Ert þú ég eða verð ég þú Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar 18. október 2024 13:02 Þessa dagana stendur fyrirtækið Hopp fyrir söfnun fyrir hjálpartækjum handa Sjónstöðinni sem nýtast munu í umferliskennslu með hvítastafnum. Hvíti stafurinn er blindum og sjónskertum nauðsynlegt hjálpartæki. Þróun í hjálpartækjum er hröð einsog í öllu öðru en þau kosta mikla peninga. Síðastliðin tvö ár hefur Hopp verið í samvinnu við sjónstöðina í ýmsum verkefnum þar sem áhersla beggja aðila er að gera samfélagslega vitundar vakningu í umgengni við hjólin, umgengnin getur haft áhrif á líf annara ef hún sé ekki rétt. Það er Hopp mikið til hrós að sýna það frumkvæði sem þau gera í þessari samvinnu og þora að fara í samstarf við sjónstöðina. Sjónstöðin þjónustar eingöngu blinda, sjónskerta og daufblinda og er viðbúið að þeirra vara gæti truflað þá notendur sem mest. Hopp hefur ekki hlaupist undan þeirra samfélagslegu ábyrgð sem þeir bera. Hopp gaf öllum leiðsöguhundum á íslandi ný vesti og voru vestin hönnuð í samvinnu við notendur, á vestin voru settar merkingar sem tóku á því helsta sem notendur voru í vandræðum með gagnvart hegðun almennings við leiðsöguhundana. Mikilvægt er fyrir notendur að þeirra hjálpartæki skili þeim sem mestum árangri og á þau sé hægt að treysta. Hér sjáum við einka fyrirtæki sýna mjög jákvætt framtak í samfélagsmálum og getur verið öðrum til fyrirmyndar bæði fyrirtækjum sem einstaklingum en til þess þarf að sýna málefninu áhuga og fjalla um það. Við megum ekki gleyma því að við búum öll í sama samfélagi og hegðun okkar getur haft áhrif á næsta mann hvort sem hún sé jákvæð eða neikvæð. Þá spyr ég sjálfan mig hvað gerir gott fyrirtæki að góðu fyrirtæki, eru það bara gróðasjónarmiðin og skila sem mestum arði, fara ekki krónu yfir of litla úthlutaða fjárheimild frá ríkinu eða verður fyrirtæki betra ef það vinnur í samvinnu við samfélagið? Þessi sjónarmið sjáum við í allt of mörgu í dag, sama hvort það sé 4 af hverjum 10!!! Öryrkjum sem hafa ekki efni á að gefa jólagjafir í ár eða að landsbankinn spáir hækkandi húsnæðisverði á komandi árum. Þurfum við íslendingar ekki að endurskoða okkar samfélagslegu sýn og spyrja okkur hvort að okkur finnst þetta allt saman í lagi? Finnst okkur í lagi að taka ekki ábyrgð á eigin hegðun, benda jafnvel á rekstraraðila vöru og segja að það sé þeim að kenna að skútunni eða farartækinu sé ekki rétt lagt. Berð þú ábyrgð á því að leggja skútunni þvert á gangveg svo nýbakaðir foreldrar með nýja barnið verða að hætta sér út á götu til að komast framhjá hjóli sem einhver sleppti bara takinu á þar sem hann stoppaði. Er það viðkomandi bílaumboði að kenna ef að ökumaður er tekinn drukkinn undir stýri? Þetta samfélagssjónarmið og frumkvæði sem Hopp sýnir er eitthvað sem við getum öll tekið okkur til fyrirmyndar í daglegu lífi hvort sem við erum einstaklingar/fyrirtæki eða ríkið. Við eigum að sýna það í verki en ekki bara orði og vera fordæmi en ekki fórnarlömb. Orðið “Samfélag” stendur í alvöru fyrir eitthvað en eru ekki bara einhverjir 8 tilviljanakenndir stafir settir saman. Til að leggja söfnuninni lið þá er hægt að velja hvíta skútu í appinu þeirra þegar þú leigir þér hjól og þá rennur startgjaldið óskert til málefnisins. Höfundur er bæði daufblindur notandi og starfsmaður sjónstöðvarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana stendur fyrirtækið Hopp fyrir söfnun fyrir hjálpartækjum handa Sjónstöðinni sem nýtast munu í umferliskennslu með hvítastafnum. Hvíti stafurinn er blindum og sjónskertum nauðsynlegt hjálpartæki. Þróun í hjálpartækjum er hröð einsog í öllu öðru en þau kosta mikla peninga. Síðastliðin tvö ár hefur Hopp verið í samvinnu við sjónstöðina í ýmsum verkefnum þar sem áhersla beggja aðila er að gera samfélagslega vitundar vakningu í umgengni við hjólin, umgengnin getur haft áhrif á líf annara ef hún sé ekki rétt. Það er Hopp mikið til hrós að sýna það frumkvæði sem þau gera í þessari samvinnu og þora að fara í samstarf við sjónstöðina. Sjónstöðin þjónustar eingöngu blinda, sjónskerta og daufblinda og er viðbúið að þeirra vara gæti truflað þá notendur sem mest. Hopp hefur ekki hlaupist undan þeirra samfélagslegu ábyrgð sem þeir bera. Hopp gaf öllum leiðsöguhundum á íslandi ný vesti og voru vestin hönnuð í samvinnu við notendur, á vestin voru settar merkingar sem tóku á því helsta sem notendur voru í vandræðum með gagnvart hegðun almennings við leiðsöguhundana. Mikilvægt er fyrir notendur að þeirra hjálpartæki skili þeim sem mestum árangri og á þau sé hægt að treysta. Hér sjáum við einka fyrirtæki sýna mjög jákvætt framtak í samfélagsmálum og getur verið öðrum til fyrirmyndar bæði fyrirtækjum sem einstaklingum en til þess þarf að sýna málefninu áhuga og fjalla um það. Við megum ekki gleyma því að við búum öll í sama samfélagi og hegðun okkar getur haft áhrif á næsta mann hvort sem hún sé jákvæð eða neikvæð. Þá spyr ég sjálfan mig hvað gerir gott fyrirtæki að góðu fyrirtæki, eru það bara gróðasjónarmiðin og skila sem mestum arði, fara ekki krónu yfir of litla úthlutaða fjárheimild frá ríkinu eða verður fyrirtæki betra ef það vinnur í samvinnu við samfélagið? Þessi sjónarmið sjáum við í allt of mörgu í dag, sama hvort það sé 4 af hverjum 10!!! Öryrkjum sem hafa ekki efni á að gefa jólagjafir í ár eða að landsbankinn spáir hækkandi húsnæðisverði á komandi árum. Þurfum við íslendingar ekki að endurskoða okkar samfélagslegu sýn og spyrja okkur hvort að okkur finnst þetta allt saman í lagi? Finnst okkur í lagi að taka ekki ábyrgð á eigin hegðun, benda jafnvel á rekstraraðila vöru og segja að það sé þeim að kenna að skútunni eða farartækinu sé ekki rétt lagt. Berð þú ábyrgð á því að leggja skútunni þvert á gangveg svo nýbakaðir foreldrar með nýja barnið verða að hætta sér út á götu til að komast framhjá hjóli sem einhver sleppti bara takinu á þar sem hann stoppaði. Er það viðkomandi bílaumboði að kenna ef að ökumaður er tekinn drukkinn undir stýri? Þetta samfélagssjónarmið og frumkvæði sem Hopp sýnir er eitthvað sem við getum öll tekið okkur til fyrirmyndar í daglegu lífi hvort sem við erum einstaklingar/fyrirtæki eða ríkið. Við eigum að sýna það í verki en ekki bara orði og vera fordæmi en ekki fórnarlömb. Orðið “Samfélag” stendur í alvöru fyrir eitthvað en eru ekki bara einhverjir 8 tilviljanakenndir stafir settir saman. Til að leggja söfnuninni lið þá er hægt að velja hvíta skútu í appinu þeirra þegar þú leigir þér hjól og þá rennur startgjaldið óskert til málefnisins. Höfundur er bæði daufblindur notandi og starfsmaður sjónstöðvarinnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun