Þar er um að ræða fyrstu fylgiskönnunina sem varpar ljósi á stöðuna í pólitíkinni eftir að ríkisstjórnin sprakk og Vinstri græn lýstu því yfir að þau myndu ekki taka þátt í starfsstjórn sem situr til kosninga.
Einnig förum við yfir stöðuna í komandi kosningum og lítum á hvernig listarnir eru að mótast og hvar helsta baráttan er háð um sæti.
Að auki fjöllum við um ráðstefnuna Arctic Circle, eða Hringborð Norðurslóða sem nú fer fram í Hörpu.