Innlent

Starfs­maðurinn ekki í lífs­hættu og bar­átta um annað sætið í Kraganum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Sautján ára piltur sem lést í bruna á Stuðlum í gær hafði ekki verið lengi á meðferðarheimilinu. Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við málið að sögn lögreglu. 

Rætt verður við forstjóra meðferðarúrræðisins Vogs í hádegisfréttum en Vogur hefur tekið við börnunum af Stuðlum tímabundið.

Það eru miklar vendingar í pólitíkinni í dag eins og síðustu daga. Sigríður Á. Andersen fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins er gengin til liðs við Miðflokkinn. Þá ræðst í dag hverjir verði í efstu sætum á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum. 

Við heyrum í píanóleikaranum Víkingi Heiðari Ólafssyni, sem er á leið í tónleikaferðalag með Yuja Wang. Og við verðum í beinni frá bakgarðshlaupinu í Elliðaárdal en fjórtán hlaupa enn nú þegar sólarhringur er liðinn. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×