Grindavíkurbær nú opinn almenningi Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2024 07:55 Grindavík hefur verið lokuð flestum frá 10. nóvember á síðasta ári þegar bærinn var rýmdur. Myndin er tekin í julí síðastliðinn. Vísir/Sigurjón Grindavíkurbær opnaði klukkan sex í morgun, en aðgengi að bænum hefur verið verulegum takmörkunum háð síðustu misserin vegna eldsumbrota. Ferðir fólks eru á eigin ábyrgð. Framkvæmdanefnd um málefni bæjarins kynnti þessa ákvörðun sína fyrir helgi og var þá tekið fram að henni verði breytt hið snarasta, verði hættustigi lýst yfir á nýjan leik vegna eldgosa eða jarðhræringa. Svæðið er nú á óvissustigi og lögreglan segir margar hættur leynast í bænum og á svæðinu þar í kring. Þannig séu opin svæði í nágrenninu viðsjárverð enda hafi þau ekki veið skoðuð sérstaklega. Þá mælir lögreglustjóri alls ekki með því að fólk gangi á fjallið Þorbjörn, Hagafell eða önnur nærliggjandi fjöll. Einnig liggi opnar sprungur við Nesveg og á Hópsnesi. Ítrekað er á heimasíðu bæjarins að ferðamenn séu á eigin ábyrgð í náttúru Íslands og sérstaklega er tekið fram að Grindavík sé ekki ákjósanlegur staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Þar er heldur ekkert skóla- og íþróttastarf og stendur ekki til að breyta því í bráð. Einnig er vakin athygli á því að sjálfar gosstöðvarnar eru ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn við núverandi aðstæður. Grindavík hefur verið lokuð öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækjum, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa frá því í nóvember á síðasta ári. Fyrirkomulag opnunar Sem fyrr segir verður aðgangur inn í Grindavík hindrunarlaus frá 06:00 þann 21. október 2024 og gildir þar til hættustigi kann að vera lýst yfir á ný. Viðbragðsaðilar og vettvangsstjórn verða áfram starfandi með óbreyttum hætti og eftirliti með umferð inn og út úr bænum verður sinnt með rafrænum hætti í öryggisskyni ef til rýmingar kemur. Opnun bæjarins með þessum hætti byggir m.a. á áhættumati sem unnið er og uppfært reglulega sem og hættumati Veðurstofunnar. Vert er þó að hafa í huga að: Jarðhræringum í og við Grindavík er hvergi lokið og nauðsynlegt að fara að öllu með ítrustu gát; Áfram verður öflugt eftirlit með mögulegri náttúruvá til að hægt verði að bregðast við aðstæðum hverju sinni; Aðstæður geta breyst hratt og nauðsynlegt getur reynst að rýma bæinn og nágrenni með skömmum fyrirvara og loka á nýjan leik; Lýsi ríkislögreglustjóri yfir hættustigi eða neyðarstigi verður aðgangsstýringu að bænum breytt með hliðsjón af þeim aðstæðum; Reynist nauðsynlegt af öryggisástæðum verður unnt að grípa til rýminga og lokunar á nýjan leik; Einstökum svæðum innan bæjarmarkanna kann að verða lokað fyrir umferð ef nauðsyn reynist. Grindavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Biðla til fólks að sýna virðingu í nýopnaðri Grindavík Frá og með klukkan sex í fyrramálið verður Grindavíkurbær opinn fyrir almennri umferð. Ferðamálastofa biðlar til fólks að sýna ábyrgð og virðingu þar sem enn er töluverð hætta á ferð. 20. október 2024 13:39 Opna Grindavík öllum eftir helgi Aðgangur að Grindavík verður hindranalaus frá og með mánudagsmorgni samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar um málefni bæjarins sem kynnt var í dag. Lokað verður aftur ef hættu- eða neyðarstigi verður aftur lýst yfir. 16. október 2024 13:44 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Framkvæmdanefnd um málefni bæjarins kynnti þessa ákvörðun sína fyrir helgi og var þá tekið fram að henni verði breytt hið snarasta, verði hættustigi lýst yfir á nýjan leik vegna eldgosa eða jarðhræringa. Svæðið er nú á óvissustigi og lögreglan segir margar hættur leynast í bænum og á svæðinu þar í kring. Þannig séu opin svæði í nágrenninu viðsjárverð enda hafi þau ekki veið skoðuð sérstaklega. Þá mælir lögreglustjóri alls ekki með því að fólk gangi á fjallið Þorbjörn, Hagafell eða önnur nærliggjandi fjöll. Einnig liggi opnar sprungur við Nesveg og á Hópsnesi. Ítrekað er á heimasíðu bæjarins að ferðamenn séu á eigin ábyrgð í náttúru Íslands og sérstaklega er tekið fram að Grindavík sé ekki ákjósanlegur staður fyrir barnafólk eða börn að leik. Þar er heldur ekkert skóla- og íþróttastarf og stendur ekki til að breyta því í bráð. Einnig er vakin athygli á því að sjálfar gosstöðvarnar eru ekki aðgengilegar fyrir ferðamenn við núverandi aðstæður. Grindavík hefur verið lokuð öðrum en viðbragðsaðilum, íbúum bæjarins, starfsmönnum Grindavíkurbæjar, fyrirtækjum, verktökum og þeim sem þurfa að aðstoða íbúa frá því í nóvember á síðasta ári. Fyrirkomulag opnunar Sem fyrr segir verður aðgangur inn í Grindavík hindrunarlaus frá 06:00 þann 21. október 2024 og gildir þar til hættustigi kann að vera lýst yfir á ný. Viðbragðsaðilar og vettvangsstjórn verða áfram starfandi með óbreyttum hætti og eftirliti með umferð inn og út úr bænum verður sinnt með rafrænum hætti í öryggisskyni ef til rýmingar kemur. Opnun bæjarins með þessum hætti byggir m.a. á áhættumati sem unnið er og uppfært reglulega sem og hættumati Veðurstofunnar. Vert er þó að hafa í huga að: Jarðhræringum í og við Grindavík er hvergi lokið og nauðsynlegt að fara að öllu með ítrustu gát; Áfram verður öflugt eftirlit með mögulegri náttúruvá til að hægt verði að bregðast við aðstæðum hverju sinni; Aðstæður geta breyst hratt og nauðsynlegt getur reynst að rýma bæinn og nágrenni með skömmum fyrirvara og loka á nýjan leik; Lýsi ríkislögreglustjóri yfir hættustigi eða neyðarstigi verður aðgangsstýringu að bænum breytt með hliðsjón af þeim aðstæðum; Reynist nauðsynlegt af öryggisástæðum verður unnt að grípa til rýminga og lokunar á nýjan leik; Einstökum svæðum innan bæjarmarkanna kann að verða lokað fyrir umferð ef nauðsyn reynist.
Fyrirkomulag opnunar Sem fyrr segir verður aðgangur inn í Grindavík hindrunarlaus frá 06:00 þann 21. október 2024 og gildir þar til hættustigi kann að vera lýst yfir á ný. Viðbragðsaðilar og vettvangsstjórn verða áfram starfandi með óbreyttum hætti og eftirliti með umferð inn og út úr bænum verður sinnt með rafrænum hætti í öryggisskyni ef til rýmingar kemur. Opnun bæjarins með þessum hætti byggir m.a. á áhættumati sem unnið er og uppfært reglulega sem og hættumati Veðurstofunnar. Vert er þó að hafa í huga að: Jarðhræringum í og við Grindavík er hvergi lokið og nauðsynlegt að fara að öllu með ítrustu gát; Áfram verður öflugt eftirlit með mögulegri náttúruvá til að hægt verði að bregðast við aðstæðum hverju sinni; Aðstæður geta breyst hratt og nauðsynlegt getur reynst að rýma bæinn og nágrenni með skömmum fyrirvara og loka á nýjan leik; Lýsi ríkislögreglustjóri yfir hættustigi eða neyðarstigi verður aðgangsstýringu að bænum breytt með hliðsjón af þeim aðstæðum; Reynist nauðsynlegt af öryggisástæðum verður unnt að grípa til rýminga og lokunar á nýjan leik; Einstökum svæðum innan bæjarmarkanna kann að verða lokað fyrir umferð ef nauðsyn reynist.
Grindavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Biðla til fólks að sýna virðingu í nýopnaðri Grindavík Frá og með klukkan sex í fyrramálið verður Grindavíkurbær opinn fyrir almennri umferð. Ferðamálastofa biðlar til fólks að sýna ábyrgð og virðingu þar sem enn er töluverð hætta á ferð. 20. október 2024 13:39 Opna Grindavík öllum eftir helgi Aðgangur að Grindavík verður hindranalaus frá og með mánudagsmorgni samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar um málefni bæjarins sem kynnt var í dag. Lokað verður aftur ef hættu- eða neyðarstigi verður aftur lýst yfir. 16. október 2024 13:44 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Biðla til fólks að sýna virðingu í nýopnaðri Grindavík Frá og með klukkan sex í fyrramálið verður Grindavíkurbær opinn fyrir almennri umferð. Ferðamálastofa biðlar til fólks að sýna ábyrgð og virðingu þar sem enn er töluverð hætta á ferð. 20. október 2024 13:39
Opna Grindavík öllum eftir helgi Aðgangur að Grindavík verður hindranalaus frá og með mánudagsmorgni samkvæmt ákvörðun framkvæmdanefndar um málefni bæjarins sem kynnt var í dag. Lokað verður aftur ef hættu- eða neyðarstigi verður aftur lýst yfir. 16. október 2024 13:44