Skorað á Sigurð Inga að afturkalla tilmæli Svandísar Kristján Már Unnarsson skrifar 20. október 2024 06:20 Svandís Svavarsdóttir tók við Innviðaráðuneytinu af Sigurði Inga Jóhannssyni fyrir hálfu ári, þann 10. apríl. Núna er Sigurður Ingi aftur tekinn við ráðuneytinu. Vilhelm Gunnarsson Undirskriftasöfnun er hafin á netinu þar sem skorað er á Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra að afturkalla tilmæli Svandísar Svavarsdóttur, fyrrverandi innviðaráðherra, til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar í Skerjafirði. „Áskorun til innviðaráðherra um flug- og starfsöryggi Reykjavíkurflugvallar,“ er yfirskrift undirskriftasöfnunarinnar, sem fram fer á Ísland.is. Ábyrgðarmaður er Arnór Valdimarsson. Í texta undirskriftalistans segir: „Við undirrituð skorum hér með á Innviðaráðherra Sigurð Inga Jóhannsson að afturkalla tilmæli Svandísar Svavarsdóttur fyrrverandi Innviðaráðherra til ISAVIA um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg geti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga.“ Fullyrt er í textanum að þau tilmæli stangist á við lög um loftferðir númer 80 frá 2022. Jafnframt segir: „Einnig skorum við á Sigurð Inga að ganga í það að grisja ofvöxt trjáa í Öskjuhlíð sem standa upp í hindranaflöt fyrir aðflug og brottflug, og einnig brjóta sömu lög. Það er skylda Innviðaráherra tryggja að flugöryggi og flugrekstraröryggi skerðist hvergi á meðan hann er þar sem hann er,“ segir ennfremur. Á flugfréttasíðunni Fróðleiksmolar um flug lýsir Arnór Valdimarsson forsögu undirskriftasöfnunarinnar meðal annars svo: „Fyrrverandi innviðaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, skipaði Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Það vita allir að það var gert til að eyðileggja flugvöllinn og þar með svíkja gild samkomulög. Nú er hún ekki ráðherra lengur og Sigurður Ingi hefur aftur tekið við sem innviðaráðherra. Hann hefur sagt sem innviðaráðherra að Reykjavíkurborg muni ekki fá að byggja upp á flugvallarlandi í Nýja Skerjafirði fyrr en búið verði að finna nýjan stað undir þá starfsemi sem í dag er á Reykjavíkurflugvelli.“ Þetta sögðu þau Svandís og Sigurður Ingi um málið fyrir tólf dögum: Hér má sjá hvaða skoðun Sigurður Ingi lýsti á málinu sem innviðaráðherra rétt fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar vorið 2022: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Skipulag Borgarstjórn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík Tengdar fréttir Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06 Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. 7. október 2024 20:30 Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
„Áskorun til innviðaráðherra um flug- og starfsöryggi Reykjavíkurflugvallar,“ er yfirskrift undirskriftasöfnunarinnar, sem fram fer á Ísland.is. Ábyrgðarmaður er Arnór Valdimarsson. Í texta undirskriftalistans segir: „Við undirrituð skorum hér með á Innviðaráðherra Sigurð Inga Jóhannsson að afturkalla tilmæli Svandísar Svavarsdóttur fyrrverandi Innviðaráðherra til ISAVIA um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg geti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga.“ Fullyrt er í textanum að þau tilmæli stangist á við lög um loftferðir númer 80 frá 2022. Jafnframt segir: „Einnig skorum við á Sigurð Inga að ganga í það að grisja ofvöxt trjáa í Öskjuhlíð sem standa upp í hindranaflöt fyrir aðflug og brottflug, og einnig brjóta sömu lög. Það er skylda Innviðaráherra tryggja að flugöryggi og flugrekstraröryggi skerðist hvergi á meðan hann er þar sem hann er,“ segir ennfremur. Á flugfréttasíðunni Fróðleiksmolar um flug lýsir Arnór Valdimarsson forsögu undirskriftasöfnunarinnar meðal annars svo: „Fyrrverandi innviðaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, skipaði Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Það vita allir að það var gert til að eyðileggja flugvöllinn og þar með svíkja gild samkomulög. Nú er hún ekki ráðherra lengur og Sigurður Ingi hefur aftur tekið við sem innviðaráðherra. Hann hefur sagt sem innviðaráðherra að Reykjavíkurborg muni ekki fá að byggja upp á flugvallarlandi í Nýja Skerjafirði fyrr en búið verði að finna nýjan stað undir þá starfsemi sem í dag er á Reykjavíkurflugvelli.“ Þetta sögðu þau Svandís og Sigurður Ingi um málið fyrir tólf dögum: Hér má sjá hvaða skoðun Sigurður Ingi lýsti á málinu sem innviðaráðherra rétt fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar vorið 2022:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Skipulag Borgarstjórn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Reykjavík Tengdar fréttir Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06 Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. 7. október 2024 20:30 Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55 Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06
Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. 7. október 2024 20:30
Ráðherra segir tryggt að borgin byggi ekki í Skerjafirði án samþykkis Isavia Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir sáttmála nýs borgarstjórnarmeirihluta tryggja að ekki verði byggt í Skerjafirði án samþykkis flugmálayfirvalda. 9. júní 2022 22:55
Ráðherra neitar að afhenda landið en borgarstjóri segist hafa afsalið Innviðaráðherra neitar borginni um að byggja í Skerjafirði og segir að hún fái ekki meira af landi Reykjavíkurflugvallar fyrr en nýr flugvallarkostur sé fundinn og uppbyggður. Borgarstjóri hafnar því að flugöryggi verði raskað og minnir á að borgin eigi landið. 4. maí 2022 22:22
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent