Búin að biðja Jón afsökunar Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. október 2024 18:36 Jón Gunnarsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir bjóða sig bæði fram í 2. sæti í Suðvesturkjördæmi og verður krefjandi fyrir uppstillingarnefnd að velja á milli þeirra. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur beðið Jón Gunnarsson, flokksfélaga sinn, afsökunar fyrir að hafa ekki látið hann vita fyrirfram að hún byði sig fram í annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Í vikunni kom fram að Jón hefði ekkert heyrt af því að Þórdís hygðist bjóða sig fram í kjördæminu fyrr en hann las um það í Morgunblaðinu. Þá var hann þegar búinn að lýsa því yfir að hann ætlaði að sækjast aftur eftir öðru sætinu sem hann hefur vermt frá því í prófkjöri fyrir síðustu alþingiskosningar. Búin að sjatla málið Greint var frá málinu í Spursmálum mbl.is þar sem Jón og Þórdís voru bæði gestir. Þar spurði Stefán Einar Stefánsson Þórdísi hvort það hefði ekki verið klókt eða kurteisi að setja sig í samband við Jón. „Fyrst þegar ég set það út í kosmósið að þetta sé eitthvað sem ég sé að íhuga þá er ég á þeim tímapunkti ekki búin að taka ákvörðun um hvernig er best að gera þetta. Einmitt af því þetta kemur allt mjög hratt upp,“ svaraði Þórdís og sagði svo: „Auðvitað hefði ég átt að láta hann formlega vita og ræða það og fara yfir það hvers vegna ég væri að gera þetta. Það er ég búin að segja við Jón og ég hef beðið hann afsökunar á því að hafa ekki gert það með formlegum hætti. „Við erum búin að sjatla það á milli okkar,“ skaut Jón þá inn í áður en Þórdís hélt áfram: „Við Jón höfum auðvitað starfað saman í mörg ár og farið saman í gegnum alls konar baráttur og slagi, innanflokks og við andstæðinga. Jón er vinur minn, hann er með sterka stöðu í Suðvesturkjördæmi, hann er búinn að vera mjög lengi og líka í alls konar hlutverkum, neðarlega á lista, ofarlega á lista eins og ég hef verið í Suðvesturkjördæmi.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Sjá meira
Í vikunni kom fram að Jón hefði ekkert heyrt af því að Þórdís hygðist bjóða sig fram í kjördæminu fyrr en hann las um það í Morgunblaðinu. Þá var hann þegar búinn að lýsa því yfir að hann ætlaði að sækjast aftur eftir öðru sætinu sem hann hefur vermt frá því í prófkjöri fyrir síðustu alþingiskosningar. Búin að sjatla málið Greint var frá málinu í Spursmálum mbl.is þar sem Jón og Þórdís voru bæði gestir. Þar spurði Stefán Einar Stefánsson Þórdísi hvort það hefði ekki verið klókt eða kurteisi að setja sig í samband við Jón. „Fyrst þegar ég set það út í kosmósið að þetta sé eitthvað sem ég sé að íhuga þá er ég á þeim tímapunkti ekki búin að taka ákvörðun um hvernig er best að gera þetta. Einmitt af því þetta kemur allt mjög hratt upp,“ svaraði Þórdís og sagði svo: „Auðvitað hefði ég átt að láta hann formlega vita og ræða það og fara yfir það hvers vegna ég væri að gera þetta. Það er ég búin að segja við Jón og ég hef beðið hann afsökunar á því að hafa ekki gert það með formlegum hætti. „Við erum búin að sjatla það á milli okkar,“ skaut Jón þá inn í áður en Þórdís hélt áfram: „Við Jón höfum auðvitað starfað saman í mörg ár og farið saman í gegnum alls konar baráttur og slagi, innanflokks og við andstæðinga. Jón er vinur minn, hann er með sterka stöðu í Suðvesturkjördæmi, hann er búinn að vera mjög lengi og líka í alls konar hlutverkum, neðarlega á lista, ofarlega á lista eins og ég hef verið í Suðvesturkjördæmi.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Sjá meira
Sunnudagurinn í Valhöll gæti orðið úrslitastund fyrir Þórdísi Reikna má með fjölmenni í Valhöll á sunnudaginn þegar hart verður barist um sæti á lista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar þann 30. nóvember næstkomandi. Formaður og varaformaður bjóða sig fram í tvö efstu sætin en reikna má með að varaformaðurinn fái harða baráttu um annað sætið. Sigur yrði risaskref í átt til formennsku en tap gæti sett frekari frama innan flokksins úr skorðum. 17. október 2024 00:13
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent