Fyrsti Íslendingurinn sem vinnur: Þú trúir þvi ekki hversu ánægður ég er Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2024 11:32 Auðunn Guðmundsson var mjög ánægður í viðtalinu eftir keppnina. Skjámynd/Youtube Auðunn Guðmundsson skrifaði söguna í gær þegar hann tryggði liði sínu, Team Thor, sigur í LMP3 kappakstrinum í Le Mans Cup en þetta var lokakeppni tímabilsins og fór fram í Portimao í Portúgal. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskur ökumaður og íslenskt lið fagnar sigri í þessari keppni en þetta var líka söguleg keppni fyrir Auðunn því þetta var hans síðasta keppni. Með því að vinna lokakeppni tímabilsins þá komust lið Auðuns upp úr sjöunda sæti upp í það fjórða. Þeir hoppuðu því upp um þrjú sæti. Auðunn keyrir bílinn ásamt Bretanum Colin Noble. Það gekk mikið á fyrri hluta keppninnar en Auðunn og félagar komust í gegnum þann hamagang og voru í góðum málum seinni hlutann. Auðunn keyrði bílinn í fyrri hlutanum en Noble tók svo við. ELMS & LMC Media tók viðtal við Auðunn og liðsfélaga hans Colin Noble eftir að sigurinn var í höfn. „Þetta er mín síðasta keppni og þú trúir því ekki hversu ánægður ég er. Ég átti ekki von á þessu í morgun og þessi sigur kom því algjörlega úr heiðskíru lofti,“ sagði Auðunn. Þetta var rosaleg keppni og hann datt niður í ellefta sætið þegar öryggisbílinn kom fyrst inn á braut. „Ég var þarna orðinn ellefti en síðan náði ég sama hraða og hinir,“ sagði Auðunn. Hann náði hópnum áður en Colin tók við. „Þessi sigur er mjög mikilvægur. Ég hef verið að stefna að þessu næstum því allt mitt líf. Þetta verður því varla mikilvægara,“ sagði Auðunn eins og sjá má hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=NX28oScyh3c">watch on YouTube</a> Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem íslenskur ökumaður og íslenskt lið fagnar sigri í þessari keppni en þetta var líka söguleg keppni fyrir Auðunn því þetta var hans síðasta keppni. Með því að vinna lokakeppni tímabilsins þá komust lið Auðuns upp úr sjöunda sæti upp í það fjórða. Þeir hoppuðu því upp um þrjú sæti. Auðunn keyrir bílinn ásamt Bretanum Colin Noble. Það gekk mikið á fyrri hluta keppninnar en Auðunn og félagar komust í gegnum þann hamagang og voru í góðum málum seinni hlutann. Auðunn keyrði bílinn í fyrri hlutanum en Noble tók svo við. ELMS & LMC Media tók viðtal við Auðunn og liðsfélaga hans Colin Noble eftir að sigurinn var í höfn. „Þetta er mín síðasta keppni og þú trúir því ekki hversu ánægður ég er. Ég átti ekki von á þessu í morgun og þessi sigur kom því algjörlega úr heiðskíru lofti,“ sagði Auðunn. Þetta var rosaleg keppni og hann datt niður í ellefta sætið þegar öryggisbílinn kom fyrst inn á braut. „Ég var þarna orðinn ellefti en síðan náði ég sama hraða og hinir,“ sagði Auðunn. Hann náði hópnum áður en Colin tók við. „Þessi sigur er mjög mikilvægur. Ég hef verið að stefna að þessu næstum því allt mitt líf. Þetta verður því varla mikilvægara,“ sagði Auðunn eins og sjá má hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=NX28oScyh3c">watch on YouTube</a>
Akstursíþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Skemmtileg áskorun að greina Doncic Biturðin lak af tilkynningu um Isak Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Sjá meira