Hefur sett saman um 100 módelbíla í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2024 21:06 50 af 100 bílunum, sem Daði hefur sett saman í gegnum árin. Allir þessir bílar verða til sýnis á sýningunni á sunnudaginn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það allra skemmtilegasta sem fimmtugur málarameistari í Hveragerði gerir er að setja saman módelbíla en hann á um eitt hundrað slíka bíla. Bronco, Land Rover og Scania vörubílar eru í mestu uppáhaldi hjá bílaáhugamanninum. Hér eru við að tala um Daða Sævar Sólmundarson, sem er forfallinn bílaáhugamaður þegar kemur að því að setja saman módelbíla en hann á um eitt hundrað slíka bíla. Daði kaupir bílana í pörtum en það er þá hans hlutverk að setja þá saman eftir kúnstarinnar reglum, mála þá og láta þá líta, sem allra best út. „Hérna eru Broncoarnir, hérna er 1974 óbreyttur og hérna er annar sem er búið að klippa úr brettunum á aðeins breyttur eins og þeir voru ansi margir. Svo er ég hérna með 1966 módelið með hvítum stuðurum og sex sílentra vél og orðin snubbóttari en hinir,” segir Daði þegar hann sýnir nokkra af bílunum. Og Daði á að sjálfsögðu líka Wolkswagen bjöllu. „Þetta er mjög skemmtilegt módel, mikið af smáatriðum í henni. Það er allt, hangarnir og blómavasinn eru í mælaborðinu eins og var í þeim upphaflegu bílunum.” Daði Sævar með eina af Scaníunum, sem hann hefur sett saman, bíll, sem er í miklu uppáhaldi hjá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Daði hefur alltaf verið mikil Land Rover maður og hefur sett þá nokkra þannig saman. „Þetta er Land Rover 1964, bensín með númerinu X 318 en afi minn átti þennan. Og hérna er ég með til dæmis Willys jeppa, sem ég byggði yfir upp á gamla mátann eins og gert var í gamla daga,” segir Daði. Daði hefur líka sett saman fullt af amerískum köggum þar sem árgerðirnar eru frá 1967 til 1973. Og svo eru það Skaníurnar, sem Daði hefur mikið dálæti á. „Ég er Scaniukarl ef það kemur að vörubílum, þá er það Scania og ekkert annað þó ég sé eins mikill Benskarl og ég er samt þá er það Scanian, sem snertir mig meira þegar kemur að vörubílum,” segir Daði. Bílarnir eru ótrúlega flottir og vel gerðir hjá Daða Sævari.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sonurinn er stoltur af bílaáhugamáli pabba síns. „Mér finnst þetta bara mjög flott en ég hef kannski ekkert mestan áhuga í heimi á þessu en það er alltaf gott að eiga áhugamál,” segir Hallgrímur, sem er nemandi við Menntaskólann að Laugarvatni. Það stendur mikið til sunnudaginn 20. október hjá IPMS samtökunum, sem íslenska módelsamtökin eru hluti af en þau verða með öll flottustu módel landsins til sýnis fyrir almenning í Kiwanishúsi Eldeyjar í Kópavogi þann dag. Módelsýningin fer fram sunnudaginn 20. október í Kíwanishúsi Eldeyjar, Smiðjuvegi 13a (gul gata) í Kópavogi. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en allur ágóði rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru.Aðsend Hveragerði Bílar Föndur Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Hér eru við að tala um Daða Sævar Sólmundarson, sem er forfallinn bílaáhugamaður þegar kemur að því að setja saman módelbíla en hann á um eitt hundrað slíka bíla. Daði kaupir bílana í pörtum en það er þá hans hlutverk að setja þá saman eftir kúnstarinnar reglum, mála þá og láta þá líta, sem allra best út. „Hérna eru Broncoarnir, hérna er 1974 óbreyttur og hérna er annar sem er búið að klippa úr brettunum á aðeins breyttur eins og þeir voru ansi margir. Svo er ég hérna með 1966 módelið með hvítum stuðurum og sex sílentra vél og orðin snubbóttari en hinir,” segir Daði þegar hann sýnir nokkra af bílunum. Og Daði á að sjálfsögðu líka Wolkswagen bjöllu. „Þetta er mjög skemmtilegt módel, mikið af smáatriðum í henni. Það er allt, hangarnir og blómavasinn eru í mælaborðinu eins og var í þeim upphaflegu bílunum.” Daði Sævar með eina af Scaníunum, sem hann hefur sett saman, bíll, sem er í miklu uppáhaldi hjá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Daði hefur alltaf verið mikil Land Rover maður og hefur sett þá nokkra þannig saman. „Þetta er Land Rover 1964, bensín með númerinu X 318 en afi minn átti þennan. Og hérna er ég með til dæmis Willys jeppa, sem ég byggði yfir upp á gamla mátann eins og gert var í gamla daga,” segir Daði. Daði hefur líka sett saman fullt af amerískum köggum þar sem árgerðirnar eru frá 1967 til 1973. Og svo eru það Skaníurnar, sem Daði hefur mikið dálæti á. „Ég er Scaniukarl ef það kemur að vörubílum, þá er það Scania og ekkert annað þó ég sé eins mikill Benskarl og ég er samt þá er það Scanian, sem snertir mig meira þegar kemur að vörubílum,” segir Daði. Bílarnir eru ótrúlega flottir og vel gerðir hjá Daða Sævari.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sonurinn er stoltur af bílaáhugamáli pabba síns. „Mér finnst þetta bara mjög flott en ég hef kannski ekkert mestan áhuga í heimi á þessu en það er alltaf gott að eiga áhugamál,” segir Hallgrímur, sem er nemandi við Menntaskólann að Laugarvatni. Það stendur mikið til sunnudaginn 20. október hjá IPMS samtökunum, sem íslenska módelsamtökin eru hluti af en þau verða með öll flottustu módel landsins til sýnis fyrir almenning í Kiwanishúsi Eldeyjar í Kópavogi þann dag. Módelsýningin fer fram sunnudaginn 20. október í Kíwanishúsi Eldeyjar, Smiðjuvegi 13a (gul gata) í Kópavogi. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en allur ágóði rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru.Aðsend
Hveragerði Bílar Föndur Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira