Hefur sett saman um 100 módelbíla í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. október 2024 21:06 50 af 100 bílunum, sem Daði hefur sett saman í gegnum árin. Allir þessir bílar verða til sýnis á sýningunni á sunnudaginn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það allra skemmtilegasta sem fimmtugur málarameistari í Hveragerði gerir er að setja saman módelbíla en hann á um eitt hundrað slíka bíla. Bronco, Land Rover og Scania vörubílar eru í mestu uppáhaldi hjá bílaáhugamanninum. Hér eru við að tala um Daða Sævar Sólmundarson, sem er forfallinn bílaáhugamaður þegar kemur að því að setja saman módelbíla en hann á um eitt hundrað slíka bíla. Daði kaupir bílana í pörtum en það er þá hans hlutverk að setja þá saman eftir kúnstarinnar reglum, mála þá og láta þá líta, sem allra best út. „Hérna eru Broncoarnir, hérna er 1974 óbreyttur og hérna er annar sem er búið að klippa úr brettunum á aðeins breyttur eins og þeir voru ansi margir. Svo er ég hérna með 1966 módelið með hvítum stuðurum og sex sílentra vél og orðin snubbóttari en hinir,” segir Daði þegar hann sýnir nokkra af bílunum. Og Daði á að sjálfsögðu líka Wolkswagen bjöllu. „Þetta er mjög skemmtilegt módel, mikið af smáatriðum í henni. Það er allt, hangarnir og blómavasinn eru í mælaborðinu eins og var í þeim upphaflegu bílunum.” Daði Sævar með eina af Scaníunum, sem hann hefur sett saman, bíll, sem er í miklu uppáhaldi hjá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Daði hefur alltaf verið mikil Land Rover maður og hefur sett þá nokkra þannig saman. „Þetta er Land Rover 1964, bensín með númerinu X 318 en afi minn átti þennan. Og hérna er ég með til dæmis Willys jeppa, sem ég byggði yfir upp á gamla mátann eins og gert var í gamla daga,” segir Daði. Daði hefur líka sett saman fullt af amerískum köggum þar sem árgerðirnar eru frá 1967 til 1973. Og svo eru það Skaníurnar, sem Daði hefur mikið dálæti á. „Ég er Scaniukarl ef það kemur að vörubílum, þá er það Scania og ekkert annað þó ég sé eins mikill Benskarl og ég er samt þá er það Scanian, sem snertir mig meira þegar kemur að vörubílum,” segir Daði. Bílarnir eru ótrúlega flottir og vel gerðir hjá Daða Sævari.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sonurinn er stoltur af bílaáhugamáli pabba síns. „Mér finnst þetta bara mjög flott en ég hef kannski ekkert mestan áhuga í heimi á þessu en það er alltaf gott að eiga áhugamál,” segir Hallgrímur, sem er nemandi við Menntaskólann að Laugarvatni. Það stendur mikið til sunnudaginn 20. október hjá IPMS samtökunum, sem íslenska módelsamtökin eru hluti af en þau verða með öll flottustu módel landsins til sýnis fyrir almenning í Kiwanishúsi Eldeyjar í Kópavogi þann dag. Módelsýningin fer fram sunnudaginn 20. október í Kíwanishúsi Eldeyjar, Smiðjuvegi 13a (gul gata) í Kópavogi. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en allur ágóði rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru.Aðsend Hveragerði Bílar Föndur Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Sjá meira
Hér eru við að tala um Daða Sævar Sólmundarson, sem er forfallinn bílaáhugamaður þegar kemur að því að setja saman módelbíla en hann á um eitt hundrað slíka bíla. Daði kaupir bílana í pörtum en það er þá hans hlutverk að setja þá saman eftir kúnstarinnar reglum, mála þá og láta þá líta, sem allra best út. „Hérna eru Broncoarnir, hérna er 1974 óbreyttur og hérna er annar sem er búið að klippa úr brettunum á aðeins breyttur eins og þeir voru ansi margir. Svo er ég hérna með 1966 módelið með hvítum stuðurum og sex sílentra vél og orðin snubbóttari en hinir,” segir Daði þegar hann sýnir nokkra af bílunum. Og Daði á að sjálfsögðu líka Wolkswagen bjöllu. „Þetta er mjög skemmtilegt módel, mikið af smáatriðum í henni. Það er allt, hangarnir og blómavasinn eru í mælaborðinu eins og var í þeim upphaflegu bílunum.” Daði Sævar með eina af Scaníunum, sem hann hefur sett saman, bíll, sem er í miklu uppáhaldi hjá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Daði hefur alltaf verið mikil Land Rover maður og hefur sett þá nokkra þannig saman. „Þetta er Land Rover 1964, bensín með númerinu X 318 en afi minn átti þennan. Og hérna er ég með til dæmis Willys jeppa, sem ég byggði yfir upp á gamla mátann eins og gert var í gamla daga,” segir Daði. Daði hefur líka sett saman fullt af amerískum köggum þar sem árgerðirnar eru frá 1967 til 1973. Og svo eru það Skaníurnar, sem Daði hefur mikið dálæti á. „Ég er Scaniukarl ef það kemur að vörubílum, þá er það Scania og ekkert annað þó ég sé eins mikill Benskarl og ég er samt þá er það Scanian, sem snertir mig meira þegar kemur að vörubílum,” segir Daði. Bílarnir eru ótrúlega flottir og vel gerðir hjá Daða Sævari.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og sonurinn er stoltur af bílaáhugamáli pabba síns. „Mér finnst þetta bara mjög flott en ég hef kannski ekkert mestan áhuga í heimi á þessu en það er alltaf gott að eiga áhugamál,” segir Hallgrímur, sem er nemandi við Menntaskólann að Laugarvatni. Það stendur mikið til sunnudaginn 20. október hjá IPMS samtökunum, sem íslenska módelsamtökin eru hluti af en þau verða með öll flottustu módel landsins til sýnis fyrir almenning í Kiwanishúsi Eldeyjar í Kópavogi þann dag. Módelsýningin fer fram sunnudaginn 20. október í Kíwanishúsi Eldeyjar, Smiðjuvegi 13a (gul gata) í Kópavogi. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en allur ágóði rennur í minningarsjóð Bryndísar Klöru.Aðsend
Hveragerði Bílar Föndur Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Sjá meira