Fullveldi Þorsteinn Sæmundsson skrifar 18. október 2024 19:02 Það er táknrænt að talning atkvæða í fyrirhuguðum alþingiskosningum mun fara fram aðfaranótt fullveldisdagsins 1. desember. Alþingiskosningarnar eru nefnilega þær mikilvægustu sem haldnar hafa verið í langan tíma.og munu að miklu leyti snúast um fullveldi Íslands. Í kosningunum verður tekist á um nýtingu innlendrar orku, öryggi á landamærum Íslands, ráðdeild í ríkisrekstri og ekki síst um fullveldi Íslands. Sótt hefur verið að fullveldinu á hverju ári frá undirritun EES samningsins fyrir rúmum þrjátíu árum. Sneið fyrir sneið hefur verið skorið af forræði Íslendinga í stórum sem smáum málum. Full ástæða er til að endurskoða EES samninginn. Ísland er ekki það sama og 1993 og þá ekki Evrópa. EES samningurinn hefur enda tekið eðlisbreytingum sem vinda þarf ofan af. Örlagaríkastir hafa orkupakkarnir verið en mismunur á afstöðu Íslands og Evrópu til orkumála var lengstum sú að við Íslendingar litum á orku sem auðlind en Evrópusambandið sem markaðsvöru. Samþykkt á orkupakka 3 hefur valdið því að raforka til heimila hefur stórhækkað undanfarin misseri og enginn virðist hafa eftirlit með þeim fákeppnismarkaði sem nú hefur verið reistur um raforkusölu til almennings. Samkeppniseftirlitið sem er reyndar með sérfræðiþekkingu á verslun með mayones á að hafa eftirlit með samkeppnismarkaði á raforku en ekki verður séð að virkt eftirlit eigi sér stað. Á meðan hækkar orkureikningur heimilanna daglega. Sömu aðilar og ráða fákeppnismarkaði neysluvara og eldsneytis hafa haslað sér völl á raforkumarkaðnum . Neytendur geta breytt neysluvenjum sínum og reynt að spara við sig með því að kaupa ódýrara til heimilisrekstursins en enginn getur verið án rafmagns. Heimilin eru varnarlaus gegn orkuverðshækkunum. Nýjustu vendingar í stjórnmálum hafa í för með sér að framlagning þingmáls vegna Bókunar 35 frestast. Verði bókunin samþykkt verður enn hnykkt á því að Evrópugerðir gangi framar íslenskum lögum. Það kemur í hlut nýs löggjafaþings að afstýra innleiðingu bókunarinnar í íslenskan rétt. Eftir sjö ára tíma hringlanda stöðnunar og óráðsíu kemur í hlut nýrrar ríkisstjórnar að taka til hendinni við endurreisn. Verkefnin blasa hvarvetna við en það mikilvægasta er að standa vörð um fullveldi Íslands. Aðeins einn stjórnmálaflokkur hefur tekið einarða afstöðu með fullveldi Íslands. Flokkurinn sem kennir sig við sjálfstæði virðist hafa gleymt og týnt upprunalegu hlutverki sínu. Það er aðeins einn kostur fyrir þá sem verja vilja fullveldi Íslands, að greiða Miðflokknum atkvæði sitt. Það munar öllu um Miðflokkinn. Höfundur er um sinn fyrrum þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Sjá meira
Það er táknrænt að talning atkvæða í fyrirhuguðum alþingiskosningum mun fara fram aðfaranótt fullveldisdagsins 1. desember. Alþingiskosningarnar eru nefnilega þær mikilvægustu sem haldnar hafa verið í langan tíma.og munu að miklu leyti snúast um fullveldi Íslands. Í kosningunum verður tekist á um nýtingu innlendrar orku, öryggi á landamærum Íslands, ráðdeild í ríkisrekstri og ekki síst um fullveldi Íslands. Sótt hefur verið að fullveldinu á hverju ári frá undirritun EES samningsins fyrir rúmum þrjátíu árum. Sneið fyrir sneið hefur verið skorið af forræði Íslendinga í stórum sem smáum málum. Full ástæða er til að endurskoða EES samninginn. Ísland er ekki það sama og 1993 og þá ekki Evrópa. EES samningurinn hefur enda tekið eðlisbreytingum sem vinda þarf ofan af. Örlagaríkastir hafa orkupakkarnir verið en mismunur á afstöðu Íslands og Evrópu til orkumála var lengstum sú að við Íslendingar litum á orku sem auðlind en Evrópusambandið sem markaðsvöru. Samþykkt á orkupakka 3 hefur valdið því að raforka til heimila hefur stórhækkað undanfarin misseri og enginn virðist hafa eftirlit með þeim fákeppnismarkaði sem nú hefur verið reistur um raforkusölu til almennings. Samkeppniseftirlitið sem er reyndar með sérfræðiþekkingu á verslun með mayones á að hafa eftirlit með samkeppnismarkaði á raforku en ekki verður séð að virkt eftirlit eigi sér stað. Á meðan hækkar orkureikningur heimilanna daglega. Sömu aðilar og ráða fákeppnismarkaði neysluvara og eldsneytis hafa haslað sér völl á raforkumarkaðnum . Neytendur geta breytt neysluvenjum sínum og reynt að spara við sig með því að kaupa ódýrara til heimilisrekstursins en enginn getur verið án rafmagns. Heimilin eru varnarlaus gegn orkuverðshækkunum. Nýjustu vendingar í stjórnmálum hafa í för með sér að framlagning þingmáls vegna Bókunar 35 frestast. Verði bókunin samþykkt verður enn hnykkt á því að Evrópugerðir gangi framar íslenskum lögum. Það kemur í hlut nýs löggjafaþings að afstýra innleiðingu bókunarinnar í íslenskan rétt. Eftir sjö ára tíma hringlanda stöðnunar og óráðsíu kemur í hlut nýrrar ríkisstjórnar að taka til hendinni við endurreisn. Verkefnin blasa hvarvetna við en það mikilvægasta er að standa vörð um fullveldi Íslands. Aðeins einn stjórnmálaflokkur hefur tekið einarða afstöðu með fullveldi Íslands. Flokkurinn sem kennir sig við sjálfstæði virðist hafa gleymt og týnt upprunalegu hlutverki sínu. Það er aðeins einn kostur fyrir þá sem verja vilja fullveldi Íslands, að greiða Miðflokknum atkvæði sitt. Það munar öllu um Miðflokkinn. Höfundur er um sinn fyrrum þingmaður Miðflokksins og situr í stjórn flokksins.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun