kjósa en þetta færri ansi nærri því. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Elon Musk Tengdar fréttir Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. 17. október 2024 10:41 Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér. 15. október 2024 11:40 Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. 14. október 2024 14:01 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
„Við viljum tryggja að allir kjósendur í sveifluríkjum viti af þessu og mig grunar að þetta muni tryggja það,“ sagði Musk á samfélagsmiðli sínum, X. Til þess að geta unnið milljón dali þurfa umræddir kjósendur þó að hafa skrifað undir undirskriftalista pólitískrar aðgerðanefndar (e. PAC) sem Musk hefur stofnað til stuðnings Donalds Trump. Undirskriftalistinn snýr að því að lýsa yfir stuðningi við ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna um málfrelsi og skotvopnaeign. Á vef aðgerðanefndarinnar segir að kjósendur í Pennsylvaníu, Georgíu, Nevada, Arizona, Michigan, Wisconsin og Norður-Karólínu eigi rétt á því að taka þátt. Þetta eru þau sjö ríki sem talið er að muni ráða úrslitum í forsetakosningunum þann 5. nóvember. Sjá einnig: Sér ekki á svörtu hjá „hinum útvalda“ Kjósendur sem skrifa undir eiga einnig rétt á 47 dölum í verðlaun fyrir hvern nýjan kjósenda sem þau fá til að skrifa einnig undir. Í Pennsylvaníu, sem þykir sérstaklega mikilvægt ríki í þessum kosningum, eiga rétt á hundrað dölum í stað 47. Musk gaf fyrstu milljón dala ávísunina á laugardaginn og aðra í gær. Sjá einnig: Bar fram samsæriskenningar á fyrsta kosningafundinum Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu og fyrrverandi ríkissaksóknari, sagði í viðtali í gær að hann hefði áhyggjur af þessu útspili Musks, sem þegar hefur varið að minnsta kosti tíu milljörðum króna til stuðnings Trumps. Shapiro, sem er Demókrati, sagði Musk hafa rétt á skoðunum sínum en óljóst væri hvort þetta væri löglegt og það þyrfti að rannsaka málið. Hann neitaði að segja berum orðum hvort hann teldi útspil Musks ólöglegt. WATCH: Every day until Election Day, Elon Musk says he’ll give $1M to a voter who has signed his super PAC’s petition “in favor of free speech and the right to bear arms.”@JoshShapiroPA: “That is deeply concerning. ... It's something that law enforcement could take a look at." pic.twitter.com/2mZY1b5YaL— Meet the Press (@MeetThePress) October 20, 2024 Fleiri hafa lýst yfir efasemdum um að happdrætti Musks sé löglegt. Einn sérfræðingur í lögum um kosningum sem Washington Post ræddi við sagði ólöglegt að gefa fólki peninga fyrir atkvæði eða fyrir það að þau skráðu sig sem kjósendur. Fleiri hafa tekið undir það að um ólöglegt athæfi sé að ræða. Annar sérfræðingur sagði í samtali við AP fréttaveituna að það að skilgreina þátttöku við skráða kjósendur væri líklega brot á lögum. Það væri ekki beint verið að greiða fólki peninga fyrir að kjósa en þetta færri ansi nærri því.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Elon Musk Tengdar fréttir Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. 17. október 2024 10:41 Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér. 15. október 2024 11:40 Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. 14. október 2024 14:01 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Mætti á Fox í gær og á í viðræðum um viðtal við Rogan Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrataflokksins, var til viðtals á Fox News í gær og sitt sýnist hverjum um hvernig hún stóð sig. 17. október 2024 10:41
Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér. 15. október 2024 11:40
Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. 14. október 2024 14:01