Stjórnvöld bregðist við eggjaskorti með afnámi tolla Ólafur Stephensen skrifar 18. október 2024 11:45 Skortur er á eggjum frá innlendum framleiðendum og hefur innflutningur eggja snaraukizt á árinu af þeim sökum. Félag atvinnurekenda hefur sent Bjarna Benediktssyni, sem í gær tók við embætti matvælaráðherra, erindi og hvatt hann til að leggja til við Alþingi að tollar á eggjum verði afnumdir til að halda verðlagi í skefjum á meðan innanlandsframleiðsla annar ekki eftirspurn. Ýmislegt útskýrir að innlend eggjaframleiðsla annar ekki eftirspurn, þar á meðal fjölgun íbúa og ferðamanna, stórar pantanir á ferskum eggjum frá skemmtiferðaskipum yfir sumartímann og samdráttur í framleiðslugetu sumra eggjabúa þar sem ekki eru lengur veittar undanþágur frá aðbúnaðarreglugerðum. FA bendir í erindi sínu til ráðherra á að ástandið sé erfiðara en áður hafi þekkzt, að mati þeirra sem lengi hafi starfað á matvælamarkaðnum, og ekkert sem bendi til að það lagist í bráð. Tollar valda verðhækkunum Ekki hefur verið eggjaskortur í verzlunum, þótt úrval hafi verið minna en áður. Það hefur hins vegar reynst heildsölum og dreifingarfyrirtækjum erfitt að útvega stórnotendum, t.d. veitingahúsum, bakaríum og fleiri fyrirtækjum í matvælaiðnaði, nægilegt hráefni í framleiðslu sína. Framundan er mesta bakstursvertíð ársins hjá heimilunum og þörf matvælaframleiðenda fyrir hráefni sömuleiðis í hámarki í aðdraganda jóla. Vegna lítils framboðs frá innlendum framleiðendum hefur innflutningur á eggjum mjög aukizt á árinu. Á fyrstu átta mánuðum ársins voru þannig flutt inn rúmlega 92 tonn af ferskum eggjum frá Danmörku, samanborið við samtals 60 tonn á tveimur heilum árum þar á undan. Á fersku eggin leggjast tollar, sem hækka innflutningsverð þeirra um u.þ.b. 80%. Innflutningur á soðnum eggjum í stórum pakkningum, sem einkum eru nýtt sem hráefni í matvælaiðnaði, hefur sömuleiðis snaraukizt, eða úr um 13 tonnum í fyrra í tæplega 26 tonn á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Innflutningur á öðrum skurnlausum eggjum hefur einnig aukizt verulega og stefnir í það sama varðandi saltaðar eggjarauður, sem einkum eru nýttar sem hráefni í matvælaiðnaði. Háir tollar á eggjum valda augljósum hækkunum á verði til neytenda. Ýmist stuðla tollarnir að hærra verði á eggjum út úr búð eða þá á aðföngum til t.d. brauðbaksturs og annarrar matvælaframleiðslu, sem skilar sér á endanum í hærra verði til neytenda. Við þær aðstæður, sem að framan er lýst, þar sem óhjákvæmilegt er að flytja inn egg, eru tollarnir fyrst og fremst verðbólguhvetjandi. Jafnvel eggjaframleiðendur ættu að fagna afnámi tolla um sinn, enda flytja þeir sjálfir inn mikið af eggjum til að anna eftirspurn frá viðskiptavinum. Ráðherra bregðist skjótt og örugglega við skorti Eftir að búvörulögum var breytt árið 2019 getur matvælaráðherra ekki lengur gefið út svokallaðan skortkvóta, þ.e. heimildir til innflutnings á búvörum á lægri tollum, ef skortur er á innlendri framleiðslu. Vilji Alþingis var hins vegar skýr um að við skorti yrði brugðizt með því að ráðherra legði til við þingið að það lækkaði tolla í slíkum tilvikum. Í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar frá 2019 segir þannig: „Tekur meiri hlutinn þó undir að nauðsynlegt er að til staðar sé ákveðinn sveigjanleiki til að bregðast við óvæntum aðstæðum á markaði. Nauðsynlegt sé að unnt verði að bregðast við skorti og leggur meiri hlutinn áherslu á að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bregðist skjótt og örugglega við með lagasetningu í slíkum tilfellum.“ Að mati FA eru nú uppi slíkar aðstæður, sem ráðherra ber að bregðast við. Félagið leggur til að matvælaráðherra leggi hið fyrsta fram frumvarp til laga um afnám tolla af eggjum á meðan innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn á markaðnum. Félagið bendir á að mögulega mætti einnig með breytingartillögu bæta slíkum ákvæðum við þingmál sem varða skatta og gjöld og afgreiða þarf með fjárlagafrumvarpi næsta árs. Slíkt myndi stuðla að því að markmið 1. gr. b. búvörulaga náist, um „að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu.“ Sömuleiðis myndi slík breyting vera innlegg í lækkun verðlags og þar með baráttuna við verðbólguna. Matvælaráðherra ber skylda til að bregðast „skjótt og örugglega“ við eggjaskortinum. Erindi FA til matvælaráðherra í heild Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Neytendur Skattar og tollar Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Skortur er á eggjum frá innlendum framleiðendum og hefur innflutningur eggja snaraukizt á árinu af þeim sökum. Félag atvinnurekenda hefur sent Bjarna Benediktssyni, sem í gær tók við embætti matvælaráðherra, erindi og hvatt hann til að leggja til við Alþingi að tollar á eggjum verði afnumdir til að halda verðlagi í skefjum á meðan innanlandsframleiðsla annar ekki eftirspurn. Ýmislegt útskýrir að innlend eggjaframleiðsla annar ekki eftirspurn, þar á meðal fjölgun íbúa og ferðamanna, stórar pantanir á ferskum eggjum frá skemmtiferðaskipum yfir sumartímann og samdráttur í framleiðslugetu sumra eggjabúa þar sem ekki eru lengur veittar undanþágur frá aðbúnaðarreglugerðum. FA bendir í erindi sínu til ráðherra á að ástandið sé erfiðara en áður hafi þekkzt, að mati þeirra sem lengi hafi starfað á matvælamarkaðnum, og ekkert sem bendi til að það lagist í bráð. Tollar valda verðhækkunum Ekki hefur verið eggjaskortur í verzlunum, þótt úrval hafi verið minna en áður. Það hefur hins vegar reynst heildsölum og dreifingarfyrirtækjum erfitt að útvega stórnotendum, t.d. veitingahúsum, bakaríum og fleiri fyrirtækjum í matvælaiðnaði, nægilegt hráefni í framleiðslu sína. Framundan er mesta bakstursvertíð ársins hjá heimilunum og þörf matvælaframleiðenda fyrir hráefni sömuleiðis í hámarki í aðdraganda jóla. Vegna lítils framboðs frá innlendum framleiðendum hefur innflutningur á eggjum mjög aukizt á árinu. Á fyrstu átta mánuðum ársins voru þannig flutt inn rúmlega 92 tonn af ferskum eggjum frá Danmörku, samanborið við samtals 60 tonn á tveimur heilum árum þar á undan. Á fersku eggin leggjast tollar, sem hækka innflutningsverð þeirra um u.þ.b. 80%. Innflutningur á soðnum eggjum í stórum pakkningum, sem einkum eru nýtt sem hráefni í matvælaiðnaði, hefur sömuleiðis snaraukizt, eða úr um 13 tonnum í fyrra í tæplega 26 tonn á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Innflutningur á öðrum skurnlausum eggjum hefur einnig aukizt verulega og stefnir í það sama varðandi saltaðar eggjarauður, sem einkum eru nýttar sem hráefni í matvælaiðnaði. Háir tollar á eggjum valda augljósum hækkunum á verði til neytenda. Ýmist stuðla tollarnir að hærra verði á eggjum út úr búð eða þá á aðföngum til t.d. brauðbaksturs og annarrar matvælaframleiðslu, sem skilar sér á endanum í hærra verði til neytenda. Við þær aðstæður, sem að framan er lýst, þar sem óhjákvæmilegt er að flytja inn egg, eru tollarnir fyrst og fremst verðbólguhvetjandi. Jafnvel eggjaframleiðendur ættu að fagna afnámi tolla um sinn, enda flytja þeir sjálfir inn mikið af eggjum til að anna eftirspurn frá viðskiptavinum. Ráðherra bregðist skjótt og örugglega við skorti Eftir að búvörulögum var breytt árið 2019 getur matvælaráðherra ekki lengur gefið út svokallaðan skortkvóta, þ.e. heimildir til innflutnings á búvörum á lægri tollum, ef skortur er á innlendri framleiðslu. Vilji Alþingis var hins vegar skýr um að við skorti yrði brugðizt með því að ráðherra legði til við þingið að það lækkaði tolla í slíkum tilvikum. Í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar frá 2019 segir þannig: „Tekur meiri hlutinn þó undir að nauðsynlegt er að til staðar sé ákveðinn sveigjanleiki til að bregðast við óvæntum aðstæðum á markaði. Nauðsynlegt sé að unnt verði að bregðast við skorti og leggur meiri hlutinn áherslu á að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bregðist skjótt og örugglega við með lagasetningu í slíkum tilfellum.“ Að mati FA eru nú uppi slíkar aðstæður, sem ráðherra ber að bregðast við. Félagið leggur til að matvælaráðherra leggi hið fyrsta fram frumvarp til laga um afnám tolla af eggjum á meðan innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn á markaðnum. Félagið bendir á að mögulega mætti einnig með breytingartillögu bæta slíkum ákvæðum við þingmál sem varða skatta og gjöld og afgreiða þarf með fjárlagafrumvarpi næsta árs. Slíkt myndi stuðla að því að markmið 1. gr. b. búvörulaga náist, um „að framleiðsla búvara til neyslu og iðnaðar verði í sem nánustu samræmi við þarfir þjóðarinnar og tryggi ávallt nægjanlegt vöruframboð við breytilegar aðstæður í landinu.“ Sömuleiðis myndi slík breyting vera innlegg í lækkun verðlags og þar með baráttuna við verðbólguna. Matvælaráðherra ber skylda til að bregðast „skjótt og örugglega“ við eggjaskortinum. Erindi FA til matvælaráðherra í heild Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun