Noregsmeistarar Kolstad töpuðu með minnsta mun fyrir Kielce í gær, 32-33. Sigvaldi mætti þarna sínum gömlu félögum en hann lék með Kielce á árunum 2020-22.
Sigvaldi skoraði fimm mörk í leiknum í gær. Eitt þeirra var öðrum fallegra og það var valið næstflottasta mark umferðarinnar af EHF.
Sigvaldi fór þá inn úr gríðarlega þröngu færi í hægra horninu og sneri boltann á ótrúlegan hátt framhjá Milosz Walach í marki Kielce. Markið má sjá hér fyrir neðan.
We have never had a 𝗧𝗢𝗣 𝟱 𝗚𝗢𝗔𝗟𝗦 with such a high level. Further proof that the 🏆 #ehfcl is on fire! 🤝 𝗣𝗼𝘄𝗲𝗿𝗲𝗱 𝗯𝘆 𝗚𝗼𝗿𝗲𝗻𝗷𝗲
— EHF Champions League (@ehfcl) October 18, 2024
1️⃣ Jan GURRI 🤯
2️⃣ Sigvaldi GUDJONSSON 🔥
3️⃣ Artsem KARALEK 💥
4️⃣ Petar CIKUSA 🚀
5️⃣ Nedim REMILI ✨
Fav one? #CLM #handball pic.twitter.com/QLuzsmv5FG
Alls skoruðu Íslendingarnir hjá Kolstad sjö mörk í leiknum í gær. Sigvaldi gerði fimm eins og áður sagði og Benedikt Gunnar Óskarsson og Sveinn Jóhannsson sitt markið hvor.
Kolstad er á botni B-riðils Meistaradeildarinnar með tvö stig.